Innlent

Árni nýtur meira trausts en Guðbjartur

Meirihluti þeirra Samfylkingarmanna, sem tóku afstöðu í skoðanakönnun MMR fyrir Viðskiptablaðið, treystir Árna Páli Árnasyni betur til að gegna embætti formanns flokksins, en Guðbjarti Hannessyni, en þeir gefa báðir kost á sér til formanns.

57,5 prósent styðja Árna Pál, en 42,5 Guðbjart. Guðbjartur hefur hinsvegar nauman meirihluta þegar svör fólks úr öllum flokkum eru skoðuð, og munar þar einkum um eindregin stuðning Vinstri grænna við hann, og meirihlutastuðning kvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×