Innlent

Andrea og Þórður í framboð fyrir Dögun

Tveir fyrrum formenn Hagsmunasamtaka heimilanna, Andrea Jóhanna Ólafsdóttir og Þórður Björn Sigurðsson hafa ákveðið að gefa kost á sér í framboð fyrir Dögun fyrir alþingiskosningarnar 2013.

Í tilkynningu segir að Þórður Björn hefur um langa hríð barist fyrir almannahagsmunum og verið ötull talsmaður lýðræðisumbóta, gegnsæis, valddreifingar, ábyrgrar fjármálastefnu og velferðarmála, meðal annars sem varabæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar í Mosfellsbæ og sem starfsmaður þinghóps Hreyfingarinnar.

Andrea starfað í stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna frá upphafi. Hún var formaður þeirra á síðasta starfsári og hefur því barist fyrir leiðréttingu á lánamálum landsmanna og afnámi verðtryggingar um árabil. Andrea bauð sig fram í embætti forseta Íslands í sumar og nýtti það tækifæri meðal annars til að vekja athygli á grófu ójafnvægi í fjármálakerfi landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×