Fleiri fréttir

Unglingar þurfa fleiri rafbækur

Auka þarf framboð á íslenskum rafbókum fyrir spjaldtölvur í þeirri von að það veki áhuga unglinga á lestri. Þetta segir Íslensk málnefnd í ályktun um stöðu íslenskrar tungu frá því í síðustu viku.

Frásögnum þolenda kynferðisbrota fjölgar

Umræðan um kynferðisbrot innan þjóðkirkjunnar hefur gert það að verkum að fólk sækir í auknum mæli til presta og annarra starfsmanna kirkjunnar vegna kynferðisbrota. Þetta er mat sóknarpresta í Ísafjarðarkirkju og Akureyrarkirkju.

Merkingum á orkudrykkjum ábótavant

Neytendasamtökin hvetja stjórnvöld til að skylda innflytjendur og seljendur orkudrykkja til að hafa merkingar og aðvaranir á umbúðum drykkjanna skýrar og greinilegar. Samtökin voru mjög andvíg því þegar reglum var breytt og sterkir koffíndrykkir og koffínskot tóku að flæða inn á markaðinn, eins og segir í frétt á vef þeirra.

Kvótinn og náttúran helstu deiluefni ríkisstjórnarinnar

Innan þingflokks Samfylkingarinnar gerast þær raddir háværari sem telja að ná þurfi samkomulagi við sjávarútveginn um fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar. Það muni ekki gerast nái ítrustu kröfur stjórnarflokkarnna fram að ganga. Þess vegna sé rétt að ná fram þeim grundvallarbreytingum sem taldar eru nauðsynlegar, en einfalda útfærslu kvótafrumvarpsins.

Lögreglan varar við tveim meintum þjófum

Undanfarna daga hefur verið töluvert um innbrot í heimahús á höfuðborgarsvæðinu og varar lögreglan fólk við vegna þessa. Flest innbrotin eru í sérbýli sem staðsett eru við jaðar byggðar og eru þau dreifð um höfuðborgarsvæðið.

Kvörtuðu yfir afstöðu Rússa

Ísland hefur komið á framfæri vonbrigðum vegna afstöðu Rússlands til ráðgjafar ICES um stjórnun úthafskarfa á Reykjaneshrygg. Þetta var gert á 12. fundi samstarfsnefndar Íslands og Rússlands um sjávarútvegsmál sem haldinn var í byrjun október.

Leitað að Katrínu Ingu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Katrínu Ingu Haraldsdóttur, 13 ára. Katrín Inga er meðalvaxin, ljóshærð með mjög sítt hár. Talið er að Katrín Inga sé klædd í svarta úlpu, svartar þröngar buxur, svartan bol og fjólubláa Converse skó. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Katrínar Ingu eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000.

Heil kynslóð rúin inn að skinni

Kynslóðin sem keypti eignir í fasteignabólunni fyrir hrun hefur verið rúin inn að skinni og í flestum tilvikum tapað öllu eigin fé sem hún setti í fasteignakaupin. Þetta segir verkfræðingur á fertugsaldri sem setti rúmlega þriðjung af eigin fé í einbýlishús árið 2006 en á nú ekkert í húsinu vegna stökkbreyttra íbúðalána.

Flugumaðurinn á Kárahnjúkum var líka í Danmörku

Flugumaðurinn Mark Kennedy í þjónustu bresku lögreglunnar, sem smaug inn í raðir mótmælenda á Kárahnjúkum fyrir nokkrum árum virðist hafa iðinn við kolann í svipuðum erindagjörðum vítt og breytt um Evrópu. Breska sjónvarpsstöðin Channel four frumsýnir í kvöld heimildarmynd um Kennedy og þar kemur meðal annars fram að hann hafi smyglað sér inn í raðir hústökumanna í ungdómshúsinu í Kaupmannahöfn árið 2007. Kennedy segist hafa aflað upplýsinga fyrir dönsku lögregluna sem hún hafi síðan nýtt sér til þess að ráðast til atlögu við hústökufólkið.

Kjósa flokkinn frekar undir forystu Hönnu Birnu

Almennir kjósendur segjast líklegri til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef Hanna Birna Kristjánsdóttir verður kjörinn formaður flokksins. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem stuðningsmenn hennar létu framkvæma.

Mannréttindanefnd skoðar Twitter-mál Birgittu

Mannréttindanefnd Alþjóðaþingmannasambandsins hefur tekið málefni Birgittu Jónsdóttur til umfjöllunar í kjölfar kröfu bandarískra stjórnvalda um aðgang að persónulegum upplýsingum Birgittu á samskiptamiðlum, þ.m.t. Twitter að því er greinir frá í tilkynningu frá Hreyfingunni.

Við erum ekki næstfeitust - í versta falli sjötta feitasta þjóðin

Við erum ekki næst feitasta þjóðin á Vesturlöndum samkvæmt Stefáni Hrafni Jónssyni, lektor við HÍ, sem gagnrýnir fjölmiðla og rannsókn sem var gerð um offitu Íslendinga. Í fréttum Stöðvar 2 var því haldið fram að Íslendingar væru orðnir næstfeitasta þjóð, ýmist í heimi, á Vesturlöndum eða meðal OECD-ríkja, næst á eftir Bandaríkjamönnum.

Lindex tekið opnum örmum - stærsta opnun í sögu fyrirtækisins

Sænska tískuvöruverslunin Lindex opnaði um helgina í Smáralind og fékk vægast sagt góðar undirtektir en um stærstu opnun í sextíu ára sögu fyrirtækisins er að ræða. Aðstandendur verslunarinnar hér á landi, þau Albert Þór Magnússon og Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir mættu voru gestir þáttarins Í bítið í morgun.

Giffords tjáir sig í fyrsta sinn um skotárásina

Bandaríska þingkonan Gabrielle Giffords, sem skotin var í höfuðið af stuttu færi af óðum byssumanni í janúar á þessu ári hefur nú í fyrsta sinn tjáð sig við fjölmiðla. Giffords ræddi við sjónvarpskonuna Diane Sawyer í fréttaþættinum 20/20 á sjónvarpsstöðinni ABC en þátturinn fer í loftið í kvöld.

Saurmengun í vatnsbóli - ófremdarástand í skolpmálum

Ófremdarástand virðist vera í skolpmálum í sveitarfélaginu Garði. Víkurfréttir greina frá því að mannaskítur hafi flætt upp um niðurföll við hús eitt í bænum í síðustu viku og þá hefur greinst saurmengun í einu vatnsbóli bæjarins. Í frétt Víkurfrétta segir þó að engin tengsl virðist vera á milli þessara tveggja atvika.

Þriggja bíla árekstur á Vestfjörðum

Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum í síðustu viku. Þannig varð umferðaróhapp á Skutulsfjarðarbraut síðasta mánudag þegar bifreið var sveigt af Skutulsfjarðarbraut í átt að íþróttahúsinu, með þeim afleiðingum að önnur bifreið ók aftan á bílinn. Ökumaður annars bílsins var fluttur á sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar.

Herjólfur til Þorlákshafnar út þessa viku

Vestmannaeyjaferjan Herjólfur mun sigla til Þorlákshafnar fram til sunnudagsins 17. nóv. næstkomandi. Í tilkynningu frá rekstraraðila ferjunnar segir að ástæðan sé dýpi í Landeyjahöfn, eða skortur á því öllu heldur, og mikill öldugangur sem geri það að verkum að ekki hefur verið hægt að mæla dýpið hvað þá að vinna við dýpkun.

Rúnar sigraði Kaurismäki, Cronenberg og Lars von Trier

Kvikmyndin Eldfjall eftir Rúnar Rúnarsson vann aðalverðlaun dómnefndar á kvikmyndahátíðinni í Denver í gærkvöldi. Rúnar sló þar með við meisturum á borð við við Lars von Trier, David Cronenberg, Aki Kaurismäki og fleiri. Verðlaunin eru kennd við pólska leikstjórann Krzysztof Kieslowski sem líklega er þekktastur fyrir þríleikinn Hvítan, Rauðan og Bláan. Að þessu sinni kepptu tæplega hundrað myndir um verðlaunin að því er fram kemur í tilkynningu.

Enn leitað að samlokuperra á Land Cruiser

Lögreglan hefur ekki haft hendur í hári manns sem reyndi að tæla tólf ára dreng upp í Land Crusier-jeppa sem hann ók á í gær. Samkvæmt frásögn drengsins reyndi maðurinn að lokka hann upp í bílinn með því að bjóða honum samloku.

Hannes hunsaður af gömlum kommúnistum

"Ég bar þetta undir nokkra en fékk engin svör,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, en hann hefur skrifað bókina "Íslenskir kommúnistar 1918–1998“, en þar er talsvert fjallað um njósnir á Íslandi. Hannes bar nokkur atriði undir gamla kommúnista og þá sem við sögu koma í bókinni.

Alkar kosta þjóðfélagið 50 - 80 milljarða króna á ári

Alkahólismi kostar þjóðfélagið fimmtíu til áttatíu milljarða króna á ári samkvæmt meistarannsókn í heilsuhagfræði. Aðilar þurfi að hugsa um afleiðingarnar áður en frelsi er aukið í áfengissölu segir höfundur rannsóknarinnar.

Útgjöld ríkisins hafa lítið sem ekkert hækkað í nítján ár

Gjaldskrá sjúkratrygginga Íslands er alltof lág miðað við gjaldskrá tannlækna hér á landi. Útgjöld ríkisins til tannlækninga hafa einungis hækkað um tvö prósent á síðustu nítján árum samanborið við yfir hundrað og þrjátíu prósenta verðlagshækkun á sama tíma.

Reyndi að tæla dreng upp í Landcruiser-jeppa

Tólf ára drengur varð fyrir því í gær að maður reyndi að lokka hann upp í bíl í Grindavík. Lögreglunni var strax gert viðvart um atvikið og að hennar sögn bauð maðurinn drengnum samloku ef hann settist upp í bílinn.

Segjast dafna betur og basla minna

Miklu fleiri Íslendingar segjast nú dafna og miklu færri vera í basli en fyrir ári. Þetta kemur fram í könnun Capacent sem ætlað að varpa ljósi á líðan íslensku þjóðarinnar.

Innkalla kjúklinga - grunur um salmonellusmit

Komið hefur upp grunur um salmonella smit í ferskum kjúklingi framleiddum af Matfugli ehf. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að frekari rannsókna sé þörf en þangað til þyki rétt að innkalla vöruna.

TF Sif fann hátt í 40 flóttamenn - smyglarar handteknir

Í eftirlitsflugi Sifjar, flugvélar Landhelgisgæslunnar aðfaranótt föstudags, fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins, greindist í eftirlitsbúnaði flugvélarinnar grunsamlegur bátur sem staðsettur var 16,6 sjómílur suðaustur af Otranto, í Pugliu á Ítalíu.

Vill eftirlitsheimildir vegna barnaníðinga

Bragi Guðbrandsson, forstöðumaður Barnaverndarstofu, segir knýjandi að Alþingi samþykki lög sem geri kleift að hafa eftirlit með þeim kynferðisbrotamönnum sem hættulegastir séu börnum.

Níu dauðsföll vegna offitu á Íslandi

Átta konur og einn karl hafa dáið úr offitu hér á landi síðan árið 2002, samkvæmt dánarmeinaskrá Landlæknis. Þrjár konur létust árið 2009 og er það mesti fjöldi sem skráður hefur verið. Ekki eru komnar tölur frá Landlækni fyrir árið 2010.

Þarf að sitja inni og greiða fórnarlambinu tæpar fimm milljónir

Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af sjö mánuði skilorðsbundna, fyrir að hafa slegið íþróttamanna fyrirvaralaust á Laugaveginum um síðustu áramót. Þá er árásarmanninum gert að greiða manninum á fimmtu milljón.

Skilaði inn tilhæfulausri tjónstilkynningu

Karlmaður var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í dag, fyrir skjalafals, fjársvik og fíkniefnalagabrot. Maðurinn, sem er fæddur 1984, var meðal annars dæmdur fyrir að hafa skilað til tryggingafélagsins Sjóvá-Almennar tryggingar falsaðri og tilhæfulausri tjónstilkynningu um árekstur bifreiða í eigu systur sinnar og annars karlmanns. Maðurinn játaði brot sín skýlaust.

Börn Sævars Ciesielski afhenda ráðherra gögn

Börn Sævar Ciesielski, sem var dæmdur fyrir að hafa orðið Guðmundi og Geirfinni að bana, ætla að afhenda Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra, mikið magn málsskjala og gagna sem tengjast málinu, og voru í vörslu Sævars þegar hann lést. Þau munu afhenda ráðherranum skjölin klukkan eitt í dag

Sex manns sluppu ótrúlega vel úr bílveltu

Sex manns sluppu ótrúlega vel, að sögn lögreglu, þegar fólksbíll þeirra valt út af veginum í Biskupsbrekku í sunnanverðri Holtavörðuheiðinni á tólfta tímanum í gærkvöldi.

Ferðamaður stal dollurum af flugfreyju Icelandair

Bandarískur ferðamaður var handtekinn á Logan flugvelli í Boston í Bandaríkjunum í gær, sakaður um að hafa stolið 300 dollurum af íslenskri flugfreyju um borð í vél Icelandair, þegar vélin var á leið til Logan.

Mæðgin sluppu nær ómeidd úr umferðarslysi

Ung kona slapp lítið meidd og barn hennar á öðru ári, alveg ómeitt, þegar hún missti stjórn á bíl sínum á Drottningarbraut á Akureyri í gærkvöldi og bíllinn hafnaði á ljósastaur.

Jólatréið frá Hamborg á leiðinni til landsins

Hamborgarbúar senda jólatré til Reykjavíkur að venju um þessi jóla og er tréið nú á leiðinni til Íslands. Tréð fór í skip síðastliðinn mánudag og er væntanlegt til Reykjavikur með Goðafossi á morgun þriðjudag.

Lyf í verslanir og frjálsari auglýsingar

Hagsmunaaðilar á lyfjamarkaði vilja að heimilt verði að auglýsa lausasölulyf í sjónvarpi og sala á lyfjum verði leyfð í almennum verslunum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri greiningu Félags atvinnurekenda, Frumtaka og Samtaka verslunar og þjónustu, þar sem hinar ýmsu tillögur um breytingar á íslenska lyfjamarkaðnum eru lagðar fram.

Stikuðu tugi kílómetra gönguleiða

Tugir kílómetra gönguleiða voru stikaðir og merktir í Vonarskarði og nágrenni í sumar. „Það var mikið verk að ganga með stikurnar og setja þær niður en frábært að vera úti við og vinna þetta þarfa verk,“ segir Gunnar Njálsson, landvörður í Nýjadal á Sprengisandi, sem vann verkið ásamt Guðmundi Árnasyni landverði auk sjálfboðaliða frá Veraldarvinum og Ingimar Eydal landverði.

Kirkjukórar hætta að syngja vegna þreytu

„Þetta var orðin kvöð og við eiginlega gáfumst bara upp," segir Margrét Böðvarsdóttir, formaður kirkjukórs Hvalsnessóknar sem nú er hættur að syngja við guðsþjónustur í Sandgerði.

Íslenskar vörur oft ódýrari í krónum talið

Íslenskar landbúnaðarvörur eru oft ódýrari hér á landi en aðrar landbúnaðarvörur á Norðurlöndunum sé verðinu breytt í íslenskar krónur. Hafa ber í huga að tölurnar eru ekki kaupmáttarleiðréttar, en kaupmáttur hefur rýrnað hér á landi á síðustu árum á meðan hann hefur aukist á Norðurlöndunum.

Endurskoðun fresti málinu

Stjórn Akureyrarstofu furðar sig á ákvörðun umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um að senda forsendur fyrir framkvæmdum Vaðlaheiðarganga til Ríkisendurskoðunar.

Ætla að máta óvissa framtíð

Vinafélagið stendur að Vinaskákmótinu í dag í samvinnu við velunnara félagsins; Forlagið, Henson og Sögur útgáfu. Mótið er haldið í Vin, athvarfi Rauða krossins Hverfisgötu 47, en þar er mjög blómlegt skáklíf. Æfingar eru alla mánudaga og reglulega er slegið upp stórmótum. Skákfélag Vinjar teflir meðal annars fram tveimur sveitum á Íslandsmóti skákfélaga.

Sjá næstu 50 fréttir