Fleiri fréttir Bátur strandaði í Hvalfirði Björgunarsveitir voru kallaðir út á sjöunda tímanum í kvöld vegna 12 tonna báts sem strandaður er í Hvammsvík í Hvalfirði. Samkvæmt upplýsingum Landsbjörgu eru björgunarskip frá Reykjavík og björgunarbátar af Kjalarnesi og Akranesi nú á leið á staðinn. 13.12.2012 19:03 Harður árekstur í Hafnarfirði Tveir bílar lentu saman á gatnamótunum við Dalshraun í Hafnarfirði fyrir stuttu. 13.12.2012 18:57 Sakar ríkisstjórnina um svikin loforð Forseti Alþýðusambandsins segir tilgangslaust eiga frekari viðræður við ríkisstjórnina í tengslum við endurskoðun kjarasamninga. Stjórnvöld hafi margbrotið gefin loforð og eina rétta í stöðunni sé að þreyja þorrann fram að næstu kosningum. 13.12.2012 18:55 Kannast ekki við vanefndir Formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa lýst yfir undrun sinni og vonbrigðum með fullyrðingar sem birtust í auglýsingu ASÍ í fréttablaðinu í dag. Þar var því haldið fram að ríkisstjórnin hefði ekki staðið við yfirlýsingu sem gefin sem var út samhliða kjarasamningum í maí árið 2011. 13.12.2012 18:21 Niðurstaðan jákvæð og mikil hvatning Meirihluti þeirra sem styðja Samfylkinguna segist í skoðanakönnun styðja Árna Pál Árnason til formennsku í flokknum, en meirihluti svarenda úr öllum flokkum til samans, styður Guðbjart Hannesson. 13.12.2012 17:54 Hæstiréttur þyngir dóm yfir síbrotamanni Hæstiréttur Íslands þyngdi í dag dóm Héraðsdóm Suðurlands yfir Ívari Aron Hill Ævarssyni en hann var upphaflega dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir nytjastuld, gripdeild, þjófnað og fleira. Hæstiréttur bætti 14 mánuðum við dóminn. Þá var Ívar einnig sviptur ökuréttindum ævilangt. 13.12.2012 17:16 Á skilorði fyrir þjófnaði Tæplegar þrítugur karlmaður var dæmsdur í 45 daga skilorsðbundið fangelsi fyrir smáþjófnaði Í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Maðurinn stal meðal annars snyrtivörum og kjötmeti en brotaferill hans nær aftur til ársins 2003. 13.12.2012 16:31 Formannsframbjóðendur vilja allsherjaratkvæðagreiðslu Guðbjartur Hannesson og Árni Páll Árnason, sem báðir bjóða sig fram til formennsku í Samfylkingunni, hafa sammælst um það að krefjast þess að formannskosningin fari fram með póstkosningu. Þeir sammæltust einnig um það að safna undirskriftum saman þannig að krafa um póstkosningu yrði samþykkt. Alls þarf 150 undirskriftir til að fá kröfuna samþykkta. Fulltrúi Guðbjarts Hannessonar skilaði formlegu framboði í dag, en frestur til þess rennur út á mánudaginn. 13.12.2012 16:29 Þrefalt meira nikótín í íslenska neftóbakinu en í sænska snusinu Næstum því þrefalt meira nikótín er í íslensku neftóbaki en í sænska munntóbakinu. Gífurleg aukning hefur verið neyslu munntóbaks hjá ungum karlmönnum síðustu ár en um 15% íslenskra karlmanna á aldrinum 18 til 24 ára nota tóbak í vör daglega. 13.12.2012 16:28 Flestir treysta Landhelgisgæslunni Landhelgisgæslan er sú stofnun á sviði réttarfars og dómstóla sem nýtur mest trausts í samfélaginu, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar MMR. Traust til allra stofnana sem könnunin nær til hefur aukist frá síðustu mælingu, sem gerð var í febrúar 2011. 13.12.2012 16:08 Fjórir 17 ára piltar handteknir af Selfosslögreglunni Síðdegis í gær handtóku lögreglumenn á vakt á Selfossi þrjá pilta vegna gruns um þjófnað á bifreið í Þorlákshöfn aðfaranótt þriðjudags. Bifreiðin, sem er af Toyota Corolla gerð fannst síðar um daginn stórskemmd í grjótnámu við Þorlákshöfn. Af ummerkjum í námunni var ljóst að bifreiðinni hafði verið ekið fram og aftur yfir og á grjót og hún síðan nánast tætt í sundur. Lögreglumenn á dagvakt fór í að kanna málið sem leiddi til þess að síðdegis í gær handtóku þeir þrjá 17 ára pilta. 13.12.2012 15:45 Dæmdur til þess að greiða 38 milljónir Fertugur karlmaður var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og til þess að greiða ríkinu hátt í fjörutíu milljónir í Héraðsdómi Suðurlands í dag. 13.12.2012 15:29 Falleg stund á Lúsíuhátíð Það var mjög hátíðleg og falleg stund í Norræna húsinu í morgun þegar Lúsíuhátíð var haldin fyrir fullt hús gesta. Sænski sendiherrann á Íslandi bauð kollegum sínum hér á landi að koma og hlýða á söng. Sjötti bekkur Þórdísar Ívarsdóttur í Melaskóla kom ásamt foreldrum. Þá var fjöldi annarra gesta viðstaddur. 13.12.2012 14:59 Ólíklegt að Jón Gnarr komist inn á þing "Ég myndi segja að Jón Gnarr hafi góðan hljómgrunn en það er frekar ólíklegt að hann komist inn á þing í ljósi sögunnar,“ segir Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur. 13.12.2012 14:58 Ekki nógu greindarskertur fyrir skilorðsbundinn dóm Karlmaður með þroskahömlun var dæmdur í átján mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir að hafa haft undir höndum hátt í þúsund kannabisplöntur auk þess að hafa um kíló af kannabislaufum sem fundust í skemmu í Sandgerði í ágúst árið 2011. 13.12.2012 14:48 Ódýrast að kaupa jólamatinn í Bónus Bónus var oftast með lægsta verðið þegar Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á jólamat í sjö matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri síðastliðinn þriðjudag. 13.12.2012 14:18 Toppslagur í Stykkishólmi – spilað um montréttinn í Reykjanesbæ Heil umferð fer fram í Dominos-deild karla í kvöld í körfuknattleik og er þetta síðasta umferðin fyrir jólafrí. Keppni hefst á ný 4. janúar. Þrjú lið eru efst og jöfn með 14 stig að loknum 9 leikjum, Þór Þ., Grindavík og Snæfell hafa öll unnið sjö leiki og tapað tveimur. 13.12.2012 13:30 Leynilisti Bjartar framtíðar tekinn að skýrast Heiða Kristín Helgadóttir, framkvæmdastjóri og varaformaður Besta flokksins, mun ekki leiða lista Bjartrar framtíðar í Reykjavík norður, heldur verður það önnur kona. Ekki er vitað hvaða kona það verður, en eins og Vísir greindi frá fyrr í dag ríkir leynd yfir framboðslistanum - sem var engu að síður samþykktur af fjölmennri stjórn Bjartrar framtíðar í gærkvöldi. 13.12.2012 13:26 Fleiri keyptu bjór en í fyrra - 13 milljónir lítra seldir í ár Samdráttur hefur orðið í sölu á sterku áfengi á þessu ári um tæplega fimm prósent en sala á bjór og léttvíni hefur aukist. Sala áfengis er 0,9 prósent meiri í lítrum talið miðað við árið í fyrra. 13.12.2012 13:05 Einar Boom fær bætur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi íslenska ríkið til þess að greiða Einari "Boom“ Marteinssyni 150 þúsund krónur í miskabætur fyrir símahlerun í morgun. Einar var hleraður þegar hann var foringi vélhjólasamtakanna Fáfnir sem síðar urðu Hells Angels. Hlerunin fór fram á mánaðartímabili árið 2009. 13.12.2012 12:58 Mikil leit gerð að sjómanninum sem féll fyrir borð Tvö stór skip hófu fyrir hádegi leit að sjómanninum, sem féll fyrir borð af togaranum Múlabergi norður af landinu í gærdag, eftir víðtæka árangurslausa leit í gærkvöldi og fram á nótt. 13.12.2012 12:53 Átján ára stúlka á sjúkrahúsi eftir fólskulega líkamsárás Átján ára stúlka er enn á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir fólskulegri líkamsárás inni á herbergi í gistiheimili í Reykjavík í nótt. 13.12.2012 12:43 Leynd hvílir yfir framboðslistum Bjartrar framtíðar - Jón leiðir engan lista Björt framtíð neitar að upplýsa hverjir eru á framboðslistum flokksins sem samþykktir voru í gærkvöldi. 13.12.2012 11:48 Björgunarsveitarmaður til hjálpar vegna Bopha Lárus Björnsson úr Björgunarsveit Hafnarfjarðar og Íslensku alþjóðabjörgunarsveitinni (ÍA) er nú á leið til Filippseyja þar sem fellibylurinn Bopha gerði mikinn usla í síðustu viku. 13.12.2012 10:55 Sveitastjórinn með tárin í augunum Sveitastjórinn á Kirkjubæjarklaustri er með tárin í augunum eftir að sundlauginni á Kirkjubæjarklaustri var lokað í morgun. Grunnskólabörn munu því ekki komast ekki í skólasund á næstunni. 13.12.2012 10:49 Vilja kaffi frá Selecta fyrir starfsmenn Kópavogsbæjar Lagt var til á fundi framkvæmdaráðs Kópavogsbæjar í gær að samið verði við Selecta um leigu á kaffivélum, vatnsvélum og kaupum á kaffi og tengdum vörum fyrir allar stofnanir Kópavogsbæjar. 13.12.2012 10:09 Telja að dregið sé úr valdi forsetans Fulltrúar í sérfræðinganefnd hallast að því að ný stjórnarskrá dragi úr valdi forseta Íslands. Ekki hafi tekist að skýra hlutverk hans skilmerkilega í endurskoðuninni. Þversögn sé í að forseti með sterkt lýðræðislegt umboð hafi fá verkefni. 13.12.2012 09:00 Útblástur á mann er mestur hér Næstum helmingi fleiri nota nagladekk undir bíla sína í Jönköping í Svíþjóð en í Reykjavík, eða 60 prósent á móti 34 prósentum í Reykjavík. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslunni „Samanburður á umhverfisstjórnun vega- og gatnagerðar á Norðurlöndunum 2012“ sem út kom fyrr á árinu hjá Vegagerðinni. 13.12.2012 09:00 Andrea og Þórður í framboð fyrir Dögun Tveir fyrrum formenn Hagsmunasamtaka heimilanna, Andrea Jóhanna Ólafsdóttir og Þórður Björn Sigurðsson hafa ákveðið að gefa kost á sér í framboð fyrir Dögun fyrir alþingiskosningarnar 2013. 13.12.2012 08:07 Neysluskattar háir og óskilvirkir hér á landi Tollar eru tæplega þrefalt hærri á Íslandi en í helstu nágrannalöndunum, þá eru neyslustýringaráhrif meiri og skilvirkni minni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri úttekt Viðskiptaráðs. Framkvæmdastjórinn segir endurskoðunar þörf. 13.12.2012 08:00 Ný útlendingalög lögð fram á nýju ári Ný lög um málefni útlendinga verða ekki lögð fram í þinginu á þessu ári, eins og vonast hafði verið til. Vinna við frumvarpsgerð hefur tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir en stefnt er að því að frumvarp að nýjum útlendingalögum verði lagt fram í ríkisstjórninni strax eftir áramót. 13.12.2012 08:00 Tvö innbrot í íbúðarhús Lögreglu var tilkynnt um tvö innbrot í íbúðarhús á höfuðborgarsvæðinu í gær, bæði framin um daginn. 13.12.2012 07:01 Mandelatorg fær byr í borginni Embætti skipulagsstjóra í Reykjavík leggur til að borgin taki jákvætt í ósk Arkitektur- og designhögskolen í Ósló og úthluti skólanum svæði til að útfæra torg tileinkað Nelson Mandela. 13.12.2012 07:00 Loftsteinaregn á austurhimni Eina tilkomumestu loftsteinadrífu ársins má sjá á austurhimni í kvöld og annað kvöld hér á landi, ef veður leyfir. 13.12.2012 07:00 Líkamsárás á gistiheimili í nótt Karlmaður réðist á unga konu í gistiheimili í Reykjavík og barst lögreglu tilkynning um það um þrjú leitið. Árásarmaðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu, en konan var flutt á slysadeild Landsspítalans. 13.12.2012 06:58 Árni nýtur meira trausts en Guðbjartur Meirihluti þeirra Samfylkingarmanna, sem tóku afstöðu í skoðanakönnun MMR fyrir Viðskiptablaðið, treystir Árna Páli Árnasyni betur til að gegna embætti formanns flokksins, en Guðbjarti Hannessyni, en þeir gefa báðir kost á sér til formanns. 13.12.2012 06:56 Mikil leit að sjómanni sem féll fyrir borð af Múlaberginu Leit stóð fram á nótt að sjómanni af togaranum Múlabergi frá Siglufirði, sem féll fyrir borð einhverntímann eftir að skipið lét úr höfn í gærdag. 13.12.2012 06:45 Gunnari spáð bjartri framtíð í bardagaíþróttum Bardagaíþróttakappinn Gunnar Nelsson er á 15 manna lista íþróttavefsins Bleacher Report, yfir þá bardagamenn sem vefurinn telur líkilegasta til afreka í blönduðum bardagalistum í framtíðinni. 13.12.2012 06:40 Lögreglan lýsir eftir 12 ára dreng Lögreglan á Hvolsvelli lýsir eftir Jóhanni Berg Jóhannssyni, 12 ára gömlum, sem strauk af bæ í Meðallandi, í Vestur-Skaftafellssýslu í gær, og hefur líklega ætlað til Reykjavíkur. 13.12.2012 06:35 Hrossahópar valda slysum og hættu fyrir norðan Ökumaður slapp ómeiddur þegar bílll hans valt heila veltu út af Ólafsfjarðarvegi á fjórða tímanum í nótt, en ökumaðurinn hafði rétt náð að sveigja frá hrossahópi, sem var á miðjum veginum. Bíllinn skemmdist töluvert. 13.12.2012 06:30 Fatauppboðið fyrir Rauða krossinn gekk glimmrandi vel Fatauppboðið sem haldið var í gærkvöldi í hjálparstarfsmaraþoni Rauða krossins gekk glimmrandi vel að sögn þeirra sem stóðu að því. 13.12.2012 06:22 Hraðfara breytingar ógna tærleika Þingvallavatns Unnið er að úttekt á ástandi rotþróa við sumarhús á Þingvöllum til að freista þess að koma í veg fyrir að mengun berist út í Þingvallavatn. Aukin mengun frá umferð við vatnið og á höfuðborgarsvæðinu hefur einnig áhrif. 13.12.2012 06:00 Jón Ásgeir og Lárus ákærðir vegna Aurum Sérstakur saksóknari gaf í gær út ákæru á hendur fjórum mönnum vegna svokallaðs Aurum Holdings-máls. Á meðal ákærðra eru athafnamaðurinn Jón Ásgeir Jóhannesson og Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 13.12.2012 06:00 Hafið tekur lengi við Við mat á lágmarkshreinsun skólps í þéttbýli er einkum horft til þriggja þátta; hversu mikið skólp er losað, hvort skólpið er leitt í ferskvatn eða strandsjó og hvort svæðið sem tekur við skólpinu, svokallaður viðtaki, er skilgreint venjulegt, viðkvæmt eða síður viðkvæmt. Viðtaki telst viðkvæmur ef hann gæti orðið fyrir neikvæðum áhrifum vegna mengunar sé ekki gripið til verndaraðgerða. Hann telst hins vegar síður viðkvæmur þar sem endurnýjun vatns er mikil og losun tiltekinnar mengunar er ekki talin hafa skaðleg áhrif á umhverfið. Þar er t.d. átt við ármynni og strandsjó þar sem straumar eru sterkir. 13.12.2012 05:00 „Ætlaði að eiga á þessum degi“ „Ég var búin að segja öllum að ég ætlaði að eiga á þessum degi en það var meira sagt í gríni en alvöru,“ segir Ásta Axelsdóttir, sem eignaðist stúlkubarn á Landspítalanum í gærmorgun, þann 12. desember eða 12.12.2012. 13.12.2012 05:00 Sjá næstu 50 fréttir
Bátur strandaði í Hvalfirði Björgunarsveitir voru kallaðir út á sjöunda tímanum í kvöld vegna 12 tonna báts sem strandaður er í Hvammsvík í Hvalfirði. Samkvæmt upplýsingum Landsbjörgu eru björgunarskip frá Reykjavík og björgunarbátar af Kjalarnesi og Akranesi nú á leið á staðinn. 13.12.2012 19:03
Harður árekstur í Hafnarfirði Tveir bílar lentu saman á gatnamótunum við Dalshraun í Hafnarfirði fyrir stuttu. 13.12.2012 18:57
Sakar ríkisstjórnina um svikin loforð Forseti Alþýðusambandsins segir tilgangslaust eiga frekari viðræður við ríkisstjórnina í tengslum við endurskoðun kjarasamninga. Stjórnvöld hafi margbrotið gefin loforð og eina rétta í stöðunni sé að þreyja þorrann fram að næstu kosningum. 13.12.2012 18:55
Kannast ekki við vanefndir Formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa lýst yfir undrun sinni og vonbrigðum með fullyrðingar sem birtust í auglýsingu ASÍ í fréttablaðinu í dag. Þar var því haldið fram að ríkisstjórnin hefði ekki staðið við yfirlýsingu sem gefin sem var út samhliða kjarasamningum í maí árið 2011. 13.12.2012 18:21
Niðurstaðan jákvæð og mikil hvatning Meirihluti þeirra sem styðja Samfylkinguna segist í skoðanakönnun styðja Árna Pál Árnason til formennsku í flokknum, en meirihluti svarenda úr öllum flokkum til samans, styður Guðbjart Hannesson. 13.12.2012 17:54
Hæstiréttur þyngir dóm yfir síbrotamanni Hæstiréttur Íslands þyngdi í dag dóm Héraðsdóm Suðurlands yfir Ívari Aron Hill Ævarssyni en hann var upphaflega dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir nytjastuld, gripdeild, þjófnað og fleira. Hæstiréttur bætti 14 mánuðum við dóminn. Þá var Ívar einnig sviptur ökuréttindum ævilangt. 13.12.2012 17:16
Á skilorði fyrir þjófnaði Tæplegar þrítugur karlmaður var dæmsdur í 45 daga skilorsðbundið fangelsi fyrir smáþjófnaði Í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Maðurinn stal meðal annars snyrtivörum og kjötmeti en brotaferill hans nær aftur til ársins 2003. 13.12.2012 16:31
Formannsframbjóðendur vilja allsherjaratkvæðagreiðslu Guðbjartur Hannesson og Árni Páll Árnason, sem báðir bjóða sig fram til formennsku í Samfylkingunni, hafa sammælst um það að krefjast þess að formannskosningin fari fram með póstkosningu. Þeir sammæltust einnig um það að safna undirskriftum saman þannig að krafa um póstkosningu yrði samþykkt. Alls þarf 150 undirskriftir til að fá kröfuna samþykkta. Fulltrúi Guðbjarts Hannessonar skilaði formlegu framboði í dag, en frestur til þess rennur út á mánudaginn. 13.12.2012 16:29
Þrefalt meira nikótín í íslenska neftóbakinu en í sænska snusinu Næstum því þrefalt meira nikótín er í íslensku neftóbaki en í sænska munntóbakinu. Gífurleg aukning hefur verið neyslu munntóbaks hjá ungum karlmönnum síðustu ár en um 15% íslenskra karlmanna á aldrinum 18 til 24 ára nota tóbak í vör daglega. 13.12.2012 16:28
Flestir treysta Landhelgisgæslunni Landhelgisgæslan er sú stofnun á sviði réttarfars og dómstóla sem nýtur mest trausts í samfélaginu, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar MMR. Traust til allra stofnana sem könnunin nær til hefur aukist frá síðustu mælingu, sem gerð var í febrúar 2011. 13.12.2012 16:08
Fjórir 17 ára piltar handteknir af Selfosslögreglunni Síðdegis í gær handtóku lögreglumenn á vakt á Selfossi þrjá pilta vegna gruns um þjófnað á bifreið í Þorlákshöfn aðfaranótt þriðjudags. Bifreiðin, sem er af Toyota Corolla gerð fannst síðar um daginn stórskemmd í grjótnámu við Þorlákshöfn. Af ummerkjum í námunni var ljóst að bifreiðinni hafði verið ekið fram og aftur yfir og á grjót og hún síðan nánast tætt í sundur. Lögreglumenn á dagvakt fór í að kanna málið sem leiddi til þess að síðdegis í gær handtóku þeir þrjá 17 ára pilta. 13.12.2012 15:45
Dæmdur til þess að greiða 38 milljónir Fertugur karlmaður var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og til þess að greiða ríkinu hátt í fjörutíu milljónir í Héraðsdómi Suðurlands í dag. 13.12.2012 15:29
Falleg stund á Lúsíuhátíð Það var mjög hátíðleg og falleg stund í Norræna húsinu í morgun þegar Lúsíuhátíð var haldin fyrir fullt hús gesta. Sænski sendiherrann á Íslandi bauð kollegum sínum hér á landi að koma og hlýða á söng. Sjötti bekkur Þórdísar Ívarsdóttur í Melaskóla kom ásamt foreldrum. Þá var fjöldi annarra gesta viðstaddur. 13.12.2012 14:59
Ólíklegt að Jón Gnarr komist inn á þing "Ég myndi segja að Jón Gnarr hafi góðan hljómgrunn en það er frekar ólíklegt að hann komist inn á þing í ljósi sögunnar,“ segir Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur. 13.12.2012 14:58
Ekki nógu greindarskertur fyrir skilorðsbundinn dóm Karlmaður með þroskahömlun var dæmdur í átján mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir að hafa haft undir höndum hátt í þúsund kannabisplöntur auk þess að hafa um kíló af kannabislaufum sem fundust í skemmu í Sandgerði í ágúst árið 2011. 13.12.2012 14:48
Ódýrast að kaupa jólamatinn í Bónus Bónus var oftast með lægsta verðið þegar Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á jólamat í sjö matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri síðastliðinn þriðjudag. 13.12.2012 14:18
Toppslagur í Stykkishólmi – spilað um montréttinn í Reykjanesbæ Heil umferð fer fram í Dominos-deild karla í kvöld í körfuknattleik og er þetta síðasta umferðin fyrir jólafrí. Keppni hefst á ný 4. janúar. Þrjú lið eru efst og jöfn með 14 stig að loknum 9 leikjum, Þór Þ., Grindavík og Snæfell hafa öll unnið sjö leiki og tapað tveimur. 13.12.2012 13:30
Leynilisti Bjartar framtíðar tekinn að skýrast Heiða Kristín Helgadóttir, framkvæmdastjóri og varaformaður Besta flokksins, mun ekki leiða lista Bjartrar framtíðar í Reykjavík norður, heldur verður það önnur kona. Ekki er vitað hvaða kona það verður, en eins og Vísir greindi frá fyrr í dag ríkir leynd yfir framboðslistanum - sem var engu að síður samþykktur af fjölmennri stjórn Bjartrar framtíðar í gærkvöldi. 13.12.2012 13:26
Fleiri keyptu bjór en í fyrra - 13 milljónir lítra seldir í ár Samdráttur hefur orðið í sölu á sterku áfengi á þessu ári um tæplega fimm prósent en sala á bjór og léttvíni hefur aukist. Sala áfengis er 0,9 prósent meiri í lítrum talið miðað við árið í fyrra. 13.12.2012 13:05
Einar Boom fær bætur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi íslenska ríkið til þess að greiða Einari "Boom“ Marteinssyni 150 þúsund krónur í miskabætur fyrir símahlerun í morgun. Einar var hleraður þegar hann var foringi vélhjólasamtakanna Fáfnir sem síðar urðu Hells Angels. Hlerunin fór fram á mánaðartímabili árið 2009. 13.12.2012 12:58
Mikil leit gerð að sjómanninum sem féll fyrir borð Tvö stór skip hófu fyrir hádegi leit að sjómanninum, sem féll fyrir borð af togaranum Múlabergi norður af landinu í gærdag, eftir víðtæka árangurslausa leit í gærkvöldi og fram á nótt. 13.12.2012 12:53
Átján ára stúlka á sjúkrahúsi eftir fólskulega líkamsárás Átján ára stúlka er enn á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir fólskulegri líkamsárás inni á herbergi í gistiheimili í Reykjavík í nótt. 13.12.2012 12:43
Leynd hvílir yfir framboðslistum Bjartrar framtíðar - Jón leiðir engan lista Björt framtíð neitar að upplýsa hverjir eru á framboðslistum flokksins sem samþykktir voru í gærkvöldi. 13.12.2012 11:48
Björgunarsveitarmaður til hjálpar vegna Bopha Lárus Björnsson úr Björgunarsveit Hafnarfjarðar og Íslensku alþjóðabjörgunarsveitinni (ÍA) er nú á leið til Filippseyja þar sem fellibylurinn Bopha gerði mikinn usla í síðustu viku. 13.12.2012 10:55
Sveitastjórinn með tárin í augunum Sveitastjórinn á Kirkjubæjarklaustri er með tárin í augunum eftir að sundlauginni á Kirkjubæjarklaustri var lokað í morgun. Grunnskólabörn munu því ekki komast ekki í skólasund á næstunni. 13.12.2012 10:49
Vilja kaffi frá Selecta fyrir starfsmenn Kópavogsbæjar Lagt var til á fundi framkvæmdaráðs Kópavogsbæjar í gær að samið verði við Selecta um leigu á kaffivélum, vatnsvélum og kaupum á kaffi og tengdum vörum fyrir allar stofnanir Kópavogsbæjar. 13.12.2012 10:09
Telja að dregið sé úr valdi forsetans Fulltrúar í sérfræðinganefnd hallast að því að ný stjórnarskrá dragi úr valdi forseta Íslands. Ekki hafi tekist að skýra hlutverk hans skilmerkilega í endurskoðuninni. Þversögn sé í að forseti með sterkt lýðræðislegt umboð hafi fá verkefni. 13.12.2012 09:00
Útblástur á mann er mestur hér Næstum helmingi fleiri nota nagladekk undir bíla sína í Jönköping í Svíþjóð en í Reykjavík, eða 60 prósent á móti 34 prósentum í Reykjavík. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslunni „Samanburður á umhverfisstjórnun vega- og gatnagerðar á Norðurlöndunum 2012“ sem út kom fyrr á árinu hjá Vegagerðinni. 13.12.2012 09:00
Andrea og Þórður í framboð fyrir Dögun Tveir fyrrum formenn Hagsmunasamtaka heimilanna, Andrea Jóhanna Ólafsdóttir og Þórður Björn Sigurðsson hafa ákveðið að gefa kost á sér í framboð fyrir Dögun fyrir alþingiskosningarnar 2013. 13.12.2012 08:07
Neysluskattar háir og óskilvirkir hér á landi Tollar eru tæplega þrefalt hærri á Íslandi en í helstu nágrannalöndunum, þá eru neyslustýringaráhrif meiri og skilvirkni minni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri úttekt Viðskiptaráðs. Framkvæmdastjórinn segir endurskoðunar þörf. 13.12.2012 08:00
Ný útlendingalög lögð fram á nýju ári Ný lög um málefni útlendinga verða ekki lögð fram í þinginu á þessu ári, eins og vonast hafði verið til. Vinna við frumvarpsgerð hefur tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir en stefnt er að því að frumvarp að nýjum útlendingalögum verði lagt fram í ríkisstjórninni strax eftir áramót. 13.12.2012 08:00
Tvö innbrot í íbúðarhús Lögreglu var tilkynnt um tvö innbrot í íbúðarhús á höfuðborgarsvæðinu í gær, bæði framin um daginn. 13.12.2012 07:01
Mandelatorg fær byr í borginni Embætti skipulagsstjóra í Reykjavík leggur til að borgin taki jákvætt í ósk Arkitektur- og designhögskolen í Ósló og úthluti skólanum svæði til að útfæra torg tileinkað Nelson Mandela. 13.12.2012 07:00
Loftsteinaregn á austurhimni Eina tilkomumestu loftsteinadrífu ársins má sjá á austurhimni í kvöld og annað kvöld hér á landi, ef veður leyfir. 13.12.2012 07:00
Líkamsárás á gistiheimili í nótt Karlmaður réðist á unga konu í gistiheimili í Reykjavík og barst lögreglu tilkynning um það um þrjú leitið. Árásarmaðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu, en konan var flutt á slysadeild Landsspítalans. 13.12.2012 06:58
Árni nýtur meira trausts en Guðbjartur Meirihluti þeirra Samfylkingarmanna, sem tóku afstöðu í skoðanakönnun MMR fyrir Viðskiptablaðið, treystir Árna Páli Árnasyni betur til að gegna embætti formanns flokksins, en Guðbjarti Hannessyni, en þeir gefa báðir kost á sér til formanns. 13.12.2012 06:56
Mikil leit að sjómanni sem féll fyrir borð af Múlaberginu Leit stóð fram á nótt að sjómanni af togaranum Múlabergi frá Siglufirði, sem féll fyrir borð einhverntímann eftir að skipið lét úr höfn í gærdag. 13.12.2012 06:45
Gunnari spáð bjartri framtíð í bardagaíþróttum Bardagaíþróttakappinn Gunnar Nelsson er á 15 manna lista íþróttavefsins Bleacher Report, yfir þá bardagamenn sem vefurinn telur líkilegasta til afreka í blönduðum bardagalistum í framtíðinni. 13.12.2012 06:40
Lögreglan lýsir eftir 12 ára dreng Lögreglan á Hvolsvelli lýsir eftir Jóhanni Berg Jóhannssyni, 12 ára gömlum, sem strauk af bæ í Meðallandi, í Vestur-Skaftafellssýslu í gær, og hefur líklega ætlað til Reykjavíkur. 13.12.2012 06:35
Hrossahópar valda slysum og hættu fyrir norðan Ökumaður slapp ómeiddur þegar bílll hans valt heila veltu út af Ólafsfjarðarvegi á fjórða tímanum í nótt, en ökumaðurinn hafði rétt náð að sveigja frá hrossahópi, sem var á miðjum veginum. Bíllinn skemmdist töluvert. 13.12.2012 06:30
Fatauppboðið fyrir Rauða krossinn gekk glimmrandi vel Fatauppboðið sem haldið var í gærkvöldi í hjálparstarfsmaraþoni Rauða krossins gekk glimmrandi vel að sögn þeirra sem stóðu að því. 13.12.2012 06:22
Hraðfara breytingar ógna tærleika Þingvallavatns Unnið er að úttekt á ástandi rotþróa við sumarhús á Þingvöllum til að freista þess að koma í veg fyrir að mengun berist út í Þingvallavatn. Aukin mengun frá umferð við vatnið og á höfuðborgarsvæðinu hefur einnig áhrif. 13.12.2012 06:00
Jón Ásgeir og Lárus ákærðir vegna Aurum Sérstakur saksóknari gaf í gær út ákæru á hendur fjórum mönnum vegna svokallaðs Aurum Holdings-máls. Á meðal ákærðra eru athafnamaðurinn Jón Ásgeir Jóhannesson og Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 13.12.2012 06:00
Hafið tekur lengi við Við mat á lágmarkshreinsun skólps í þéttbýli er einkum horft til þriggja þátta; hversu mikið skólp er losað, hvort skólpið er leitt í ferskvatn eða strandsjó og hvort svæðið sem tekur við skólpinu, svokallaður viðtaki, er skilgreint venjulegt, viðkvæmt eða síður viðkvæmt. Viðtaki telst viðkvæmur ef hann gæti orðið fyrir neikvæðum áhrifum vegna mengunar sé ekki gripið til verndaraðgerða. Hann telst hins vegar síður viðkvæmur þar sem endurnýjun vatns er mikil og losun tiltekinnar mengunar er ekki talin hafa skaðleg áhrif á umhverfið. Þar er t.d. átt við ármynni og strandsjó þar sem straumar eru sterkir. 13.12.2012 05:00
„Ætlaði að eiga á þessum degi“ „Ég var búin að segja öllum að ég ætlaði að eiga á þessum degi en það var meira sagt í gríni en alvöru,“ segir Ásta Axelsdóttir, sem eignaðist stúlkubarn á Landspítalanum í gærmorgun, þann 12. desember eða 12.12.2012. 13.12.2012 05:00