Erlent

Forsetakosningar í Úkraínu

Í dag ganga íbúar Úkraínu á kjörstaði og kjósa sér nýjan forseta. Forsetaframbjóðendurnir sem líklegastir eru til sigurs eru forsætisráðherrann Viktor Yanukovych og fyrrum forsætisráðherra Viktor Yushchenko. Sögusagnir hafa verið á kreik að svindl muni verða í kosningunum. Þar af leiðandi verða 147 þúsund lögreglumanna á vakt til að gæta kjörstaða. Talið er að hvorki Yanukovych né Yushchenko fái meirihluta atkvæða í dag en þeir tveir frambjóðendur sem fá flest atkvæði keppa aftur um forsetastólinn þann 21. nóvember.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×