Innlent

Ódýrast að kaupa jólamatinn í Bónus

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það er ódýrast að versla jólamatinn í Bónus.
Það er ódýrast að versla jólamatinn í Bónus.
Bónus var oftast með lægsta verðið þegar Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á jólamat í sjö matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri síðastliðinn þriðjudag.

Kannað var verð á 99 algengum matvörum sem eru í boði fyrir jólahátíðina. Bónus var með lægsta verðið í 37 tilvikum af 99 og Iceland í 29. Hagkaup var með hæsta verðið í 41 tilvikum af 99, Nettó í 22 tilvikum, Fjarðarkaup og Samkaup-Úrval voru jafn oft með hæsta verðið eða í 18 tilvikum. Nóatún bætist nú í hóp þeirra verslanna sem neita að taka þátt í verðkönnun ASÍ, Víðir og Kostur Dalvegi, eru hinar.

Flestar vörurnar sem skoðaðar voru að þessu sinni voru fáanlegar í verslunum Hagkaupa eða í 95 tilvikum af 99, Fjarðarkaup áttu til 89 af 99 og Krónan 86. Fæstar vörurnar voru fáanlegar hjá Samkaupum-Úrvali Akureyri eða aðeins 57 og Bónus og Iceland áttu aðeins til 65. Verðmerkingum var ábótavant hjá Nettó Mjódd en í 14 tilvikum vantaði verðmiða.

Hér má lesa meira um könnunina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×