Innlent

Alkar kosta þjóðfélagið 50 - 80 milljarða króna á ári

Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar
Ari Matthíasson.
Ari Matthíasson.
Alkahólismi kostar þjóðfélagið fimmtíu til áttatíu milljarða króna á ári samkvæmt meistarannsókn í heilsuhagfræði. Aðilar þurfi að hugsa um afleiðingarnar áður en frelsi er aukið í áfengissölu segir höfundur rannsóknarinnar.

Ari Matthíasson framkvæmdastjóri Þjóðleikhússins og fyrrum framkvæmdastjóri félags- og útbreiðslusviðs SÁÁ rannsakaði byrði þjóðfélagsins af áfengis- og vímuefnaneyslu á einu ári í meistararannsókn sinni í heilsuhagfræði.

„Í stuttu máli komst ég að því að vandamálið er gríðarlegt, og við erum bæði að missa mikið af ungu fólki í ótímabær dauðsföll og við erum líka að lenda í miklu tapi fyrirsamfélagið þar sem þeir sem eru í áfengis og vímuefnaneyslu eru með miklu minni atvinnuþátttöku og miklu líklegri til að vera öryrkjar en almennt gerist í samfélaginu svo það er mikil glötun verðmæta útaf þessu tilteknuandamáli á íslandi,“ segir Ari.

Þá komst Ari að þeirri niðurstöðu að heildarkostnaður á einu ári væri um 50-80 milljarðar króna eða 3-5 prósent af landsframleiðslu sem er í samræmi við erlendar rannsóknir.

„Það er verið að tala um að þetta sé nú mannréttindi að geta keypt sér ódýrt áfengi úti í matvöruverslun en áður en við tökum ákvörðun um slíkt þurfum við að gera okkur grein fyrir hvert er vandamálið og hvaða áhrif mun það hafa ef að áfengisneysla eykst og síðan spurt okkur viljum við það eða viljum við  stemma stigu við þessu vandamáli með þeim tækjum og tólum sem við höfum sem eru hátt áfengisgjald, takmarkað aðgengi og hár áfengiskaupa aldur og bann við auglýsingum þetta er það sem virkar,“ segir Ari að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×