Innlent

Útblástur á mann er mestur hér

Skýrsluhöfundar Vegagerðarinnar furða sig á að bílaeign skuli vera almennari í Finnlandi en hér.
Skýrsluhöfundar Vegagerðarinnar furða sig á að bílaeign skuli vera almennari í Finnlandi en hér. Fréttablaðið/Stefán

Næstum helmingi fleiri nota nagladekk undir bíla sína í Jönköping í Svíþjóð en í Reykjavík, eða 60 prósent á móti 34 prósentum í Reykjavík. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslunni „Samanburður á umhverfisstjórnun vega- og gatnagerðar á Norðurlöndunum 2012“ sem út kom fyrr á árinu hjá Vegagerðinni.

Þar kemur líka fram að losun koltvísýrings vegna bílaumferðar sé mest á hvern íbúa hér í samanburði Íslands, Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur. Losunin nemur 2,4 tonnum koltvísýringsígildis á mann í tölum yfir síðasta ár, 2,3 tonnum í Danmörku, 2,1 tonni í Finnlandi og 2,0 tonnum í Noregi.

„Það kemur ekki á óvart að Ísland sé með mesta losun enda landið dreifbýlt auk þess sem Íslendingar hafa lengi verið hrifnir af stórum bílum,“ segir í skýrslunni. Mikil losun í Danmörku er aftur á móti sögð koma á óvart, enda sé landið þéttbýlt, fólksbílaeign hlutfallslega minnst og hjólreiðar mjög almennar. Þá er í skýrslunni einnig sagt koma á óvart að hlutfallsleg bílaeign sé ekki mest hér á landi, þrátt fyrir fámenni, strjálbýli og skort á lestarsamgöngum. Bílaeign er almennust í Finnlandi þar sem eru 650 fólksbílar á hverja þúsund íbúa, en næstmest hér, 640 bílar. Í Noregi eru 543 bílar á hverja þúsund íbúa og 389 í Danmörku. - ókáAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.