Innlent

Hrossahópar valda slysum og hættu fyrir norðan

Ökumaður slapp ómeiddur þegar bílll hans valt heila veltu út af Ólafsfjarðarvegi á fjórða tímanum í nótt, en ökumaðurinn hafði rétt náð að sveigja frá hrossahópi, sem var á miðjum veginum. Bíllinn skemmdist töluvert.

Um svipað leiti tókst ökumanni naumlega að sveigja framhjá hrossahópi á veginum í Eyjafjarðarsveit og í gærkvöldi var ekið á hross á þjóðveginum skammt frá Blönduósi. Það meiddist svo mikið, að það var aflífað á staðnum. Ökumanninn sakaði ekki en skemmdir urðu á bílnum.

Fleiri tilkynningar bárust um hross á vegum í Húnavatnssýslum í gærkvöldi og í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×