Innlent

Dæmdur til þess að greiða 38 milljónir

Héraðsdómur Suðurlands er á Selfossi.
Héraðsdómur Suðurlands er á Selfossi.
Fertugur karlmaður var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og til þess að greiða ríkinu hátt í fjörutíu milljónir í Héraðsdómi Suðurlands í dag.

Maðurinn var dæmdur fyrir að brjóta lög um skil á virðisaukaskattsskýrslu einkahlutafélags, og að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti þegar hann var framkvæmdastjóri fyrirtækisins Vélfangs í Grafarvogi.

Félagið stundaði innflutning og sölu á vinnuvélum og tækjum tengt jarðvinnslu og landbúnaði, sem og þjónustu og varahlutasölu vegna þeirra tækja.

Þá var ekki staðið skil á staðgreiðslum opinberra gjalda í samræmi við lög. Brotin áttu sér öll stað árið 2008 og 2009 þegar fyrirtækið var komið í veruleg fjárhagslega vandræði vegna hrunsins.

Í ljósi þess að maðurinn hefur ekki áður gerst brotlegur við lög er refsing hans skilorðbundin til tveggja ára og fellur niður haldi hann skilorð þann tíma. Þá er honum gert að greiða ríkissjóði 38 milljónir króna en takist það ekki skal hann sæta fangelsi í 360 daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×