Innlent

Þriggja bíla árekstur á Vestfjörðum

Ísafjörður.
Ísafjörður.
Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum í síðustu viku. Þannig varð umferðaróhapp á Skutulsfjarðarbraut síðasta mánudag þegar bifreið var sveigt af Skutulsfjarðarbraut í átt að íþróttahúsinu, með þeim afleiðingum að önnur bifreið ók aftan á bílinn. Ökumaður annars bílsins var fluttur á sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar.

Þá varð smávægilegt umferðaróhapp á Vestfjarðavegi á föstudaginn en ekki urðu slys á fólki.

Svo varð umferðaróhapp á Djúpvegi við Árholt á sunnudaginn, með þeim hætti að bifreið var ekið í veg fyrir bíl sem ók eftir Djúpvegi. Sá bíll hemlaði snögglega og við það ók annar bíll aftan á hann og lokum ók þriðji bíllinn aftan á þann bíl.  Ekki urðu slys á fólki né miklar skemmdir á ökutækjum.

Einn ökumaður var stöðvaður á Ísafirði um helgina grunaður um ölvun við akstur. Að öðru leiti gekk umferð í umdæminu vel og vegir víðast hvar færir.

Skemmtanahald gekk vel og án teljandi afskipta lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×