Innlent

Enn leitað að samlokuperra á Land Cruiser

Land Cruiser. Ekki er ljóst hvort bifreiðin sem maðurinn var á sé af sömu gerð og þessi. Maðurinn var engu að síður á Land Cruiser sem svartur eða dökkblár að lit.
Land Cruiser. Ekki er ljóst hvort bifreiðin sem maðurinn var á sé af sömu gerð og þessi. Maðurinn var engu að síður á Land Cruiser sem svartur eða dökkblár að lit.
Lögreglan hefur ekki haft hendur í hári manns sem reyndi að tæla tólf ára dreng upp í Land Crusier-jeppa í gær. Samkvæmt frásögn drengsins reyndi maðurinn að lokka hann upp í bílinn með því að bjóða honum samloku.

Drengurinn brást hárrétt við, hann afþakkaði boðið og hljóp því næst heim til sín, þar sem hann tilkynnti foreldrum sínum um atvikið.

Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar málið. Þær upplýsingar fengust að maðurinn hefur ekki fundist, en ekki er búið að útiloka að atvikið eigi sér eðlilegar skýringar.

Lögreglan hvetur ennfremur foreldra til þess að fræða börn sín um hættu þess að fara upp í bíla með ókunnugum.

Talið er að Land Cruiser-jeppinn sé svartur eða dökkblár að lit.


Tengdar fréttir

Reyndi að tæla dreng upp í Landcruiser-jeppa

Tólf ára drengur varð fyrir því í gær að maður reyndi að lokka hann upp í bíl í Grindavík. Lögreglunni var strax gert viðvart um atvikið og að hennar sögn bauð maðurinn drengnum samloku ef hann settist upp í bílinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×