Tuttugu og tveir látnir eftir sjálfsmorðsárás í kirkju Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. júní 2025 23:59 Sýrlensk stjórnvöld segja Ríki íslams bera ábyrgð á hryllingnum. EPA/Mohammed al-Rifai Tuttugu og tveir eru látnir og sextíu og þrír særðir eftir sjálfsvígsárás í kirkju í Damaskus í dag. Íslamska ríkið ber ábyrgð á árásinni samkvæmt sýrlenskum stjórnvöldum. Árásin er sú fyrsta sinnar tegundar sem framin hefur verið í Sýrlandi frá því að Bashar al-Assad fyrrverandi forseta var steypt af stóli í desember og ný stjórn íslamista tók við völdum. Samkvæmt umfjöllun Guardian gekk maður með tengsl við Ríki íslams inn í gríska rétttrúnaðarkirkju helgaða Sankti Elíasi í gamla kristna hverfi Damaskusborgar á meðan íbúar báðu. Hann hóf skothríð og sprengdi sig svo í loft upp með sjálfssprengivesti. Sjónarvottar segja byssumennina hafa verið tvo og að hinn hafi skotið á viðstadda en ekki sprengt sig í loft upp í kjölfarið. „Fólkið bað í öryggi sínu fyrir augliti guðs. Það voru 350 manns að biðja í kirkjunni,“ hefur Guardian eftir Fadi Ghattas sem kveðst hafa séð tuttugu hið minnsta láta lífið. Ríki íslams safnar kröftum Á myndefni sem fréttamenn Guardian hafa undir höndum sjást kirkjubekkirnir kastast á hvolf þegar höggbylgja sprengingarinnar skall á þá og blóðug lík safnaðarbarnanna limlestast af krafti hvellsins. Íbúar í nágrenninu segjast hafa orðið vara við háværan hvell og sírenuvæl í kjölfarið. Árásin er sú fyrsta sem Ríki íslams hefur gert í Sýrlandi eftir að hafa látið lítið fyrir sér fara undanfarna mánuði. Hryðjuverkasamtökin hafa reynt að nýta sér stjórnleysið í landinu í kjölfar falls og flótta Assad til að gera sig gildandi á nýjan leik. Samkvæmt upplýsingum heimildamanna Guardian í hinni nýviðteknu sýrlensku stjórnsýslu tókst þeim að sanka að sér vopnum og skotfærum þegar herlið Assad liðaðist nær fyrirvaralaust í sundur í desember síðastliðnum. Sjá einnig: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Hin nýju sýrlensku stjórnvöld, sem lúta stjórn fyrrum leiðtoga andspyrnuhópsins íslamska Hayat Tahrir al-Sham, hafa heitið því að standa vörð um öryggi og réttindi minnihlutahópa í landinu og hafa einnig gert ítrekaðar atlögur að vígum Ríkis íslams. Kallað eftir aðgerðum „Þessi huglausa gjörð stangast á við þau gildi borgarans sem sameina okkur öll. Við sem Sýrlendingar leggjum áherslu á mikilvægi þjóðareiningar og borgaralegs friðar og köllum eftir því að styrkt verði bræðralag allra hópa samfélagsins,“ er haft eftir Hamza al-Mustafa upplýsingamálaráðherra Sýrlands. Geir Pedersen, sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna í málum Sýrlands tekur í sama streng. Hann segir árásina viðurstyggilegan glæp og kallar eftir því að stjórnvöld rannsaki málið ítarlega og ráðist í aðgerðir. Sýrland Tengdar fréttir Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Donald Trump Bandaríkjaforseti hitti í morgun Ahmed al-Sharaa bráðabirgðaforseta Sýrlands, á fundi í Sádi-Arabíu. 14. maí 2025 08:37 Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Sýrlandi. Forseti landsins hefur útnefnt 23 ráðherra sem munu starfa þangað til að unnt verði að halda kosningar. 30. mars 2025 00:00 Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Aðstæður í al Hol búðunum í Sýrlandi, þar sem sýrlenskir Kúrdar hafa um árabil haldið eiginkonum og börnum ISIS-liða, hafa versnað til muna að undanförnu. Árásir eru tíðar og ógnin frá Íslamska ríkinu hefur aukist, bæði utan búðanna og innan. 19. mars 2025 13:01 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira
Árásin er sú fyrsta sinnar tegundar sem framin hefur verið í Sýrlandi frá því að Bashar al-Assad fyrrverandi forseta var steypt af stóli í desember og ný stjórn íslamista tók við völdum. Samkvæmt umfjöllun Guardian gekk maður með tengsl við Ríki íslams inn í gríska rétttrúnaðarkirkju helgaða Sankti Elíasi í gamla kristna hverfi Damaskusborgar á meðan íbúar báðu. Hann hóf skothríð og sprengdi sig svo í loft upp með sjálfssprengivesti. Sjónarvottar segja byssumennina hafa verið tvo og að hinn hafi skotið á viðstadda en ekki sprengt sig í loft upp í kjölfarið. „Fólkið bað í öryggi sínu fyrir augliti guðs. Það voru 350 manns að biðja í kirkjunni,“ hefur Guardian eftir Fadi Ghattas sem kveðst hafa séð tuttugu hið minnsta láta lífið. Ríki íslams safnar kröftum Á myndefni sem fréttamenn Guardian hafa undir höndum sjást kirkjubekkirnir kastast á hvolf þegar höggbylgja sprengingarinnar skall á þá og blóðug lík safnaðarbarnanna limlestast af krafti hvellsins. Íbúar í nágrenninu segjast hafa orðið vara við háværan hvell og sírenuvæl í kjölfarið. Árásin er sú fyrsta sem Ríki íslams hefur gert í Sýrlandi eftir að hafa látið lítið fyrir sér fara undanfarna mánuði. Hryðjuverkasamtökin hafa reynt að nýta sér stjórnleysið í landinu í kjölfar falls og flótta Assad til að gera sig gildandi á nýjan leik. Samkvæmt upplýsingum heimildamanna Guardian í hinni nýviðteknu sýrlensku stjórnsýslu tókst þeim að sanka að sér vopnum og skotfærum þegar herlið Assad liðaðist nær fyrirvaralaust í sundur í desember síðastliðnum. Sjá einnig: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Hin nýju sýrlensku stjórnvöld, sem lúta stjórn fyrrum leiðtoga andspyrnuhópsins íslamska Hayat Tahrir al-Sham, hafa heitið því að standa vörð um öryggi og réttindi minnihlutahópa í landinu og hafa einnig gert ítrekaðar atlögur að vígum Ríkis íslams. Kallað eftir aðgerðum „Þessi huglausa gjörð stangast á við þau gildi borgarans sem sameina okkur öll. Við sem Sýrlendingar leggjum áherslu á mikilvægi þjóðareiningar og borgaralegs friðar og köllum eftir því að styrkt verði bræðralag allra hópa samfélagsins,“ er haft eftir Hamza al-Mustafa upplýsingamálaráðherra Sýrlands. Geir Pedersen, sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna í málum Sýrlands tekur í sama streng. Hann segir árásina viðurstyggilegan glæp og kallar eftir því að stjórnvöld rannsaki málið ítarlega og ráðist í aðgerðir.
Sýrland Tengdar fréttir Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Donald Trump Bandaríkjaforseti hitti í morgun Ahmed al-Sharaa bráðabirgðaforseta Sýrlands, á fundi í Sádi-Arabíu. 14. maí 2025 08:37 Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Sýrlandi. Forseti landsins hefur útnefnt 23 ráðherra sem munu starfa þangað til að unnt verði að halda kosningar. 30. mars 2025 00:00 Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Aðstæður í al Hol búðunum í Sýrlandi, þar sem sýrlenskir Kúrdar hafa um árabil haldið eiginkonum og börnum ISIS-liða, hafa versnað til muna að undanförnu. Árásir eru tíðar og ógnin frá Íslamska ríkinu hefur aukist, bæði utan búðanna og innan. 19. mars 2025 13:01 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira
Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Donald Trump Bandaríkjaforseti hitti í morgun Ahmed al-Sharaa bráðabirgðaforseta Sýrlands, á fundi í Sádi-Arabíu. 14. maí 2025 08:37
Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Sýrlandi. Forseti landsins hefur útnefnt 23 ráðherra sem munu starfa þangað til að unnt verði að halda kosningar. 30. mars 2025 00:00
Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Aðstæður í al Hol búðunum í Sýrlandi, þar sem sýrlenskir Kúrdar hafa um árabil haldið eiginkonum og börnum ISIS-liða, hafa versnað til muna að undanförnu. Árásir eru tíðar og ógnin frá Íslamska ríkinu hefur aukist, bæði utan búðanna og innan. 19. mars 2025 13:01