Erlent

100 þúsund borgarar hafa látist

Um 100 þúsund óbreyttir borgarar hafa látist í Írak síðan Bandaríkin réðust inn í landið í fyrra. Þetta kemur fram í mati heilbrigðissérfræðinga í Írak og Bandaríkjunum. Eftir innrásina hafa líkur óbreyttra borgara á að láta lífið aukist um meira en helming. Mat sérfræðinganna er byggt á könnun sem gerð var á þúsund heimilum í Írak og metið hve margir höfðu fæðst og látist þar árinu fyrir innrásina og árinu eftir innrásina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×