Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2025 07:02 Billy Long (fremst til vinstri) með Donald Trump Bandaríkjaforseta í móttöku fyrir sigurvegara í ísknattleiksdeildinni NHL í Hvíta húsinu árið 2019. Vísir/EPA Fyrrverandi skattstjórinn sem á að verða sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi er íhaldssamur repúblikani sem er sagður mannblendinn og vinalegur. Hann notaði reynslu af uppboðshaldi eitt sinn til þess að þagga niður í vandræðagemsa á þingi. Svo virðist sem hann hafi verið rekinn fyrir að þýðast ekki Hvíta húsið þegar það krafðist persónuupplýsinga um skattgreiðendur. Bandaríkjastjórn tilnefndi Billy Long, 69 ára gamlan fyrrverandi fulltrúadeildarþingmann Missouri, sem sendiherra á Íslandi á föstudag. Sama dag var Long látinn taka poka sinn sem skattstjóri Bandaríkjanna. Hann hafði aðeins gegnt embættinu í innan við tvo mánuði, skemur en nokkur annar í sögu stofnunarinnar. Forsetinn hefur ekki tjáð sig um brotthvarf Long en það var fyrrverandi skattstjórinn sem greindi sjálfur frá því að hann hefði verið tilnefndur sendiherra. Það gerði hann í gamansömum tón á samfélagsmiðli þar sem hann gerði að því skóna að forsetinn hefði misskilið ósk hans um að fá að ganga til liðs við ICE, innflytjendastofnun Bandaríkjanna, og sent hann til Íslands í staðinn. Neituðu að afhenda upplýsingar um skattgreiðendur Nokkur alvara virðist hafa fylgt gamninu. Dagana áður en Long var sparkað frá skattinum hafði slegið í brýnu á milli stofnunarinnar og Hvíta hússins vegna upplýsinga sem það falaðist eftir til þess að hafa hendur í hári fólks sem dvelur ólöglega í Bandaríkjunum. Washington Post segir að heimavarnastofnun Bandaríkjanna hafi krafist þess að starfsmenn skattsins fyndu heimilisföng um 40.000 nafngreinda einstaklinga sem hún telur dvelja ólöglega í landinu. Skatturinn veitti aðeins upplýsingar um brot af þeim hópi og hafnaði kröfu Hvíta hússins um frekari gögn um innflytjendurna með vísan til persónuverndar. Long með derhúfu sem á stendur „Gerum Ísrael frábært aftur“ á fundi samtaka gyðinga í Repúblikanaflokknum árið 2019.Vísir/EPA Long hafði áður sagt að stofnun hans ætlaði ekki að afhenda persónuupplýsingar skattgreiðenda umfram samkomulag sem heimavarnastofnunin gerði við fjármálaráðuneytið, sem skatturinn heyrir undir, fyrr á þessu ári. Heimavarnastofnunin hefur sagt að hún gæti farið fram á upplýsingar um fleiri en sjö milljónir skattgreiðenda á grundvelli þess. Ekki liggur fyrir hvort að þrætan hafi orðið til þess að Long var settur af sem skattstjóri. Hvíta húsið heldur því fram að það hafi staðið til að skipa hann sendiherra fyrir hana. Bauð upp síma áhrifavalds sem hleypti upp nefndarfundi Þrátt fyrir átökin við Hvíta húsið um persónuupplýsingar skattgreiðenda yrði Long seint lýst sem einhvers konar andspyrnumanni innan Bandaríkjastjórnar. Hann var þvert á móti einn af fyrstu þingmönnum Repúblikanaflokksins sem fylkti sér að baki Donalds Trump fyrir forsetakosningarnar árið 2016 og hefur helgað sig hugðarefnum forsetans, þar á meðal afneitun á kosningaúrslitunum árið 2020. Long er íhaldssamur repúblikani sem tók fyrst sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir heimaríki sitt Missouri árið 2011. Þar sat hann í sex kjörtímabil til 2023. Áður hafði hann meðal annars unnið sem uppboðshaldari og fasteignasali á heimaslóðum. Kátínu vakti þegar Long rifjaði upp gamla uppboðshaldaratakta til þess að yfirgnæfa Lauru Loomer, hægriöfgaáhrifavald, þegar hún reyndi að hleypa upp fundi þar sem Jack Dorsey, þáverandi forstjóri Twitter, bar vitni fyrir þingnefnd. Þóttist Long bjóða upp síma Loomer sem hún hélt á lofti þar til öryggisverðir fylgdu henni út úr fundarsalnum. Uppskar hann hlátur og lófatak fyrir tilþrifin. Sagði þungunarrof orsök tíðra skotárása Sem þingmaður aðhylltist Long að mestu ríkjandi rétttrúnað í Repúblikanaflokknum. Hann var á móti loftslagsaðgerðum, rétti kvenna til þungunarrofs og hertum reglum um skotvopn til þess að bregðast við tíðum fjöldamorðum í Bandaríkjunum. Þá tók hann undir lygar Trump um að svik og prettir hefðu kostað hann sigur í forsetakosningnum árið 2020. Eftir enn eina mannskæða skotárásina í bandarískum skóla í Uvalde í Texas fyrir þremur árum hélt Long því fram að þungunarrof væri ástæða þess að fjöldamorðum með byssum færi fjölgandi. „Þegar við ákváðum að það væri í lagi að myrða börn í móðurlegi þá hefur lífið ekkert gildi í hugum margs þessa fólks,“ sagði Long í viðtali árið 2022. Ungur maður myrti 21 mann, nítjánd nemendur og tvo kennara, í grunnskólanum í Uvalde í Texas árið 2022. Long taldi þungunarrof skýra fjölgun slíkra voðaverka í Bandaríkjunum.Vísir/Getty Tímamótadómur Hæstaréttar Bandaríkjanna sem lögleiddi hjónabönd samkynhneigðra árið 2015 féll Long ekki í geð. Hann greiddi atkvæði gegn lögum sem voru samþykkt árið 2022 sem knýr öll ríki Bandaríkjanna til þess að viðurkenna hjónabönd samkynhneigðra og fólks af ólíkum kynþáttum. Tók þátt í umsóknum um umdeilda skattaafslætti Það vakti nokkra furðu þegar Trump tilnefndi Long sem skattstjóra Bandaríkjanna og ekki bara vegna þess að sitjandi skattstjóri átti enn þrjú ár eftir af skipunartíma sínum. Long hafði sem þingmaður verið einn flutningsmanna frumvarps um að leggja niður bandarísku skattstofnunina. Þá skorti hann reynslu af skattamálum. Long og Trump skrafa á Bandaríkjaþingi eftir stefnuræðu forsetans árið 2019. Long sat á þingi í tólf ár.Vísir/EPA Sú takmarkaða reynsla sem Long hafði af því að sýsla með skatta var vafasöm. Eftir að hann hætti á þingi starfaði hann sem sölumaður fyrir ráðgjafarfyrirtæki sem atti viðskiptavinum sínum út í að sækja um ákveðna skattaafslætti hvort sem þau ættu rétt á þeim eða ekki. Skattstofnunin hætti um tíma að taka við umsóknum um afslættina vegna þess hversu mörg fyrirtæki sóttu ranglega um þá. Stofnunin varaði jafnframt við ráðgjafarfyrirtækjum eins og því sem Long starfaði fyrir sem færu fram á hlutdeild í ávinningi af skattaafslættinum. Gamansamir fjöldapóstar á þúsundir starfsmanna Á þeim stutta tíma sem Long var skattstjóri vöktu tölvupóstar hans til þúsunda starfsmanna stofnunarinnar athygli. CNN-fréttastöðin, sem lýsir Long sem mannblendnum og vinalegum, segir að hann hafi reglulega leyft starfsmönnum að fara snemma heim á föstudögum, þar á meðal í tölvupósti daginn áður en hann var rekinn. „Farið heim 70 mínútum fyrr á morgun. Þannig verðið þið vel hvíld fyrir sjötugsafmælið mitt á mánudaginn!“ sagði í póstinum á fimmtudag. Titill hans var „Það er næstum föstuJei“ [e. It's almost FriYay], orðaleikur með orðið „föstudagur“ á ensku. Undir póstinn skrifaði Long „Kallið mig Billy“. Stormasamir tímar í sendiráðinu á fyrra kjörtímabili Trump Öldungadeild Bandaríkjaþings þarf að staðfesta tilnefningu Long sem sendiherra. Sendiherralaust hefur verið í sendiráðinu við Engjateig frá stjórnarskiptum í Bandaríkjunum þegar Carrin Patman lét af embættinu. Joe Biden, þáverandi forseti, tilnefndi hana en hún tók við sendiherrastöðunni haustið 2022. Á ýmsu gekk með sendiherrann Trump á fyrra kjörtímabili hans. Sá hét Jeffrey Ross Gunter, húðlæknir frá Kaliforníu sem hafði gefið í kosningasjóði forsetans. Starfsmenn sendiráðsins voru sagðir óttast hann og samskipti Íslands og Bandaríkjanna versnuðu í tíð hans samkvæmt skýrslu sem innra eftirlit bandaríska utanríkisráðuneytisins tók saman á sínum tíma. Hópur Bandaríkjamanna á Íslandi safnaði um tíma undirskriftum til þess að fá Gunter kallaðan heim. Gunter fór meðal annars fram á að fá að bera byssu á Íslandi og sakaði Fréttablaðið um að flytja „falsfréttir“ vegna umfjöllunar um kórónuveirusmit í sendiráðinu. Bandaríkin Sendiráð á Íslandi Donald Trump Þungunarrof Tengdar fréttir Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Evrópuríki eru vöruð við hryðjuverkaógn af hælisleitendum og förufólki almennt í röð samfélagsmiðlafærslna sem bandaríska sendiráðið á Íslandi birti í fyrradag. Bandaríska sendiráðið vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir leitaði eftir viðbrögðum. 4. júlí 2025 09:01 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþoti í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjá meira
Bandaríkjastjórn tilnefndi Billy Long, 69 ára gamlan fyrrverandi fulltrúadeildarþingmann Missouri, sem sendiherra á Íslandi á föstudag. Sama dag var Long látinn taka poka sinn sem skattstjóri Bandaríkjanna. Hann hafði aðeins gegnt embættinu í innan við tvo mánuði, skemur en nokkur annar í sögu stofnunarinnar. Forsetinn hefur ekki tjáð sig um brotthvarf Long en það var fyrrverandi skattstjórinn sem greindi sjálfur frá því að hann hefði verið tilnefndur sendiherra. Það gerði hann í gamansömum tón á samfélagsmiðli þar sem hann gerði að því skóna að forsetinn hefði misskilið ósk hans um að fá að ganga til liðs við ICE, innflytjendastofnun Bandaríkjanna, og sent hann til Íslands í staðinn. Neituðu að afhenda upplýsingar um skattgreiðendur Nokkur alvara virðist hafa fylgt gamninu. Dagana áður en Long var sparkað frá skattinum hafði slegið í brýnu á milli stofnunarinnar og Hvíta hússins vegna upplýsinga sem það falaðist eftir til þess að hafa hendur í hári fólks sem dvelur ólöglega í Bandaríkjunum. Washington Post segir að heimavarnastofnun Bandaríkjanna hafi krafist þess að starfsmenn skattsins fyndu heimilisföng um 40.000 nafngreinda einstaklinga sem hún telur dvelja ólöglega í landinu. Skatturinn veitti aðeins upplýsingar um brot af þeim hópi og hafnaði kröfu Hvíta hússins um frekari gögn um innflytjendurna með vísan til persónuverndar. Long með derhúfu sem á stendur „Gerum Ísrael frábært aftur“ á fundi samtaka gyðinga í Repúblikanaflokknum árið 2019.Vísir/EPA Long hafði áður sagt að stofnun hans ætlaði ekki að afhenda persónuupplýsingar skattgreiðenda umfram samkomulag sem heimavarnastofnunin gerði við fjármálaráðuneytið, sem skatturinn heyrir undir, fyrr á þessu ári. Heimavarnastofnunin hefur sagt að hún gæti farið fram á upplýsingar um fleiri en sjö milljónir skattgreiðenda á grundvelli þess. Ekki liggur fyrir hvort að þrætan hafi orðið til þess að Long var settur af sem skattstjóri. Hvíta húsið heldur því fram að það hafi staðið til að skipa hann sendiherra fyrir hana. Bauð upp síma áhrifavalds sem hleypti upp nefndarfundi Þrátt fyrir átökin við Hvíta húsið um persónuupplýsingar skattgreiðenda yrði Long seint lýst sem einhvers konar andspyrnumanni innan Bandaríkjastjórnar. Hann var þvert á móti einn af fyrstu þingmönnum Repúblikanaflokksins sem fylkti sér að baki Donalds Trump fyrir forsetakosningarnar árið 2016 og hefur helgað sig hugðarefnum forsetans, þar á meðal afneitun á kosningaúrslitunum árið 2020. Long er íhaldssamur repúblikani sem tók fyrst sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir heimaríki sitt Missouri árið 2011. Þar sat hann í sex kjörtímabil til 2023. Áður hafði hann meðal annars unnið sem uppboðshaldari og fasteignasali á heimaslóðum. Kátínu vakti þegar Long rifjaði upp gamla uppboðshaldaratakta til þess að yfirgnæfa Lauru Loomer, hægriöfgaáhrifavald, þegar hún reyndi að hleypa upp fundi þar sem Jack Dorsey, þáverandi forstjóri Twitter, bar vitni fyrir þingnefnd. Þóttist Long bjóða upp síma Loomer sem hún hélt á lofti þar til öryggisverðir fylgdu henni út úr fundarsalnum. Uppskar hann hlátur og lófatak fyrir tilþrifin. Sagði þungunarrof orsök tíðra skotárása Sem þingmaður aðhylltist Long að mestu ríkjandi rétttrúnað í Repúblikanaflokknum. Hann var á móti loftslagsaðgerðum, rétti kvenna til þungunarrofs og hertum reglum um skotvopn til þess að bregðast við tíðum fjöldamorðum í Bandaríkjunum. Þá tók hann undir lygar Trump um að svik og prettir hefðu kostað hann sigur í forsetakosningnum árið 2020. Eftir enn eina mannskæða skotárásina í bandarískum skóla í Uvalde í Texas fyrir þremur árum hélt Long því fram að þungunarrof væri ástæða þess að fjöldamorðum með byssum færi fjölgandi. „Þegar við ákváðum að það væri í lagi að myrða börn í móðurlegi þá hefur lífið ekkert gildi í hugum margs þessa fólks,“ sagði Long í viðtali árið 2022. Ungur maður myrti 21 mann, nítjánd nemendur og tvo kennara, í grunnskólanum í Uvalde í Texas árið 2022. Long taldi þungunarrof skýra fjölgun slíkra voðaverka í Bandaríkjunum.Vísir/Getty Tímamótadómur Hæstaréttar Bandaríkjanna sem lögleiddi hjónabönd samkynhneigðra árið 2015 féll Long ekki í geð. Hann greiddi atkvæði gegn lögum sem voru samþykkt árið 2022 sem knýr öll ríki Bandaríkjanna til þess að viðurkenna hjónabönd samkynhneigðra og fólks af ólíkum kynþáttum. Tók þátt í umsóknum um umdeilda skattaafslætti Það vakti nokkra furðu þegar Trump tilnefndi Long sem skattstjóra Bandaríkjanna og ekki bara vegna þess að sitjandi skattstjóri átti enn þrjú ár eftir af skipunartíma sínum. Long hafði sem þingmaður verið einn flutningsmanna frumvarps um að leggja niður bandarísku skattstofnunina. Þá skorti hann reynslu af skattamálum. Long og Trump skrafa á Bandaríkjaþingi eftir stefnuræðu forsetans árið 2019. Long sat á þingi í tólf ár.Vísir/EPA Sú takmarkaða reynsla sem Long hafði af því að sýsla með skatta var vafasöm. Eftir að hann hætti á þingi starfaði hann sem sölumaður fyrir ráðgjafarfyrirtæki sem atti viðskiptavinum sínum út í að sækja um ákveðna skattaafslætti hvort sem þau ættu rétt á þeim eða ekki. Skattstofnunin hætti um tíma að taka við umsóknum um afslættina vegna þess hversu mörg fyrirtæki sóttu ranglega um þá. Stofnunin varaði jafnframt við ráðgjafarfyrirtækjum eins og því sem Long starfaði fyrir sem færu fram á hlutdeild í ávinningi af skattaafslættinum. Gamansamir fjöldapóstar á þúsundir starfsmanna Á þeim stutta tíma sem Long var skattstjóri vöktu tölvupóstar hans til þúsunda starfsmanna stofnunarinnar athygli. CNN-fréttastöðin, sem lýsir Long sem mannblendnum og vinalegum, segir að hann hafi reglulega leyft starfsmönnum að fara snemma heim á föstudögum, þar á meðal í tölvupósti daginn áður en hann var rekinn. „Farið heim 70 mínútum fyrr á morgun. Þannig verðið þið vel hvíld fyrir sjötugsafmælið mitt á mánudaginn!“ sagði í póstinum á fimmtudag. Titill hans var „Það er næstum föstuJei“ [e. It's almost FriYay], orðaleikur með orðið „föstudagur“ á ensku. Undir póstinn skrifaði Long „Kallið mig Billy“. Stormasamir tímar í sendiráðinu á fyrra kjörtímabili Trump Öldungadeild Bandaríkjaþings þarf að staðfesta tilnefningu Long sem sendiherra. Sendiherralaust hefur verið í sendiráðinu við Engjateig frá stjórnarskiptum í Bandaríkjunum þegar Carrin Patman lét af embættinu. Joe Biden, þáverandi forseti, tilnefndi hana en hún tók við sendiherrastöðunni haustið 2022. Á ýmsu gekk með sendiherrann Trump á fyrra kjörtímabili hans. Sá hét Jeffrey Ross Gunter, húðlæknir frá Kaliforníu sem hafði gefið í kosningasjóði forsetans. Starfsmenn sendiráðsins voru sagðir óttast hann og samskipti Íslands og Bandaríkjanna versnuðu í tíð hans samkvæmt skýrslu sem innra eftirlit bandaríska utanríkisráðuneytisins tók saman á sínum tíma. Hópur Bandaríkjamanna á Íslandi safnaði um tíma undirskriftum til þess að fá Gunter kallaðan heim. Gunter fór meðal annars fram á að fá að bera byssu á Íslandi og sakaði Fréttablaðið um að flytja „falsfréttir“ vegna umfjöllunar um kórónuveirusmit í sendiráðinu.
Bandaríkin Sendiráð á Íslandi Donald Trump Þungunarrof Tengdar fréttir Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Evrópuríki eru vöruð við hryðjuverkaógn af hælisleitendum og förufólki almennt í röð samfélagsmiðlafærslna sem bandaríska sendiráðið á Íslandi birti í fyrradag. Bandaríska sendiráðið vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir leitaði eftir viðbrögðum. 4. júlí 2025 09:01 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþoti í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjá meira
Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Evrópuríki eru vöruð við hryðjuverkaógn af hælisleitendum og förufólki almennt í röð samfélagsmiðlafærslna sem bandaríska sendiráðið á Íslandi birti í fyrradag. Bandaríska sendiráðið vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir leitaði eftir viðbrögðum. 4. júlí 2025 09:01