Innlent

Vilja kaffi frá Selecta fyrir starfsmenn Kópavogsbæjar

Lagt var til á fundi framkvæmdaráðs Kópavogsbæjar í gær að samið verði við Selecta um leigu á kaffivélum, vatnsvélum og kaupum á kaffi og tengdum vörum fyrir allar stofnanir Kópavogsbæjar.

Þetta var gert eftir að yfirlit yfir verðsamanburð á leigu á vatns- og kaffivélum og kaffikaupum á stofnunum Kópavogs var lagt fyrir fundinn. Ekki var þó einróma sátt um það að ganga til samninga við Selecta, tillagan var engu að síður samþykkt með tveimur atkvæðum.

Á sama fundi var lögð fram áskorun forstöðumanna menningarstofnana Kópavogsbæjar varðandi fyrirhugaða lokun bílastæða við Hamraborg 6a, að vestanverðu.

Lokuninni er mótmælt harkalega vegna þess að forstöðumenn vilja meina að ekki liggi fyrir viðunandi mótvægisaðgerðir til að bæta upp skerðingu sem gestir og viðskiptavinir stofnanna hljóta af við lokun bílastæðisins.

Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins bókaði að hann teldi erindið ekki eiga heima í framkvæmdasráðinu. Var því sviðsstjóra umhverfissviðs falið að svara erindinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×