Innlent

Útblástur á mann er mestur hér

Skýrsluhöfundar Vegagerðarinnar furða sig á að bílaeign skuli vera almennari í Finnlandi en hér.
Skýrsluhöfundar Vegagerðarinnar furða sig á að bílaeign skuli vera almennari í Finnlandi en hér. Fréttablaðið/Stefán
Næstum helmingi fleiri nota nagladekk undir bíla sína í Jönköping í Svíþjóð en í Reykjavík, eða 60 prósent á móti 34 prósentum í Reykjavík. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslunni „Samanburður á umhverfisstjórnun vega- og gatnagerðar á Norðurlöndunum 2012“ sem út kom fyrr á árinu hjá Vegagerðinni.

Þar kemur líka fram að losun koltvísýrings vegna bílaumferðar sé mest á hvern íbúa hér í samanburði Íslands, Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur. Losunin nemur 2,4 tonnum koltvísýringsígildis á mann í tölum yfir síðasta ár, 2,3 tonnum í Danmörku, 2,1 tonni í Finnlandi og 2,0 tonnum í Noregi.

„Það kemur ekki á óvart að Ísland sé með mesta losun enda landið dreifbýlt auk þess sem Íslendingar hafa lengi verið hrifnir af stórum bílum,“ segir í skýrslunni. Mikil losun í Danmörku er aftur á móti sögð koma á óvart, enda sé landið þéttbýlt, fólksbílaeign hlutfallslega minnst og hjólreiðar mjög almennar. Þá er í skýrslunni einnig sagt koma á óvart að hlutfallsleg bílaeign sé ekki mest hér á landi, þrátt fyrir fámenni, strjálbýli og skort á lestarsamgöngum. Bílaeign er almennust í Finnlandi þar sem eru 650 fólksbílar á hverja þúsund íbúa, en næstmest hér, 640 bílar. Í Noregi eru 543 bílar á hverja þúsund íbúa og 389 í Danmörku. - óká
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.