Innlent

Fatauppboðið fyrir Rauða krossinn gekk glimmrandi vel

Fatauppboðið sem haldið var í gærkvöldi í hjálparstarfsmaraþoni Rauða krossins gekk glimmrandi vel að sögn þeirra sem stóðu að því.

Uppboðið fór fram á Bar 46 og seldist hver einasta flík sem boðin var upp. Alls komu um 250.000 krónur í hlut Rauða krossins á uppboðinu.

Þá var einnig mikil aðsókn á tónlistarviðburði gærdagsins í þessu maraþoni en um 100 tónlistarmenn komu fram á Obladí oblada og Dillon.

Reikna má með að álíka upphæð hafi safnast á tónleikunum og því hafi Rauði krossin fengið um hálfa milljón króna sem nota á við jólaúthlutanir í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×