Erlent

Baráttan nær til Hawaii

Íbúar Hawaii upplifa nú nokkuð sem þeir eru ekki vanir þegar forsetakosningar eru annars vegar, nefnilega það að kosningastjórnir forsetaefnanna senda menn til að vinna þá á sitt band. Allt frá því að Hawaii varð ríki Bandaríkjanna 1959 hefur það verið eitt sterkustu ríkja demókrata sem hafa fagnað sigri þar í níu af ellefu forsetakosningum. Nú ber hins vegar svo við að mjótt er á munum. Dick Cheney varaforseti var sendur á staðinn fyrir repúblikana en demókratar sendu Al Gore, fyrrum varaforseta, og Alex, dóttur John Kerry, til að heilla heimamenn.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×