Innlent

Heil kynslóð rúin inn að skinni

Helga Arnardóttir skrifar
Kynslóðin sem keypti eignir í fasteignabólunni fyrir hrun hefur verið rúin inn að skinni og í flestum tilvikum tapað öllu eigin fé sem hún setti í fasteignakaupin. Þetta segir verkfræðingur á fertugsaldri sem setti rúmlega þriðjung af eigin fé í einbýlishús árið 2006 en á nú ekkert í húsinu vegna stökkbreyttra íbúðalána.

Karl Sigfússon 34 ára verkfræðingur í sjálfstæðum rekstri vakti mikla athygli á dögunum með grein sem hann ritaði í Fréttablaðið undir yfirskriftinni: Ég er kúgaður millistéttarauli.

Svo virðist sem Karl hafi talað fyrir hönd margra því greinin hefur farið eins og eldur í sinu á internetinu. Karl fékk um 65 % lán til kaupa á einbýlishúsi í miðbænum 2006 og restina fjármagnaði hann sjálfur með eigin fé.

Karl segist sjá eftir því að hafa stillt lántöku sinni í hóf við fasteignakaupin.

Fjallað verður ítarlega um mismunun hundrað og tíu prósent leiðarinnar í Íslandi í dag strax að loknum fréttum


Tengdar fréttir

Ég er kúgaður millistéttarauli!

Það er því miður bláköld staðreynd að ég er kúgaður millistéttarauli. Undanfarin þrjú ár hef ég verið kúgaður af lánastofnunum og stjórnvöldum. Í efnahagsþrengingum landsins hef ég eins og aðrir mátt þola kaupmáttarrýrnun upp á tugi prósenta og skattahækkanir. Því til viðbótar (og það vegur þyngst) hef ég verið rændur af Íbúðalánasjóði gegnum verðtryggingarákvæði lána. Til að bæta gráu ofan á svart hef ég, kúgaði millistéttaraulinn, verið skilinn út undan á meðan útvöldum þjóðfélagshópum hefur verið rétt hjálparhönd með ýmsum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×