Innlent

Fleiri keyptu bjór en í fyrra - 13 milljónir lítra seldir í ár

Í ár hafa selst um 1,5 milljón lítra af rauðvíni og tæplega 13 milljón lítrar af bjór.
Í ár hafa selst um 1,5 milljón lítra af rauðvíni og tæplega 13 milljón lítrar af bjór.
Samdráttur hefur orðið í sölu á sterku áfengi á þessu ári um tæplega fimm prósent en sala á bjór og léttvíni hefur aukist. Sala áfengis er 0,9 prósent meiri í lítrum talið miðað við árið í fyrra.

Í þessum tölum er miðað við janúar til nóvember. Í ár hafa selst um 1,5 milljón lítrar af rauðvíni og tæplega 13 milljónir lítra af bjór. Þá er samdráttur í sölu tóbaks, nema reyktóbaks en þar hefur salan aukist um 14 prósent. Um 10.500 kíló af reyktóbaki hafa selst í ár, miðað við rúmlega 9 þúsund kíló í fyrra.

Um 25.200 kíló af neftóbaki hafa selst í ár miðað við tæplega 26 þúsund kíló í fyrra, það er 2,5 prósent minni sala.

Nánar á vefsíðu ÁTVR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×