Innlent

Ólíklegt að Jón Gnarr komist inn á þing

Boði Logason skrifar
"Ég myndi segja að Jón Gnarr hafi góðan hljómgrunn en það er frekar ólíklegt að hann komist inn á þing í ljósi sögunnar,“ segir Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur.
"Ég myndi segja að Jón Gnarr hafi góðan hljómgrunn en það er frekar ólíklegt að hann komist inn á þing í ljósi sögunnar,“ segir Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur.
„Ég myndi segja að Jón Gnarr hafi góðan hljómgrunn en það er frekar ólíklegt að hann komist inn á þing í ljósi sögunnar," segir Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur.

Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, ætlar að bjóða sig fram í alþingiskosningunum í vor. Hann verður í 5. sæti á lista Bjartrar Framtíðar í Reykjavík Norður.

Stefanía segi að ekki séu til mörg dæmi í sögunni um að ný framboð nái yfir 10 prósenta fylgi í kosningum. „Ný framboð hafa verið að fá í kringum 7,5 prósent á landsvísu, og það skilar kannski fjórum mönnum," segir hún.

Varðandi árangur Besta flokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum, segir Stefanía að sá árangur sé einsdæmi, en þá fékk flokkurinn 34,7 prósent gildra atkvæða. „Þá voru borgarstjórnarkosningarnar nokkrum dögum eftir að rannsóknarskýrsla Alþingis var kynnt og þá var fólk að senda ákveðin skilaboð til stjórnmálaflokkana," segir hún.

„Varðandi kosningarnar í vor þá er Björt framtíð að fara fram á öðrum forsendum en Besti flokkurinn gerði. Flokkurinn er nýr miðju flokkur og mun málefnalegri en Besti flokkurinn," segir hún.

Stefanía segir að 5. sætið á lista á Bjartrar framtíðar í Reykjavík Norður muni ekki skila Jón Gnarr inn á þing. „Ég er svolítið hissa á að hann verði svona neðarlega á listanum. Manneskjur sem hafa verið í 5. sæti í Reykjavíkur kjördæmunum hafa oft ekki náð inn á þing, til dæmis hjá Sjálfstæðisflokknum í síðustu kosningum. Ég tel ólíklegt að nýtt framboð fái svo mikið fylgi," segir hún.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.