Fleiri fréttir

Sækja olíurisarnir um Austur-Grænland?

Á næstu dögum skýrist hvort stærstu olíurisar heimsins verða í hópi þeirra sem sækja um olíuleit við Austur-Grænland, - beint norður af Íslandi. Nærri þrjátíu íslensk fyrirtæki og stofnanir búa sig undir að ná þjónustuverkefnum. Margir spá því að ekki aðeins Drekasvæðið verði stórt fyrir Ísland, það verði einnig olíusvæðin við austurströnd Grænlands.

Minniháttar leki í Maníu

Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna vatnsleka í húsnæði að Laugaveg 51 á fimma tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var lekinn ekki mikill.

Breyting á byggingareglugerð gæti aukið kostnað um 10%

Samtök verslunar og þjónustu taka undir alvarlegar athugasemdir sem hagsmunaaðilar í byggingariðnaði hafa sett fram vegna fyrirhugaðara breytinga á byggingarreglugerð. Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir samtökin fyrst og fremst hafa áhyggjur af hækkun byggingarkostnaðar.

Traust til Vísis eykst um rúm 40%

Traust til fréttavefjarins Vísis hefur aukist um 43% frá árinu 2009. Þetta má lesa út úr niðurstöðum skoðanakönnunar MMR á trausti til fjölmiðla. Þar kemur fram að í maí 2009 sögðust 24,4% þeirra sem tóku afstöðu bera mikið traust til Visis borið saman við 34,8% nú. Prósentuaukningin er um 43%. Aftur á móti sögðust 22,5% bera lítið traust til Vísis.

Sprengjuhótun í Ohio barst í gegnum Ísland

Sprengjuhótun sem beindist að borginni Dublin í miðhluta Ohio er í bandarískum fjölmiðlum sögð hafa tengsl við Ísland. Samkvæmt lögregluskýrslum, sem fréttastofan 10 TV í Ohio, hefur undir höndum var hótunin send í gegnum netfang sem er ekki hægt að rekja. Tölvupósturinn fór meðal annars í gegnum íslenskan netþjón. Hún var líka send í gegnum síma.

Rafgeymir og rúðuþurrkur í pakkanum

Pakkinn sem lögreglan í Kaupmannahöfn er búin að vera rannsaka frá því á hádegi í dag, og grunur lék á að væri sprengja, reyndist innihalda rafgeymi og rúðuþurrkublöð. Pakkinn var um borð í lest sem var á leið til Svíþjóðar.

Tileinkaði lagið minningu ömmu sinnar

Guðrún Ólafsdóttir, sem er nemandi í 10. bekk í Réttarholtsskóla, samdi lag á dögunum við ljóð Stefáns frá Hvítadal, Mín bernsku jól. Hún flutti lagið sjálf ásamt hljómsveit sinni, White Signal og Graduelakór Langholtskirkju.

Börðu mann ítrekað með járnstöng

Þrír karlmenn um tvítugt voru dæmdir í átta til tólf mánaða fangelsi í Héraðsdómi Vesturlands í lok nóvember fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás.

Brekkurnar í Bláfjöllum mýktar með grasi úr Reykjavík

Skíðasvæðið í Bláfjöllum var opnað í síðustu viku og eru aðstæður þar einstaklega góðar. Hey sem til fellur við slátt í höfuðborginni hefur verið nýtt í brekkurnar. Þannig verður undirlagið mýkra og minna um grjót.

Norðlendingar keyptu lottómiða í Reykjavík - Unnu 19 milljónir

Eigendur vinningsmiðans í Lottóinu frá síðustu helgi hafa gefið sig fram til Íslenskrar getspár. Það voru lukkulegir Norðlendingar sem að hlutu vinninginn en þau áttu leið til Reykjavíkur og keyptu sér miðann góða, sem var tíu raða sjálfvalsmiði í N1 við Ártúnshöfða. Það má því sannarlega segja að þetta hafi verið ferð til fjár þar sem miðinn hafði að geyma 19 milljóna króna vinning.

Tæplega helmingur ánægður með niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar

43% aðspurðra eru frekar ánægðir eða mjög ánægðir með niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar, sem fram fór 20. október síðastliðinn, um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnskipunarlaga. Tæplega 30% voru frekar eða mjög óánægð og 27% voru hvorki ánægð né óánægð. Þetta sýna niðurstöður MMR könnunar. Viðhorf fólks til niðurstaða þjóðaratkvæðargreiðslunnar reyndist nokkuð breytilegt eftir hinum ýmsu þjóðfélagshópum.

Fólk er að leita að því sérstaka - 12.12.12 í dag

"Ég er að fara gifta klukkan sjö í kvöld, það er skemmtilegt því maður giftir ekki oft á miðvikudögum,“ segir séra Hjálmar Jónsson, dómkirkjuprestur. Í dag er síðasti dagurinn á þessari öld þar sem tölurnar í dagsetningunni eru þær sömu, 12.12.12.

Mikill viðbúnaður við Vesturbæjarlaug

Mikill viðbúnaður var við sundlaug Vesturbæjar í morgun þegar slökkviliðinu barst tilkynning um kolsýruleka. Sundlaugin var rýmd og þrír slökkviliðsbílar voru sendir á staðinn, auk lögreglumanna. Stefán Eiríksson lögreglustjóri var á meðal þeirra sem mætti á staðinn. Ekki liggur alveg ljóst fyrir hvaða efni það var sem lak, en iðnaðarmenn sem voru að vinna í húsinu fundu lykt sem þeir töldu varhugaverða.

Sextíu og fimm ár frá björgunarafrekinu við Látrabjarg

Sextíu og fimm ár eru í dag liðin frá einu frækilegasta björgunarafreki Íslandssögunnar þegar breska skipið Dhoon strandaði við Látrabjarg. Heimamenn á Látrum og nágrenni björguðu þar breskum skipverjum með því að síga niður bjargið og strengja línu að bátnum til þess að bjarga skipverjunum.

Taka harðar á brotum bænda

Einar Sigurðsson, forstjóri MS, segir að málefni mjólkurbúanna tveggja varpi rýrð á störf fjölmargra íslenskra bænda. „Það er þungt að taka þessari umræðu vegna þess að hlutirnir á Íslandi eru í prýðilegu lagi. Bændurnir eru að skila frá sér hráefni í hæsta gæðaflokki, eins og gæðaprófanir okkar sýna. Þeir standast allan samanburð og vilja halda því þannig.“

Telur rammaáætlun hafa mistekist

Kristján L. Möller, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Samfylkingarinnar, telur að ferli rammaáætlunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða, hafi mistekist. Iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra, sem unnu þingsályktunartillögu, hafi ekki haft það að leiðarljósi að ná sátt um málið. Það sé orðið pólitískt en ekki faglegt.

Spjaldtölvuvæðing hefst í Álftanesskóla

Álftanesskóli hefur fest kaup á spjaldtölvum til kennslu í 4. og 6. bekk. Um er að ræða tilraunaverkefni sem er í samstarfi við Námsgagnastofnun og Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hægt að stýra efni eftir þörfum hvers nemanda.

Segir skýringu Bjarna bónda vera tómt rugl

Forgangsverk að bæta aðstöðu kúnna á Brúarreykjum, segir framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Vesturlands. Ráðunautur hafi viljað svipta búið leyfi í fyrra.

Sáttur við frumvarpið en vill gera breytingar erfiðari

Þjóðréttarfræðingur segir endurbætur felast í frumvarpi um stjórnarskrá og líst vel á það. Vill þó að erfiðara verði að breyta stjórnarskránni. Dómstólar verði að skera úr um hvort eignarréttur hafi myndast um kvóta.

Fyrsta konan bæjarstjóri Akranes í 70 ár

Regína Ástvaldsdóttir hefur verið ráðin bæjarstjóri Akraness og verður fyrsta konan til að gegna starfi bæjarstjóra í 70 ára kaupstaðartíð bæjarins. Hún er félagsráðgjafi að mennt með framhaldsnám í opinberri stjórnsýslu og var um tíma staðgengill núverandi borgarstjóra í Reykjavík.

Bíll valt innst í Ísafjarðardjúpi

Bíll valt út af þjóðveginum innst í Ísafjarðardjúpi seint í gærkvöldi. Sjúkrabíll frá Hólmavík var sendur eftir ökumanninum, sem var einn í bílnum.

Enn eitt innbrot í íbúðahús

Tilkynnt var um innbrot í íbúðarhús í Hafnarfirði í gærkvöldi þaðan sem verðmætum var stolið. Þjófurinn, eða þjófarnir, brutu upp glugga og komust þannig inn og svo óséðir á brott.

Læknaráð Landspítalans óttast uppsagnir

Læknaráð Landspítalans óttast að uppsagnir 250 hjúkrunarfræðinga við spítalann sé aðeins upphaf þess að spíatlinn missi fjölda af fagfólki ef ekkert verði að gert.

Ný tækni auðveldar Blóðbankanum jólin

Ný tækni við geymslu á blóðflögum auðveldar Blóðbankanum skipulagningu birgðahalds yfir jól og áramót. Yfirlæknir blóðbankans bendir þó á að þótt fólk gleðjist yfir mörgum frídögum yfir hátíðarnar séu jólin í ár „ekki blóðbankajól“.

Beðið eftir Hobbitanum

Löng biðröð myndaðist fyrir utan verslunina Nexus á Herfisgötu í kvöld. Hátt í hundrað manns biðu þar óþreyjufullir eftir að tryggja sér miða á forsýningu kvikmyndarinnar The Hobbit sem frumsýnd verður 26. desember næstkomandi.

Innbrotafaraldur - þjófar fara inn um svefnherbergisglugga

Undanfarna daga hefur verið brotist inn í nokkur einbýlishús á höfuðborgarsvæðinu. Í öllum tilvikum er aðferð þjófanna sú saman. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu brjóta þjófarnir upp stormjárn og fara inn um svefnherbergisglugga.

Reykjavík tekur slaginn í baráttunni við atvinnuleysi

Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra og Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, undirrita á morgun samning um þátttöku sveitarfélagsins í þjóðarátakinu Vinna og virkni - átak gegn atvinnuleysi árið 2013.

„Það eina sem gerist 21. desember eru vetrarsólstöður“

"Það eru alltaf til þeir sem vilja hræða aðra og mögulega græða smá peninga í leiðinni,“ segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. Hann var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og ræddi þar við þáttastjórnendur um meintan heimsendi þann 21. desember næstkomandi.

Safnar fyrir fimmta hjólinu

Fyrrverandi björgunarsveitamaður sem lamaðist í bílslysi fyrir neðan mitt fyrir um sjö árum hefur sett á fót söfnun fyrir fimmta hjólinu á hjólastólnum. Með því á hann auðveldara að stunda útivist, sem hann elskar, þar á meðal að fara í veiði og réttirnar.

Stjórnarmenn í Eir leituðu til sérstaks saksóknara

Þrír stjórnarmenn úr Eir funduðu í dag með fulltrúum sérstaks saksóknara og afhentu þeim gögn um rekstur heimilisins síðasta árið. Stefán Benediktsson, einn stjórnarmannanna, segir að þarna sé um að ræða fundargögn, gögn úr bókhaldi, minnisblöð og tölvupóstar sem rekji nokkuð vel þá atburðarrás sem stjórnarmenn hafa yfirsýn yfir síðastliðið ár.

Sterk staða kvenna skýrist af góðri menntun

Sú staðreynd að World Economic Forum fullyrti í ár að mesta jafnréttið í heiminum væri á Íslandi má skýra með mikilli og góðri menntun Íslendinga og með kosningu Vigdísar Finnbogadóttur í embætti forseta. Þetta segir Vigdís sjálf í viðtali við BBC sem tekið var í tilefni af áttatíu ára afmæli BBC World Service. Talað var við nokkra einstaklinga sem hafa náð áttatíu ára aldri.

Álftanesskóli fær spjaldtölvur til kennslu

Álftanesskóli, A4, Námsgagnastofnun og Menntavísindasvið Háskóla Íslands hafa undirritað samning um skólaþróunarverkefni sem felur í sér samvinnu um eflingu kennslu, hvatningu til aukins áhuga og námsárangurs í stærðfræði í 4. og 6. bekk skólans. Í samningnum felst að skólinn kaupi allt að 60 spjaldtölvur af gerðinni LearnPad 2 frá Avantis Systems Ltd, en A4 er dreifingaraðili þeirra hér á landi. Auk þess fær skólinn m.a. 22 forrit með hverri vél, 12 rafbækur, vefstjórnargátt ásamt ráðgjöf og kennslu frá sérfræðingi.

Nágrannar á Suðurnesjum ógna hvor öðrum með hnífi og hafnarboltakylfu

Heiftarlegar nágrannaerjur brutust út á Suðurnesjum um helgina. Þar áttust við tveir einstaklingar sem búa sitt á hvorri hæðinni. Íbúi á neðri hæð tilkynnti lögreglu að íbúinn á efri hæðinni væri að henda rusli, sígarettustubbum og hundaskít niður í garðinn sinn. Fyrir helgi hefði hann ógnað sér með hafnarboltakylfu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni sem fékk tilkynningu um málið.

Sjá næstu 50 fréttir