Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Samúel Karl Ólason skrifar 11. ágúst 2025 19:35 Annað kínverska skipið skemmdist töluvert meira en hitt. AP Tvö kínversk herskip skullu saman af miklum krafti á Suður-Kínahafi í dag. Þá var verið að reyna að nota skipin til að reka skip frá strandgæslu Filippseyja á brott frá Scarboroughrifi. Áhöfn filippseyska skipsins komst undan þegar kínversku skipin skullu saman en annað þeirra skemmdist verulega. Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og svo gott sem upp að ströndum annarra ríkja á svæðinu. Þar hafa þeir byggt upp heilu eyjarnar, flugvelli og flotastöðvar og komið eldflaugum þar fyrir. Auk Kína gera Víetnam, Filippseyjar, Brúnei, Malasía, Indónesía og Taívan tilkall til svæðisins. Scarboroughrif er iðulega miðpunktur deilna milli Kínverja og Filippseyinga, þar sem Kínverjar hafa til að mynda ítrekað reynt að reka fiskiskip frá Filippseyjum á brott, svo eitthvað sé nefnt. Það gera þeir með því að sigla fyrir þau eða utan í þau og beita kraftmiklum vatnsbyssum. Sjá einnig: Spenna og ásiglingar í Suður-Kínahafi Scarboroughrif er í um 108 sjómílna fjarlægð frá strandlengju Filippseyja en um 486 sjómílur frá meginlandi Kína. Annað kínverska skipið var frá strandgæslu Kína en hitt var kínverskur tundurspillir. Það var skipið frá strandgæslunni sem skemmdist verulega, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. Ekki liggur fyrir hvort einhver slasaðist í atvikinu Áhöfn filippseyska skipsins, sem var á svæðinu til að aðstoða fiskiskip frá Filippseyjum, bauð fram aðstoð eftir slysið en ítrekuð boð voru hunsuð af kínverjum. Rík fiskimið eru í Suður-Kínahafi og talið er að þar sé einnig að finna auðlindir eins og olíu. Þar að auki liggja mikilvægar siglingaleiðir um svæðið. Sjá einnig: Kína á ekki sögulegan yfirráðarétt Yfirmaður strandgæslu Filippseyja sagði í dag að áhafnir kínversku skipanna hafi skapað mikla hættu en áhöfn filippseyska skipsins hafi bjargað sér frá slysi með mikilli hæfni. Ferdinand Marcos yngri, forseti Filippseyja, sagði á blaðamannafundi í morgun að ríkisstjórn hans myndi alltaf verja hagsmuni ríkisins á Suður-Kínahafi og ekki láta Kínverjum eftir hafsvæði þeirra. Þá hefur AFP fréttaveitan eftir talsmanni strandgæslu Kína að kínversku sjóliðarnir hafi farið eftir lögum og gripið til „nauðsynlegra aðgerða“ og reynt að reka Filippseyinga á brott. Hann nefndi áreksturinn ekki. Kína Suður-Kínahaf Filippseyjar Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Sjá meira
Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og svo gott sem upp að ströndum annarra ríkja á svæðinu. Þar hafa þeir byggt upp heilu eyjarnar, flugvelli og flotastöðvar og komið eldflaugum þar fyrir. Auk Kína gera Víetnam, Filippseyjar, Brúnei, Malasía, Indónesía og Taívan tilkall til svæðisins. Scarboroughrif er iðulega miðpunktur deilna milli Kínverja og Filippseyinga, þar sem Kínverjar hafa til að mynda ítrekað reynt að reka fiskiskip frá Filippseyjum á brott, svo eitthvað sé nefnt. Það gera þeir með því að sigla fyrir þau eða utan í þau og beita kraftmiklum vatnsbyssum. Sjá einnig: Spenna og ásiglingar í Suður-Kínahafi Scarboroughrif er í um 108 sjómílna fjarlægð frá strandlengju Filippseyja en um 486 sjómílur frá meginlandi Kína. Annað kínverska skipið var frá strandgæslu Kína en hitt var kínverskur tundurspillir. Það var skipið frá strandgæslunni sem skemmdist verulega, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. Ekki liggur fyrir hvort einhver slasaðist í atvikinu Áhöfn filippseyska skipsins, sem var á svæðinu til að aðstoða fiskiskip frá Filippseyjum, bauð fram aðstoð eftir slysið en ítrekuð boð voru hunsuð af kínverjum. Rík fiskimið eru í Suður-Kínahafi og talið er að þar sé einnig að finna auðlindir eins og olíu. Þar að auki liggja mikilvægar siglingaleiðir um svæðið. Sjá einnig: Kína á ekki sögulegan yfirráðarétt Yfirmaður strandgæslu Filippseyja sagði í dag að áhafnir kínversku skipanna hafi skapað mikla hættu en áhöfn filippseyska skipsins hafi bjargað sér frá slysi með mikilli hæfni. Ferdinand Marcos yngri, forseti Filippseyja, sagði á blaðamannafundi í morgun að ríkisstjórn hans myndi alltaf verja hagsmuni ríkisins á Suður-Kínahafi og ekki láta Kínverjum eftir hafsvæði þeirra. Þá hefur AFP fréttaveitan eftir talsmanni strandgæslu Kína að kínversku sjóliðarnir hafi farið eftir lögum og gripið til „nauðsynlegra aðgerða“ og reynt að reka Filippseyinga á brott. Hann nefndi áreksturinn ekki.
Kína Suður-Kínahaf Filippseyjar Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Sjá meira