Innlent

Útgjöld ríkisins hafa lítið sem ekkert hækkað í nítján ár

Gjaldskrá sjúkratrygginga Íslands er alltof lág miðað við gjaldskrá tannlækna hér á landi. Útgjöld ríkisins til tannlækninga hafa einungis hækkað um tvö prósent á síðustu nítján árum samanborið við yfir hundrað og þrjátíu prósenta verðlagshækkun á sama tíma.

Þetta kemur fram í ályktun aðalfundar Tannlæknafélags Íslands frá fimmtudeginum síðastliðnum, þar undrast tannlæknar tómlæti stjórnvalda undanfarin ár og vonast til að velferðarráðherra taki af skarið og komi tannheilsumálum í viðunandi horf.

Stefán Hallur Jónsson varaformaður Tannlæknafélags Íslands var gestur Kolbrúnar Björnsdóttur og Heimis Karlssonar í morgunþættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Hann segir verðskrá sjúkratrygginga Íslands hafa verið fasta í mjög langan tíma og hún sé mun lægri en verðskrá tannlækna.

Samningaviðræður standa nú yfir milli tannlækna og velferðarráðuneytisins um að taka upp fasta gjaldskrá meðal tannlækna í skiptum fyrir hækkanir á gjaldskrá sjúkratrygginga um sjötíu og þrjú prósent en um það snérust meðal annars samningaviðræður tannlækna við sjúkratryggingar í sumar sem slitnaði upp úr þar sem tannlæknar vilja hundrað og tíu til fimtán prósenta hækkun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×