Erlent

Ísraelar afskrifa Arafat

Ísraelar hafa afskrifað Arafat sem leiðtoga Palestínumanna, vegna veikinda hans. Arafat segir hinsvegar að ef Guð leyfi, muni hann snúa aftur. Þótt ekki sé enn vitað hvaða sjúkdómur hrjáir Yasser Arafat, er ljóst að hann er fárveikur. Ella hefði hann aldrei samþykkt að fljúga til Parísar, og leggjast þar inn á sjúkrahús. Stjórnvöld í Ísrael hafa sagt að hinum aldna leiðtoga verði leyft að snúa heim aftur, ef hann kæri sig um. Ísraelar virðast hinsvegar hafa afskrifað hann sem pólitískan leiðtoga Palestínumanna. Dómsmálaráðherra Ísraels sagði, í útvarpsviðtali, að líkurnar á því að Arafat sneri aftur og tæki við fyrri störfum væru nánast engar. Dálkahöfundur í stærsta dagblaði Ísraels sagði að frá því í gær að Arafat væri dauður pólitískur hestur. Ísraelskur stjórnmálamaður sem ekki vildi láta nafns síns getið tók í sama streng. „Frá okkar sjónarmiði er hann dauður pólitískt, þótt hann sé það ekki líkamlega."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×