Innlent

Saurmengun í vatnsbóli - ófremdarástand í skolpmálum

Ófremdarástand virðist vera í skolpmálum í sveitarfélaginu Garði. Víkurfréttir greina frá því að mannaskítur hafi flætt upp um niðurföll við hús eitt í bænum í síðustu viku og þá hefur greinst saurmengun í einu vatnsbóli bæjarins. Í frétt Víkurfrétta segir þó að engin tengsl virðist vera á milli þessara tveggja atvika.

Atvikið frá því í síðustu viku er rakið til þess að miklar rigningar í byrjun síðustu viku hafi orsakað of mikið álag á fráveitukerfið. Þetta hafa Víkurfréttir eftir Ásmundi Friðrikssyni bæjarstjóra í Garði.

Mengunin í vatnsbólinu er síðan rakin til annars, en fyrir tveimur árum var ákveðið að hætta að nota vatnsbólið. Lokun þess hefur hinsvegar tafist að því er fram kemur í Víkurfréttum, þar sem ekki hefur tekist að að ljúka nauðsynlegum úrbótum á dreifikerfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×