Innlent

Bátur strandaði í Hvalfirði

Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Björgunarsveitir voru kallaðir út á sjöunda tímanum í kvöld vegna 12 tonna báts sem strandaður er í Hvammsvík í Hvalfirði. Samkvæmt upplýsingum Landsbjörgu eru björgunarskip frá Reykjavík og björgunarbátar af Kjalarnesi og Akranesi nú á leið á staðinn.

Um er að ræða fiskibátinn Kára, sem er 13 metra langur en aðstoðarbeiðni barst frá honum klukkan 18:12.

Einnig munu björgunarsveitarmenn koma að bátnum frá landi. Tveir menn eru um borð en ekki er talin hætta á ferðum. Þá er veður ágætt á staðnum. Vonast er til að hægt verði að draga bátinn á flot á háflóði sem verður innan stundar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×