Innlent

Rúnar sigraði Kaurismäki, Cronenberg og Lars von Trier

Kvikmyndin Eldfjall eftir Rúnar Rúnarsson vann aðalverðlaun dómnefndar á kvikmyndahátíðinni í Denver í gærkvöldi.

Rúnar sló þar með við meisturum á borð við við Lars von Trier, David Cronenberg, Aki Kaurismäki og fleiri. Verðlaunin eru kennd við pólska leikstjórann Krzysztof Kieslowski sem líklega er þekktastur fyrir þríleikinn Hvítan, Rauðan og Bláan.

Að þessu sinni kepptu tæplega hundrað myndir um verðlaunin að því er fram kemur í tilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×