Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Smári Jökull Jónsson skrifar 11. ágúst 2025 20:31 Guðmundur Tómas Sigurðsson er flugrekstrarstjóri Icelandair Vísir/Sigurjón Um 5000 tilfelli alvarlegrar ókyrrðar í flugferðum eru tilkynnt árlega á heimsvísu og talið er að fjöldinn gæti meira en tvöfaldast á næstu áratugum vegna loftslagsbreytinga. Flugrekstrarstjóri Icelandair segir ókyrrð ekki hættulega og slys á fólki eða áhöfn afar fátíð. Samkvæmt rannsóknum bandaríska jarðeðlisfræðisambandsins er líklegt að tilfellum alvarlegrar ókyrrðar muni tvö- eða jafnvel þrefaldast á næstu 30-50 árum meðal annars vegna loftslagsbreytinga. Bæði gætu þær orsakað fleiri og kraftmeiri þrumuveður og einnig fjölgað tilvikum í heiðkviku, sem er nafnið yfir ókyrrð á kyrrlátum og heiðum himni, þar sem munur á lofthita og norður- og suðurhveli jarðar er að aukast. Vísir Vefsíðan Turbli tók saman tölfræði sem sýnir flugleiðirnar þar sem mestrar ókyrrðar er vart en þar má meðal annars sjá evrópsku borgirnar Genf, Zurich og Mílanó sem allar eru hluti af leiðarkerfi Icelandair sem og vinsæla ferðamannastaði í Frakklandi og á Ítalíu. Þá eru ferðir til og frá borginni Denver í Bandaríkjunum einnig ofarlega á lista en þangað flýgur Icelandair líka. Borgirnar á kortinu eru á lista yfir þær flugleiðir þar sem einnar mestrar ókyrrðar er vart.Vísir Guðmundur Tómas Sigurðsson, flugrekstrarstjóri Icelandair segir að vel sé fylgst með þessum málum hjá fyrirtækinu, tölfræði sé skoðuð og flugfélög deili upplýsingum með hverju öðru. Hann segir aðstæður hér á landi gera að verkum að menn séu vel að sér og að Icelandair hafi ekki séð aukningu ókyrrðar í ferðum flugfélagsins. Í síðustu viku þurfti að flytja tuttugu og fimm á sjúkrahús eftir flugferð Delta frá Salt Lake City til Amsterdam þar sem vélin lenti í mikill ókyrrð. Guðmundur segir slys á farþegum og áhafnarmeðlimum mjög fátíð. „Ókyrrð í sjálfu sér er ekki hættuleg og flugvélin er hönnuð til að taka á sig ókyrrð og í jafnvel miklu meiri ókyrrð en sýnt er í fréttum. Fréttir sem hafa sýnt að það hafa orðið slys á fólki en þar hafa aldrei orðið skemmdir á flugvél eða eitthvað því um líkt. Það sem er hættulegt við ókyrrð ef fólk situr ekki með beltin spennt.“ Myndin er tekin í einum af flughermum Icelandair.Vísir/Sigurjón „Þetta er ákveðin kisja þegar áhafnirnar um borð segja að nauðsynlegt sé að vera með beltin á sér þó slökkt sé á sætisbeltasljósum. Það er fyrst og fremst vegna þess að ókyrrð getur komið skyndilega. Þá er þetta langstærsti öryggisventillinn að sitja með beltin spennt, segir Guðmundur Tómas. Prófa sig áfram með gervigreind sem spáir fyrir um ókyrrð Hann segir hefðbundið flug vera marga klukkutíma í undirbúningi og sérstök deild vinni að því að finna bestu flugleiðina með tilliti til veðurs á leiðinni og ókyrrðar. Ef von sé á ókyrrð er flugleiðum breytt. Mikið sé lagt upp úr þjálfun og að upplýsa starfsfólk og farþega. „Hefðbundið flug sem farþegi fer í er búið að vera marga klukkutíma í undirbúningi. Við erum með sérstaka deild sem finnur flugleið að fljúga og skoðar með tilliti til hvernig veðuraðstæður eru á leiðinni. Á flugi er flugmaður með mjög mikið af upplýsingum í veðurkorti og öðru.“ Frá húsnæði Icelandair í Hafnarfirði.Vísir/Sigurjón „Icelandair er til dæmis núna að prófa notkun á gervigreind um borð, við erum með forrit sem geta sagt okkur fyrirfram hvort við getum búist við ókyrrð. Þetta eru gríðarlega nákvæm forrit og eftir þeim er flogið mjög mikið.“ Þá nefnir hann að flugsvæðið sem Icelandair fljúgi mest til sé heppilegra en önnur þar sem ókyrrðarsvæði eru oft á tíðum frekar fyrirsjáanleg. „Við fljúgum oft á tíðum í krefjandi veðurskilyrðum þó þau séu öll innan þeirra veðurtakmarkana sem eru sett. Við erum flugþjóð og þekkjum svona ókyrrð að mörgu leyhti. Við þurfum sem betur fer ekki að eiga við ókyrrð sem stafar af óveðurskýjum, þrumuveðurskýjum og þess háttar en við sjáum það svo sannarlega í okkar leiðarkerfi þó raunin sé að við finnum ekki mikið fyrir því hérna á Íslandi.“ Samgöngur Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
Samkvæmt rannsóknum bandaríska jarðeðlisfræðisambandsins er líklegt að tilfellum alvarlegrar ókyrrðar muni tvö- eða jafnvel þrefaldast á næstu 30-50 árum meðal annars vegna loftslagsbreytinga. Bæði gætu þær orsakað fleiri og kraftmeiri þrumuveður og einnig fjölgað tilvikum í heiðkviku, sem er nafnið yfir ókyrrð á kyrrlátum og heiðum himni, þar sem munur á lofthita og norður- og suðurhveli jarðar er að aukast. Vísir Vefsíðan Turbli tók saman tölfræði sem sýnir flugleiðirnar þar sem mestrar ókyrrðar er vart en þar má meðal annars sjá evrópsku borgirnar Genf, Zurich og Mílanó sem allar eru hluti af leiðarkerfi Icelandair sem og vinsæla ferðamannastaði í Frakklandi og á Ítalíu. Þá eru ferðir til og frá borginni Denver í Bandaríkjunum einnig ofarlega á lista en þangað flýgur Icelandair líka. Borgirnar á kortinu eru á lista yfir þær flugleiðir þar sem einnar mestrar ókyrrðar er vart.Vísir Guðmundur Tómas Sigurðsson, flugrekstrarstjóri Icelandair segir að vel sé fylgst með þessum málum hjá fyrirtækinu, tölfræði sé skoðuð og flugfélög deili upplýsingum með hverju öðru. Hann segir aðstæður hér á landi gera að verkum að menn séu vel að sér og að Icelandair hafi ekki séð aukningu ókyrrðar í ferðum flugfélagsins. Í síðustu viku þurfti að flytja tuttugu og fimm á sjúkrahús eftir flugferð Delta frá Salt Lake City til Amsterdam þar sem vélin lenti í mikill ókyrrð. Guðmundur segir slys á farþegum og áhafnarmeðlimum mjög fátíð. „Ókyrrð í sjálfu sér er ekki hættuleg og flugvélin er hönnuð til að taka á sig ókyrrð og í jafnvel miklu meiri ókyrrð en sýnt er í fréttum. Fréttir sem hafa sýnt að það hafa orðið slys á fólki en þar hafa aldrei orðið skemmdir á flugvél eða eitthvað því um líkt. Það sem er hættulegt við ókyrrð ef fólk situr ekki með beltin spennt.“ Myndin er tekin í einum af flughermum Icelandair.Vísir/Sigurjón „Þetta er ákveðin kisja þegar áhafnirnar um borð segja að nauðsynlegt sé að vera með beltin á sér þó slökkt sé á sætisbeltasljósum. Það er fyrst og fremst vegna þess að ókyrrð getur komið skyndilega. Þá er þetta langstærsti öryggisventillinn að sitja með beltin spennt, segir Guðmundur Tómas. Prófa sig áfram með gervigreind sem spáir fyrir um ókyrrð Hann segir hefðbundið flug vera marga klukkutíma í undirbúningi og sérstök deild vinni að því að finna bestu flugleiðina með tilliti til veðurs á leiðinni og ókyrrðar. Ef von sé á ókyrrð er flugleiðum breytt. Mikið sé lagt upp úr þjálfun og að upplýsa starfsfólk og farþega. „Hefðbundið flug sem farþegi fer í er búið að vera marga klukkutíma í undirbúningi. Við erum með sérstaka deild sem finnur flugleið að fljúga og skoðar með tilliti til hvernig veðuraðstæður eru á leiðinni. Á flugi er flugmaður með mjög mikið af upplýsingum í veðurkorti og öðru.“ Frá húsnæði Icelandair í Hafnarfirði.Vísir/Sigurjón „Icelandair er til dæmis núna að prófa notkun á gervigreind um borð, við erum með forrit sem geta sagt okkur fyrirfram hvort við getum búist við ókyrrð. Þetta eru gríðarlega nákvæm forrit og eftir þeim er flogið mjög mikið.“ Þá nefnir hann að flugsvæðið sem Icelandair fljúgi mest til sé heppilegra en önnur þar sem ókyrrðarsvæði eru oft á tíðum frekar fyrirsjáanleg. „Við fljúgum oft á tíðum í krefjandi veðurskilyrðum þó þau séu öll innan þeirra veðurtakmarkana sem eru sett. Við erum flugþjóð og þekkjum svona ókyrrð að mörgu leyhti. Við þurfum sem betur fer ekki að eiga við ókyrrð sem stafar af óveðurskýjum, þrumuveðurskýjum og þess háttar en við sjáum það svo sannarlega í okkar leiðarkerfi þó raunin sé að við finnum ekki mikið fyrir því hérna á Íslandi.“
Samgöngur Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira