Innlent

Á skilorði fyrir þjófnaði

Tæplegar þrítugur karlmaður var dæmsdur í 45 daga skilorsðbundið fangelsi fyrir smáþjófnaði Í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Maðurinn stal meðal annars snyrtivörum og kjötmeti en brotaferill hans nær aftur til ársins 2003.

Maðurinn játaði brot sín og hét því á sama tíma að hann hygðist snúa baki við allri vímuefnaneyslu. Í niðurstöðu dómara segir að maðurinn virðist einlægur í því að snúa baki við fyrra lífi. Var hann því dæmdur í skilorðsbundið fangelsi á þeim forsendum að hann neyti ekki áfengis- né fíkniefna næstu þrjú árin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×