Innlent

Mikil leit gerð að sjómanninum sem féll fyrir borð

GS skrifar

Tvö stór skip hófu fyrir hádegi leit að sjómanninum, sem féll fyrir borð af togaranum Múlabergi norður af landinu í gærdag, eftir víðtæka árangurslausa leit í gærkvöldi og fram á nótt.

Hann féll fyrir borð einhverntímann eftir að skipið lét úr höfn í gærdag. Það uppgötvaðist hinsvegar ekki fyrr en um kvöldmatarleitið.

Björgunarskip Landsbjargar á Siglufirði var þegar sent til leitar, nærstödd skip og bátar beðin að taka þátt í leitinni og þyrla Gæslunnar var send á vettvang. Leitin bar engan árangur, enda leitarsvæðið mjög stórt. Þyrlunni var snúið til Reykjavíkur í nótt og sömuleiðis björgunarskipinu.

Togarinn kom til heimahafnar um miðnætti, þar sem skýrsla var tekin af áhöfninni. Sérfræðingar Gæslunnar og fleiri hafa nú reiknað út strauma sjólag og vinda á slóð togarans, og afmarkað leitarsvæði, en þar fer að dimma aftur upp úr klukkkan þrjú í dag. Rannsókn lögreglu hefur ekki enn varpað ljósi á hvernig þetta gerðist.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×