Innlent

Líkamsárás á gistiheimili í nótt

Karlmaður réðist á unga konu í gistiheimili í Reykjavík og barst lögreglu tilkynning um það um þrjú leitið. Árásarmaðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu, en konan var flutt á slysadeild Landsspítalans.

Ekki kemur fram í skeyti lögreglunnar hvort hún er alvarlega meidd, eða neitt um nánari tildrög.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×