Innlent

Kannast ekki við vanefndir

MYND/GVA
Formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa lýst yfir undrun sinni og vonbrigðum með fullyrðingar sem birtust í auglýsingu ASÍ í fréttablaðinu í dag. Þar var því haldið fram að ríkisstjórnin hefði ekki staðið við yfirlýsingu sem gefin sem var út samhliða kjarasamningum í maí árið 2011.

Í yfirlýsingu sem birtist á vefsvæði Stjórnarráðsins, og undirrituð er af Steingrími J. Sigfússyni, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, og Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, er fjallað um þau átta efnisatriði sem nefnd voru í auglýsingunni.

„Ekkert þeirra 8 efnisatriða sem þar eru tíunduð sem vanefndir ríkisstjórnarinnar á við rök að styðjast eins og ítarlega verður rakið hér," segir í yfirlýsingunni.

Þá er vakin athygli á því að þegar líður að endurskoðun kjarasamninga, þá sé „mikilvægt að menn viðurkenni þann mikla árangur sem náðst hefur."

Hægt er að nálgast yfirlýsinguna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×