Hraðfara breytingar ógna tærleika Þingvallavatns 13. desember 2012 06:00 Tær blár litur Þingvallavatns gæti heyrt sögunni til takist ekki að draga úr köfnunarefnismengun sem kemst í vatnið. Fréttablaðið/Pjetur Unnið er að úttekt á ástandi rotþróa við sumarhús á Þingvöllum til að freista þess að koma í veg fyrir að mengun berist út í Þingvallavatn. Aukin mengun frá umferð við vatnið og á höfuðborgarsvæðinu hefur einnig áhrif. Aukin mengun í Þingvallavatni býr til kjöraðstæður fyrir þörungagróður og ógnar þar með tærleika vatnsins. Mengunin gæti að hluta til tengst slæmu ástandi rotþróa við sumarbústaði á Þingvöllum. „Því er ekki að leyna að það eru að verða hraðfara breytingar á Þingvallavatni,“ segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. „Auðvitað er vatnið í mjög góðu ástandi en það eru merki um hraðfara breytingar.“ Unnið hefur verið að úttekt á ástandi rotþróa við þau 80 sumarhús sem eru á Þingvöllum til að rannsaka þátt þeirra í aukinni mengun, segir Ólafur Örn. Niðurstöður rannsóknarinnar eru væntanlegar í kringum áramót. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að niðurstöður hjá þeim hluta sumarhúsa sem búið er að vinna úttekt á bendi til þess að talsverðar úrbætur þurfi að gera víða, enda rotþrær víða komnar til ára sinna. „Sumarbústöðum hefur fjölgað gríðarlega við vatnið, en einnig hefur dvöl lengst og viðvera aukist í bústöðunum. Þetta eru orðin svo vegleg hús og vel búin að fólk er þarna meirihluta ársins,“ segir Ólafur Örn. Þetta geti haft áhrif á mengun frá rotþróm. Í drögum að stöðuskýrslu fyrir vatnasafn Íslands, sem Umhverfisstofnun hefur nú gert opinber, er vitnað til rannsóknar á Þingvallavatni sem gerð var á fimm ára tímabili. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna aukinn styrk köfnunarefnis í vatninu. Ólafur Örn segir að þegar köfnunarefni aukist í vatninu á sama tíma og hitastig þess hækki vegna hnattrænnar hlýnunar hafi það svipuð áhrif á þörungagróðurinn og áburður hafi á sprettu túna. Þingvallavatn hefur hingað til verið afar tært vegna lítils þörungagróðurs. Aukist hann verulega mun það hafa þau áhrif að tærleiki vatnsins minnkar, segir Hilmar Malmquist, vatnalíffræðingur og forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs, sem vann að rannsókn á Þingvallavatni. Ljóst þykir að aukin mengun í Þingvallavatni eigi rætur að rekja til fleiri þátta en mengunar frá rotþróm. Köfnunarefni berst einnig í vatnið vegna umferðar um þjóðgarðinn, sem hefur aukist verulega vegna nýlegra vegbóta á Lyngdalsheiði. Mengunin berst líka með veðri og vindum, frá umferð og iðnaði á höfuðborgarsvæðinu og meginlandi Evrópu. brjann@frettabladid.is Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Fleiri fréttir Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Sjá meira
Unnið er að úttekt á ástandi rotþróa við sumarhús á Þingvöllum til að freista þess að koma í veg fyrir að mengun berist út í Þingvallavatn. Aukin mengun frá umferð við vatnið og á höfuðborgarsvæðinu hefur einnig áhrif. Aukin mengun í Þingvallavatni býr til kjöraðstæður fyrir þörungagróður og ógnar þar með tærleika vatnsins. Mengunin gæti að hluta til tengst slæmu ástandi rotþróa við sumarbústaði á Þingvöllum. „Því er ekki að leyna að það eru að verða hraðfara breytingar á Þingvallavatni,“ segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. „Auðvitað er vatnið í mjög góðu ástandi en það eru merki um hraðfara breytingar.“ Unnið hefur verið að úttekt á ástandi rotþróa við þau 80 sumarhús sem eru á Þingvöllum til að rannsaka þátt þeirra í aukinni mengun, segir Ólafur Örn. Niðurstöður rannsóknarinnar eru væntanlegar í kringum áramót. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að niðurstöður hjá þeim hluta sumarhúsa sem búið er að vinna úttekt á bendi til þess að talsverðar úrbætur þurfi að gera víða, enda rotþrær víða komnar til ára sinna. „Sumarbústöðum hefur fjölgað gríðarlega við vatnið, en einnig hefur dvöl lengst og viðvera aukist í bústöðunum. Þetta eru orðin svo vegleg hús og vel búin að fólk er þarna meirihluta ársins,“ segir Ólafur Örn. Þetta geti haft áhrif á mengun frá rotþróm. Í drögum að stöðuskýrslu fyrir vatnasafn Íslands, sem Umhverfisstofnun hefur nú gert opinber, er vitnað til rannsóknar á Þingvallavatni sem gerð var á fimm ára tímabili. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna aukinn styrk köfnunarefnis í vatninu. Ólafur Örn segir að þegar köfnunarefni aukist í vatninu á sama tíma og hitastig þess hækki vegna hnattrænnar hlýnunar hafi það svipuð áhrif á þörungagróðurinn og áburður hafi á sprettu túna. Þingvallavatn hefur hingað til verið afar tært vegna lítils þörungagróðurs. Aukist hann verulega mun það hafa þau áhrif að tærleiki vatnsins minnkar, segir Hilmar Malmquist, vatnalíffræðingur og forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs, sem vann að rannsókn á Þingvallavatni. Ljóst þykir að aukin mengun í Þingvallavatni eigi rætur að rekja til fleiri þátta en mengunar frá rotþróm. Köfnunarefni berst einnig í vatnið vegna umferðar um þjóðgarðinn, sem hefur aukist verulega vegna nýlegra vegbóta á Lyngdalsheiði. Mengunin berst líka með veðri og vindum, frá umferð og iðnaði á höfuðborgarsvæðinu og meginlandi Evrópu. brjann@frettabladid.is
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Fleiri fréttir Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Sjá meira