Innlent

Lögreglan lýsir eftir 12 ára dreng

Lögreglan á Hvolsvelli lýsir eftir Jóhanni Berg Jóhannssyni, 12 ára gömlum, sem strauk af bæ í Meðallandi, í Vestur-Skaftafellssýslu í gær, og hefur líklega ætlað til Reykjavíkur.

Jóhann Berg er 173 sentímetrar á hæð, stuttklipptur með rauðleitt hár, í brúnni úlpu með loðkraga. Lögreglan á Hvolsvelli biður þá sem eitthvað kunna að vita um ferðir hans, að láta sig vita.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×