Innlent

Tvö innbrot í íbúðarhús

Lögreglu var tilkynnt um tvö innbrot í íbúðarhús á höfuðborgarsvæðinu í gær, bæði framin um daginn.

Tilkynnt var um fyrra innbrotið klukkan hálf þrjú og hið síðara klukkan hálf sjö, þegar heimilisfólkið kom heim.

Ekki kemur fram hjá lögreglu hvort grunur leiki á að sömu þjófar hafi verið á ferð í þessum tilvikum, líkt og komið hefur frarm í nokkrum ámóta innbrotum að undanförnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×