Erlent

Hætt við ferð á karnival

Friðrik krónprins Danmerkur og María krónprinsessa eru hætt við fyrirhugaða ferð á karnival í Ríó þar sem þau áttu að fara fyrir hópi fólks úr dönskum Sambaskóla. Ástæðan er sú að utanríkisráðuneytið hefur orðið þess áskynja að einn af forsvarsmönnum skólans í Ríó er þekktur undirheimamaður og er talið að skólinn, sem starfar víða um heim, tengist alþjóðlegum glæpasamtökum. Málið er heldur vandræðalegt því skólinn hefur fengið tíu milljóna króna styrk frá danska ríkinu vegna fyrirhugaðrar þáttöku í hátíðarhöldum í Danmörku, til þess að minnast þess að tvö hundruð ár eru senn liðin frá fæðingu skáldsins H.C, Andersens.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×