Erlent

Á suðupunkti í Flórída

Í Flórída er heitt í kolunum vegna klúðurs sem hefur orðið í framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu og ásakana fulltrúa beggja stóru flokkanna í hvors annars garðs. Dawn Roberts, yfirmaður kosninga í Flórída, fyrirskipaði kosningastarfsmönnum í ríkinu að vinna eins hratt og mögulegt var til að greiða fyrir atkvæðagreiðslu. Þá hvatti hún kjörstjórnir á hverjum stað til að sjá þeim fyrir sérstökum kjörseðlum sem vafi leikur á hvort séu með kosningarétt eða ekki. Þeir kjörseðlar verða ekki taldir fyrr en komist hefur verið að niðurstöðu um það. Repúblikanar segja að þegar hafi 925 dæmdir glæpamenn kosið eða óskað eftir atkvæðaseðlum til að greiða atkvæði utan kjörfundar þrátt fyrir að hafa misst kosningarétt. Þeir sökuðu demókrata einnig um að reyna að hindra repúblikana í að kjósa, nokkuð sem demókratar vísuðu á bug.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×