Fleiri fréttir Nokkuð brattur eftir köfunarslys í Silfru Lögreglan á Selfossi fór ásamt sjúkraflutningarmönnum að Silfru á Þingvöllum eftir hádegi í dag. Kafari þurfti að skjóta sér upp á yfirborðið af 18 metra dýpi en svo virðist sem einhver bilun hafi komið í köfunarbúnað mannsins. Varðstjóri hjá lögreglunni segir að maðurinn hafi verið nokkuð brattur eftir þessa reynslu en þegar farið er upp á yfirborðið af svona miklu dýpi er hætta á að menn slasist. 13.11.2011 13:57 Hanna Birna vill ekki í ríkisstjórn með Samfylkingunni vegna ESB Hanna Birna Kristjánsdóttir telur að Sjálfstæðisflokkurinn eigi ekki að mynda ríkisstjórn með Samfylkingu fyrr en samfylkingarmenn breyta um kúrs í evrópumálum. Hún telur vænlegast að halda í krónuna áfram. 13.11.2011 13:09 Dirty Night fór fram á Players þrátt fyrir kæru Kópavogsbæjar Hinn margumtalaði viðburður Dirty Night var haldinn á skemmtistaðnum Players í Kópavogi í gær þrátt fyrir kæru bæjarins. 13.11.2011 12:14 Ölvaður velti bíl í Þverholti Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og töluvert mikið af fólki í miðborg Reykjavíkur, enda fullt tungl, að sögn varðstjóra. 13.11.2011 09:39 Skjálftar í Mýrdalsjökli Um tíu grunnir jarðskjálftar í Mýrdalsjökli komu fram á mælum Veðurstofunnar á um fjörutíu mínútna kafla í kringum klukkan sex í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er skjálftahrina sem þessi ekki óalgeng en undanfarnavikur hafa skjálftar mælst á svæðinu. Enginn af skjálftunum í morgun var stærri en 3 á richter og segir vaktmaður á spádeild að enginn gosórói sé í eldsstöðinni. 13.11.2011 11:57 Ekki í belti og kastaðist út úr bílnum Ökumaður missti stjórn á bíl sínum við Kálfholt á Hellu rétt fyrir klukkan sjö í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá lögreglunni á Selfossi voru tveir í bílnum, kona og karl, og kastaðist annað þeirra út úr bílnum. Samkvæmt varðstjóra var sá sem kastaðist úr úr bílnum ekki í bílbelti en hann lenti í mýri. 13.11.2011 11:28 Tónleikum Costello í Hörpu frestað Fyrirhuguðum tónleikum Elvis Costello í Hörpu hefur verið frestað. Tónleikarnir áttu að fara fram mánudaginn 21. nóvember. 13.11.2011 09:52 Grunur um íkveikju Um þrjú leytið í nótt barst tilkynning um eld í nýbyggingu við Bergstaðastræti í miðborg Reykjavíkur. Töluverður eldur var í klæðningu og stillösum þegar slökkvilið kom á vettvang og fóru dælubíll, körfubíll og sjúkrabíll á staðinn. Mikið tjón varð á húsinu en lögreglu grunar að um íkveikju sé að ræða. Málið er í rannsókn. 13.11.2011 09:41 Atvinnuleysið eykst lítillega Skráð atvinnuleysi í október 2011 var 6,8 prósent en að meðaltali voru 10.918 atvinnulausir og fjölgaði um 0,2 prósentustig milli mánaða. 12.11.2011 20:45 Lögreglan hefur kært lögreglumann fyrir fjárdrátt Lögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er nú til rannsóknar hjá ríkissaksóknara vegna gruns um fjárdrátt. 12.11.2011 18:30 Fannst látinn á almenningssalerni við Hlemm Fjölmennt lið lögreglu eru nú statt fyrir utan Hlemm í miðborg Reykjavíkur og er búið að strengja gulan borða utan um almennissalerni sem er staðsett fyrir utan strætóstoppistöðina, á móti lögreglustöðinni. 12.11.2011 13:55 Umfangsmesta leit síðari ára Sænski ferðamaðurinn sem leitað hafði verið á Sólheimajökli í tæpa tvo sólarhringa fannst látinn rétt fyrir hádegi í dag. Hann var ofan í jökulsprungu en ekki er hægt að fullyrða hvort hann féll ofan í sprunguna eða fór þar ofan í til að leita skjóls. 12.11.2011 20:00 Efnilegir kvikmyndagerðarmenn Hrekkjóttir legókallar og sönglandi nunnur fóru með aðalhlutverk í myndböndum ungra og upprennandi kvikmyndagerðarmanna sem voru verðlaunaðir fyrir verk sín við hátíðlega athöfn í dag. 12.11.2011 18:51 Eyði jólagjöf í heimabænum Jólagjöf starfsmanna Grindavíkurbæjar á þessu ári verður gjafabréf sem virkar sem greiðsla upp í kaup á vöru og þjónustu í Grindavík. Að því er segir á heimasíðu Grindavíkurbæjar er stefnt að því að starfsmennirnir fái gjafabréfin í lok nóvember svo þeir geti nýtt þau fyrir jólin. „Viðkomandi fyrirtæki fá síðan upphæðina greidda á skrifstofu Grindavíkurbæjar gegn framvísun gjafabréfsins,“ segir á vef sveitarfélagsins- 12.11.2011 04:00 Aðeins 17 prósent yfir kostnaðaráætlun Kostnaður vegna Héðinsfjarðarganga reyndist 17,2 prósentum meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir, aðallega vegna vatnsaga. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar, en þar er tekið fram að rangar tölur þar um hafi verið í gangi. Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis hafi til dæmis „ranglega verið haldið fram að umframkostnaður við þessi göng hlaupi á jafnvel 80 til 90 prósentum. Því fer fjarri," segir á vef Vegagerðarinnar. Þar segir jafnframt að misskilninginn megi rekja til þess að fólki hafi láðst að umreikna upphæðir með tilliti til verðlagsþróunar. - þj 12.11.2011 21:30 Norrænir slökkviliðsmenn funda í Reykjavík Stjórn samtaka norænna slökkviliðsmanna fundaði í dag vegna ráðstefnu sem haldin verður í Bergen í Noregi á næsta ári. Á ráðstefnunni koma saman um 120 slökkviliðsmenn frá höfuðborgum allra Norðurlandanna, ásamt Gautaborg og Bergen, en ráðstefnan er haldin einu sinni á ári. 12.11.2011 17:07 Fannst látinn Sænski ferðamaðurinn sem hefur verið leitað að síðan á miðvikudagskvöld, fannst látinn rétt fyrir klukkan tólf í dag. Hann fannst í um 600 metra hæð á Sólheimajökli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Hvolsvelli. 12.11.2011 13:14 Ferðamaðurinn fundinn Sænski ferðamaðurinn sem leitað hefur verið að á Sólheimajökli fannst rétt fyrir klukkan tólf í dag. Hann fannst ofarlega í jöklinum en yfir 300 björgunarsveitarmenn hafa leitað að honum síðasta tvo og hálfan sólarhring. Aðstæður á jöklinum voru mjög slæmar í morgun og veður mjög slæmt. Nánari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu. 12.11.2011 12:33 Alltaf að bæta mig Kristján Magnús Karlsson, þroskahamlaður íþróttamaður og starfsmaður Vífilfells, æfir íþróttir af kappi alla daga vikunnar nema sunnudaga. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari og Kjartan Guðmundsson fylgdust með Kristjáni í leik og starfi. 12.11.2011 12:30 Capacent kemur ekki að ráðningu forstjóra Bankasýslunnar Stjórn Bankasýslu ríkisins mun skipa þriggja manna ráðninganefnd vegna ráðningar nýs forstjóra Bankasýslunnar. Ráðningafyrirtækið Capacent mun ekki koma að ferlinu, líkt og áður. Ný stjórn Bankasýslu ríkisins hefur auglýst laust til umsóknar starf forstjóra Bankasýslunnar. Auglýsingin er samhljóða fyrri auglýsingu um stöðuna, en hún er aðgengileg á vefnum Starfatorg. . "Stjórnin hefur ákveðið að skipa sérstaka ráðningarnefnd til að annast ráðningarferlið þannig að það verður ekki ráðningarstofa sem heldur utan um það eins og síðast," segir Guðrún Ragnarsdóttir, formaður stjórnar Bankasýslunnar. "Við ákváðum að velja þessa leið þar sem hún hefur verið notuð með góðum árangri í ráðningum innan stjórnsýslunnar og þá er yfirleitt farin sú leið að það eru skipaðir þrír aðilar í nefndina. Við eigum eftir að gera það og munum væntanlega gera það eftir helgi," segir Guðrún. Ekki liggur fyrir hvort umsækjendur fara í gegn um samskonar próf og í fyrra ráðningarferli. "Nefndin kemur með tillögur að mótun á ferlinu, það er að segja hvaða ferli það verður sem umsækjendur þurfa að fara í gegn um. Það er stjórnin sem alltaf ber ábyrgð á þessu ferli og stjórnin mun alltaf þurfa að samþykkja þá aðferð eða það ferli sem nefndin leggur til. Síðan er það nefndin sem kemur með tillögur að þremur umsækjendum, líklegast, í lokin til stjórnarinnar og stjórnin síðan velur úr þeim hópi. Þetta er alltaf á ábyrgð stjórnarinnar en nefndin er framkvæmdaraðili fyrir hönd stjórnar," segir hún. Afar fáir sóttu um stöðuna þegar hún var auglýst í fyrra skipti. Spurð hvort gerðara hafa verið sérstakar ráðstafanir til að auka áhuga fólks á að sækja um, segir Guðrún: "Fyrsta skrefið er alltaf að auglýsa og ég vil nota tækifærið til að hvetja fólk til að sækja um. Þetta er auðvitað spennandi starf og gríðarlegt tækifæri til að fá að taka þátt í að móta framtíðarmynd fjármálakerfisins hér á Íslandi." Hún segist vonast til þess að umræðan um Bankasýsluna að undanförnu leiði til þess að fleiri sæki um stöðuna. Umsóknarfrestur er til og með 27. nóvember. 12.11.2011 12:29 Biskupsmálið hefur tekið á Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, ætlar að láta af embætti næsta sumar. Biskup tilkynnti þessa ákvörðun sína í setningarávarpi til Kirkjuþings í morgun. 12.11.2011 12:05 Fór á skeljarnar fyrir framan fullan sal af fólki í Hörpunni - myndband "Ég veit að þér finnst það ógeðslega óþægilegt að fullt af fólki sé að horfa á þig," sagði ungur herramaður á uppistandi grínistans Kevin Smith við kærustu sína sem sat út í sal í Hörpunni í gærkvöldi. 12.11.2011 11:32 Tólf börn fæddust í Reykjavík í gær - síðustu börnin tvíburar Tólf börn fæddust í gær á Landspítalanum í Reykjavík samkvæmt upplýsingum frá fæðingardeildinni. Af þessum tólf voru átta strákar og fjórar stelpur sem komu í heiminn en kennitölur barnanna munu því byrja á 11.11.11. 12.11.2011 11:00 Biskup ætlar að láta af embætti Karl Sigurbjörnsson biskup ætlar að láta af embætti næsta sumar. Þetta kom fram í setningarávarpi hans til kirkjuþings í Grensáskirkju í morgun. 12.11.2011 10:33 Starf forstjóra Bankasýslunnar auglýst Ný stjórn Bankasýslu ríkisins auglýsir laust til umsóknar starf forstjóra Bankasýslunnar. Í auglýsingunni, sem er aðgengileg á Starfatorgi, segir meðal annars að umsækjendur þurfi að hafa háskólapróf sem nýtist í starfi, sérþekkingu á banka- og fjármálum auk leiðtogahæfileika. Fyrri stjórn Bankasýslunnar óskaði eftir að vera leyst frá störfum í lok október vegna umdeildrar ráðningar Páls Magnússonar sem forstjóra. Næsta dag sagði Páll sig frá starfinu. Umsóknarfrestur er til og með 27. nóvember. 12.11.2011 09:59 Sænski ferðamaðurinn ófundinn - þrjú hundruð leita í dag Leit að sænska ferðamanninum á Sólheimajökli heldur áfram í dag. Um þrjú hundruð manns eru við leit, þar af um hundrað á jöklinum sjálfum. 12.11.2011 09:53 Þrjár líkamsárásir og átta ölvaðir undir stýri Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt en átta ökumenn voru teknir vegna gruns um ölvun við akstur og einn ökumaður var tekinn undir áhrifum fíkniefna. Þrjár minniháttar líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglu en enginn kæra hefur borist inn á borð varðstjóra. Þá fóru lögreglumenn á þrettán veitingastaði í miðborginni í nótt og að sögn varðstjóra var engum þeirra lokað. Sex gistu fangageymslu. Fjórir vegna ölvunar og tveir vegna ölvunaraksturs - annar þeirra stal reyndar líka bíl í Stigahlíðinni í gærdag og var einungis að sofa úr sér áfengisvímuna áður en hann verður yfirheyrður síðar í dag. 12.11.2011 09:16 Móðirin vöruð við níðingnum Móðir drengs, sem þurfti að þola gróft kynferðisofbeldi í áraraðir, var vöruð sterklega við að láta drenginn í hendur brotamannsins fyrir níu árum. Við húsleit hjá manninum, sem var dæmdur barnaníðingur, fundust þá kynferðislegar myndir af börnum og jafnframt myndir af drengnum í fangi hans. 12.11.2011 09:00 Oddfellowar gefa fullbúna líknardeild Oddfellow-reglan mun annast innréttingar og tækjabúnað í nýrri álmu við líknardeild Landspítalans í Kópavogi. 12.11.2011 07:00 Hreindýr valda milljónatjóni Tjón á girðingum og ræktarlandi af völdum hreindýra hjá bændum í Flatey á Mýrum á þessu ári nemur um 8,5 milljónum króna. Frá því er greint í Bændablaðinu að hreindýr hafi valdið miklu tjóni hjá bændum á Mýrum í Hornafirði undanfarin ár. 12.11.2011 06:00 Bjarni og Hanna Birna vilja ekki svara Bjarni Benediktsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir, formannsframbjóðendur Sjálfstæðisflokksins, hafna því að svara spurningalista sem Fréttablaðið sendi þeim. Aðstoðarfólk þeirra hafði samráð sín á milli um að svara ekki spurningunum. Hér á eftir fara spurningarnar sem frambjóðendurnir svöruðu ekki: 12.11.2011 06:00 Formenn stýri viðræðunum við ESB Sjálfstæðir Evrópumenn ætla að leggja fram málamiðlunartillögu um aðildarviðræður við ESB á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um næstu helgi. 12.11.2011 05:00 Kjötskortur hækkar lán heimila Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir kjötskort hafa hækkað lán heimilanna um 7,6 milljarða króna. Framleiðendur hafi hækkað verð á allri kjötvöru langt umfram verðlagsþróun. Það hafi áhrif á vísitöluna. 12.11.2011 05:00 Fresta æfingu vegna leitar Umfangsmikil leit að týndum ferðamanni við Sólheimajökul sem staðið hefur yfir undanfarna daga veldur því að fresta þarf flugslysaæfingu á Keflavíkurflugvelli sem átti að fara fram í dag. 12.11.2011 05:00 Áfengisneysla ekki lengur skráð Hagstofa Íslands hætti nýlega að halda saman upplýsingum um sölu og neyslu áfengis með jafn ítarlegum hætti og hefur verið undanfarin ár. Ástæðan er niðurskurður hjá hinu opinbera. 12.11.2011 03:15 Mun boða forstjóra Barnaverndastofu á sinn fund Björgvin G. Sigurðsson, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, ætlar að boða Braga Guðbrandsson, forstöðumann Barnaverndastofu, fyrir nefndina til þess að ræða gagnrýni hans á úrræðaleysi í málefnum kynferðisbrotamanna. 11.11.2011 20:07 Um 60 þúsund Neyðarkallar seldust Sala björgunarsveitanna á Neyðarkallinum í síðustu viku gekk vel, að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Neyðarkallinn var seldur um allt land fyrstu helgina í nóvember og Ólöf segir að menn telji að um 60 þúsund eintök hafi selst. Hver Neyðarkall var seldur á 1500 krónur og því má áætla að tekjur af sölunni hafi numið um 90 milljónum króna. 11.11.2011 20:49 Flestir gefa ekkert upp Meirihluti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins gefur ekki upp afstöðu sína varðandi stuðning við formannsefnin í Sjálfstæðisflokknum. Þrír borgarfulltrúar styðja Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í formanninn. 11.11.2011 20:22 Meintur kókaínsmyglari í gæsluvarðhald Hæstiréttur Íslands úrskurðaði í gær Litháa í gæsluvarðhald til 2. desember vegna meints innflutnings á kókaíni. Héraðsdómur Suðurlands hafði áður hafnað gæsluvarðhaldskröfu lögreglu yfir manninum og dæmt hann til að sæta farbanni. Lögreglustjórinn á Selfossi kærði þá til Hæstaréttar úrskurð héraðsdóms um að maðurinn skyldi sæta farbanni í stað gæsluvarðhalds. 11.11.2011 17:47 Leita fram á nótt Tæplega 200 manns hafa verið við leit á Sólheimajökli í dag, þar af um 50-60 á jöklinum sjálfum. Áhersla er lögð á að fínkemba jökulinn og svæðið í kringum hann og er það verk langt komið. Einhverjar vísbendingar hafa fundist, meðal annars spor og hanski, og verið er að vinna úr þeim. Þær gefa þó ekki tilefni til að breyta stefnu leitarinnar. 11.11.2011 17:20 Sjö börn með kennitöluna 11.11.11. Sjö börn hafa fæðst það sem af er degi á Landspítalanum í Reykjavík samkvæmt upplýsingum frá fæðingadeildinni. 11.11.2011 16:31 Segja að nýr spítali spari þrjá milljarða Í nýrri skýrslu sem unnin hefur verið fyrir Landspítalann kemur fram að bygging nýs spítala á Hringbraut muni spara hátt í þrjá milljarða króna í rekstri árlega. Norska ráðgjafafyrirtækið Hospitalitet as vann skýrsluna en þar voru bornir saman tveir valkostir, að halda áfram núverandi rekstri í Fossvogi, við Hringbraut og víðar, eða að byggja einn stóran spítala við Hringbraut. Í heild sýna útreikningarnir að 2,6 milljarðar sparast árlega. Jafnframt sýna núvirðisreikningar á kostnaði og sparnaði til næstu 40 ára að mun hagkvæmara sé að byggja við Hringbraut. 11.11.2011 16:26 Prófessor á slóðir strippstaða og tugthúsmeistarans Helgi Gunnlaugsson, prófessor við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands, mun fræða áhugasama um stípibúllur, bjórbann, tugthúsmeistarann og fyrsta dómsalinn á morgun. 11.11.2011 15:54 Bjarni og Cameron funduðu í Lundúnum Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fundaði í dag með kollega sínum David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. Þeir hittust í Lundúnum í morgun og ræddu ESB, efnahagsmál og Icesave en Bjarni sækir nú ráðstefnu íhaldsflokka í Lundúnum. 11.11.2011 15:17 Flugslysaæfingu frestað vegna Svíans Flugslysaæfingu sem fyrirhuguð varað halda á Keflavíkurflugvelli á morgun, laugardaginn 12. nóvember, hefur verið frestað en stór hluti viðbragðsaðila er nú við leitarstörf á Suðurlandi, þar sem leitað er Svía. 11.11.2011 14:23 Sjá næstu 50 fréttir
Nokkuð brattur eftir köfunarslys í Silfru Lögreglan á Selfossi fór ásamt sjúkraflutningarmönnum að Silfru á Þingvöllum eftir hádegi í dag. Kafari þurfti að skjóta sér upp á yfirborðið af 18 metra dýpi en svo virðist sem einhver bilun hafi komið í köfunarbúnað mannsins. Varðstjóri hjá lögreglunni segir að maðurinn hafi verið nokkuð brattur eftir þessa reynslu en þegar farið er upp á yfirborðið af svona miklu dýpi er hætta á að menn slasist. 13.11.2011 13:57
Hanna Birna vill ekki í ríkisstjórn með Samfylkingunni vegna ESB Hanna Birna Kristjánsdóttir telur að Sjálfstæðisflokkurinn eigi ekki að mynda ríkisstjórn með Samfylkingu fyrr en samfylkingarmenn breyta um kúrs í evrópumálum. Hún telur vænlegast að halda í krónuna áfram. 13.11.2011 13:09
Dirty Night fór fram á Players þrátt fyrir kæru Kópavogsbæjar Hinn margumtalaði viðburður Dirty Night var haldinn á skemmtistaðnum Players í Kópavogi í gær þrátt fyrir kæru bæjarins. 13.11.2011 12:14
Ölvaður velti bíl í Þverholti Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og töluvert mikið af fólki í miðborg Reykjavíkur, enda fullt tungl, að sögn varðstjóra. 13.11.2011 09:39
Skjálftar í Mýrdalsjökli Um tíu grunnir jarðskjálftar í Mýrdalsjökli komu fram á mælum Veðurstofunnar á um fjörutíu mínútna kafla í kringum klukkan sex í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er skjálftahrina sem þessi ekki óalgeng en undanfarnavikur hafa skjálftar mælst á svæðinu. Enginn af skjálftunum í morgun var stærri en 3 á richter og segir vaktmaður á spádeild að enginn gosórói sé í eldsstöðinni. 13.11.2011 11:57
Ekki í belti og kastaðist út úr bílnum Ökumaður missti stjórn á bíl sínum við Kálfholt á Hellu rétt fyrir klukkan sjö í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá lögreglunni á Selfossi voru tveir í bílnum, kona og karl, og kastaðist annað þeirra út úr bílnum. Samkvæmt varðstjóra var sá sem kastaðist úr úr bílnum ekki í bílbelti en hann lenti í mýri. 13.11.2011 11:28
Tónleikum Costello í Hörpu frestað Fyrirhuguðum tónleikum Elvis Costello í Hörpu hefur verið frestað. Tónleikarnir áttu að fara fram mánudaginn 21. nóvember. 13.11.2011 09:52
Grunur um íkveikju Um þrjú leytið í nótt barst tilkynning um eld í nýbyggingu við Bergstaðastræti í miðborg Reykjavíkur. Töluverður eldur var í klæðningu og stillösum þegar slökkvilið kom á vettvang og fóru dælubíll, körfubíll og sjúkrabíll á staðinn. Mikið tjón varð á húsinu en lögreglu grunar að um íkveikju sé að ræða. Málið er í rannsókn. 13.11.2011 09:41
Atvinnuleysið eykst lítillega Skráð atvinnuleysi í október 2011 var 6,8 prósent en að meðaltali voru 10.918 atvinnulausir og fjölgaði um 0,2 prósentustig milli mánaða. 12.11.2011 20:45
Lögreglan hefur kært lögreglumann fyrir fjárdrátt Lögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er nú til rannsóknar hjá ríkissaksóknara vegna gruns um fjárdrátt. 12.11.2011 18:30
Fannst látinn á almenningssalerni við Hlemm Fjölmennt lið lögreglu eru nú statt fyrir utan Hlemm í miðborg Reykjavíkur og er búið að strengja gulan borða utan um almennissalerni sem er staðsett fyrir utan strætóstoppistöðina, á móti lögreglustöðinni. 12.11.2011 13:55
Umfangsmesta leit síðari ára Sænski ferðamaðurinn sem leitað hafði verið á Sólheimajökli í tæpa tvo sólarhringa fannst látinn rétt fyrir hádegi í dag. Hann var ofan í jökulsprungu en ekki er hægt að fullyrða hvort hann féll ofan í sprunguna eða fór þar ofan í til að leita skjóls. 12.11.2011 20:00
Efnilegir kvikmyndagerðarmenn Hrekkjóttir legókallar og sönglandi nunnur fóru með aðalhlutverk í myndböndum ungra og upprennandi kvikmyndagerðarmanna sem voru verðlaunaðir fyrir verk sín við hátíðlega athöfn í dag. 12.11.2011 18:51
Eyði jólagjöf í heimabænum Jólagjöf starfsmanna Grindavíkurbæjar á þessu ári verður gjafabréf sem virkar sem greiðsla upp í kaup á vöru og þjónustu í Grindavík. Að því er segir á heimasíðu Grindavíkurbæjar er stefnt að því að starfsmennirnir fái gjafabréfin í lok nóvember svo þeir geti nýtt þau fyrir jólin. „Viðkomandi fyrirtæki fá síðan upphæðina greidda á skrifstofu Grindavíkurbæjar gegn framvísun gjafabréfsins,“ segir á vef sveitarfélagsins- 12.11.2011 04:00
Aðeins 17 prósent yfir kostnaðaráætlun Kostnaður vegna Héðinsfjarðarganga reyndist 17,2 prósentum meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir, aðallega vegna vatnsaga. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar, en þar er tekið fram að rangar tölur þar um hafi verið í gangi. Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis hafi til dæmis „ranglega verið haldið fram að umframkostnaður við þessi göng hlaupi á jafnvel 80 til 90 prósentum. Því fer fjarri," segir á vef Vegagerðarinnar. Þar segir jafnframt að misskilninginn megi rekja til þess að fólki hafi láðst að umreikna upphæðir með tilliti til verðlagsþróunar. - þj 12.11.2011 21:30
Norrænir slökkviliðsmenn funda í Reykjavík Stjórn samtaka norænna slökkviliðsmanna fundaði í dag vegna ráðstefnu sem haldin verður í Bergen í Noregi á næsta ári. Á ráðstefnunni koma saman um 120 slökkviliðsmenn frá höfuðborgum allra Norðurlandanna, ásamt Gautaborg og Bergen, en ráðstefnan er haldin einu sinni á ári. 12.11.2011 17:07
Fannst látinn Sænski ferðamaðurinn sem hefur verið leitað að síðan á miðvikudagskvöld, fannst látinn rétt fyrir klukkan tólf í dag. Hann fannst í um 600 metra hæð á Sólheimajökli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Hvolsvelli. 12.11.2011 13:14
Ferðamaðurinn fundinn Sænski ferðamaðurinn sem leitað hefur verið að á Sólheimajökli fannst rétt fyrir klukkan tólf í dag. Hann fannst ofarlega í jöklinum en yfir 300 björgunarsveitarmenn hafa leitað að honum síðasta tvo og hálfan sólarhring. Aðstæður á jöklinum voru mjög slæmar í morgun og veður mjög slæmt. Nánari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu. 12.11.2011 12:33
Alltaf að bæta mig Kristján Magnús Karlsson, þroskahamlaður íþróttamaður og starfsmaður Vífilfells, æfir íþróttir af kappi alla daga vikunnar nema sunnudaga. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari og Kjartan Guðmundsson fylgdust með Kristjáni í leik og starfi. 12.11.2011 12:30
Capacent kemur ekki að ráðningu forstjóra Bankasýslunnar Stjórn Bankasýslu ríkisins mun skipa þriggja manna ráðninganefnd vegna ráðningar nýs forstjóra Bankasýslunnar. Ráðningafyrirtækið Capacent mun ekki koma að ferlinu, líkt og áður. Ný stjórn Bankasýslu ríkisins hefur auglýst laust til umsóknar starf forstjóra Bankasýslunnar. Auglýsingin er samhljóða fyrri auglýsingu um stöðuna, en hún er aðgengileg á vefnum Starfatorg. . "Stjórnin hefur ákveðið að skipa sérstaka ráðningarnefnd til að annast ráðningarferlið þannig að það verður ekki ráðningarstofa sem heldur utan um það eins og síðast," segir Guðrún Ragnarsdóttir, formaður stjórnar Bankasýslunnar. "Við ákváðum að velja þessa leið þar sem hún hefur verið notuð með góðum árangri í ráðningum innan stjórnsýslunnar og þá er yfirleitt farin sú leið að það eru skipaðir þrír aðilar í nefndina. Við eigum eftir að gera það og munum væntanlega gera það eftir helgi," segir Guðrún. Ekki liggur fyrir hvort umsækjendur fara í gegn um samskonar próf og í fyrra ráðningarferli. "Nefndin kemur með tillögur að mótun á ferlinu, það er að segja hvaða ferli það verður sem umsækjendur þurfa að fara í gegn um. Það er stjórnin sem alltaf ber ábyrgð á þessu ferli og stjórnin mun alltaf þurfa að samþykkja þá aðferð eða það ferli sem nefndin leggur til. Síðan er það nefndin sem kemur með tillögur að þremur umsækjendum, líklegast, í lokin til stjórnarinnar og stjórnin síðan velur úr þeim hópi. Þetta er alltaf á ábyrgð stjórnarinnar en nefndin er framkvæmdaraðili fyrir hönd stjórnar," segir hún. Afar fáir sóttu um stöðuna þegar hún var auglýst í fyrra skipti. Spurð hvort gerðara hafa verið sérstakar ráðstafanir til að auka áhuga fólks á að sækja um, segir Guðrún: "Fyrsta skrefið er alltaf að auglýsa og ég vil nota tækifærið til að hvetja fólk til að sækja um. Þetta er auðvitað spennandi starf og gríðarlegt tækifæri til að fá að taka þátt í að móta framtíðarmynd fjármálakerfisins hér á Íslandi." Hún segist vonast til þess að umræðan um Bankasýsluna að undanförnu leiði til þess að fleiri sæki um stöðuna. Umsóknarfrestur er til og með 27. nóvember. 12.11.2011 12:29
Biskupsmálið hefur tekið á Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, ætlar að láta af embætti næsta sumar. Biskup tilkynnti þessa ákvörðun sína í setningarávarpi til Kirkjuþings í morgun. 12.11.2011 12:05
Fór á skeljarnar fyrir framan fullan sal af fólki í Hörpunni - myndband "Ég veit að þér finnst það ógeðslega óþægilegt að fullt af fólki sé að horfa á þig," sagði ungur herramaður á uppistandi grínistans Kevin Smith við kærustu sína sem sat út í sal í Hörpunni í gærkvöldi. 12.11.2011 11:32
Tólf börn fæddust í Reykjavík í gær - síðustu börnin tvíburar Tólf börn fæddust í gær á Landspítalanum í Reykjavík samkvæmt upplýsingum frá fæðingardeildinni. Af þessum tólf voru átta strákar og fjórar stelpur sem komu í heiminn en kennitölur barnanna munu því byrja á 11.11.11. 12.11.2011 11:00
Biskup ætlar að láta af embætti Karl Sigurbjörnsson biskup ætlar að láta af embætti næsta sumar. Þetta kom fram í setningarávarpi hans til kirkjuþings í Grensáskirkju í morgun. 12.11.2011 10:33
Starf forstjóra Bankasýslunnar auglýst Ný stjórn Bankasýslu ríkisins auglýsir laust til umsóknar starf forstjóra Bankasýslunnar. Í auglýsingunni, sem er aðgengileg á Starfatorgi, segir meðal annars að umsækjendur þurfi að hafa háskólapróf sem nýtist í starfi, sérþekkingu á banka- og fjármálum auk leiðtogahæfileika. Fyrri stjórn Bankasýslunnar óskaði eftir að vera leyst frá störfum í lok október vegna umdeildrar ráðningar Páls Magnússonar sem forstjóra. Næsta dag sagði Páll sig frá starfinu. Umsóknarfrestur er til og með 27. nóvember. 12.11.2011 09:59
Sænski ferðamaðurinn ófundinn - þrjú hundruð leita í dag Leit að sænska ferðamanninum á Sólheimajökli heldur áfram í dag. Um þrjú hundruð manns eru við leit, þar af um hundrað á jöklinum sjálfum. 12.11.2011 09:53
Þrjár líkamsárásir og átta ölvaðir undir stýri Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt en átta ökumenn voru teknir vegna gruns um ölvun við akstur og einn ökumaður var tekinn undir áhrifum fíkniefna. Þrjár minniháttar líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglu en enginn kæra hefur borist inn á borð varðstjóra. Þá fóru lögreglumenn á þrettán veitingastaði í miðborginni í nótt og að sögn varðstjóra var engum þeirra lokað. Sex gistu fangageymslu. Fjórir vegna ölvunar og tveir vegna ölvunaraksturs - annar þeirra stal reyndar líka bíl í Stigahlíðinni í gærdag og var einungis að sofa úr sér áfengisvímuna áður en hann verður yfirheyrður síðar í dag. 12.11.2011 09:16
Móðirin vöruð við níðingnum Móðir drengs, sem þurfti að þola gróft kynferðisofbeldi í áraraðir, var vöruð sterklega við að láta drenginn í hendur brotamannsins fyrir níu árum. Við húsleit hjá manninum, sem var dæmdur barnaníðingur, fundust þá kynferðislegar myndir af börnum og jafnframt myndir af drengnum í fangi hans. 12.11.2011 09:00
Oddfellowar gefa fullbúna líknardeild Oddfellow-reglan mun annast innréttingar og tækjabúnað í nýrri álmu við líknardeild Landspítalans í Kópavogi. 12.11.2011 07:00
Hreindýr valda milljónatjóni Tjón á girðingum og ræktarlandi af völdum hreindýra hjá bændum í Flatey á Mýrum á þessu ári nemur um 8,5 milljónum króna. Frá því er greint í Bændablaðinu að hreindýr hafi valdið miklu tjóni hjá bændum á Mýrum í Hornafirði undanfarin ár. 12.11.2011 06:00
Bjarni og Hanna Birna vilja ekki svara Bjarni Benediktsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir, formannsframbjóðendur Sjálfstæðisflokksins, hafna því að svara spurningalista sem Fréttablaðið sendi þeim. Aðstoðarfólk þeirra hafði samráð sín á milli um að svara ekki spurningunum. Hér á eftir fara spurningarnar sem frambjóðendurnir svöruðu ekki: 12.11.2011 06:00
Formenn stýri viðræðunum við ESB Sjálfstæðir Evrópumenn ætla að leggja fram málamiðlunartillögu um aðildarviðræður við ESB á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um næstu helgi. 12.11.2011 05:00
Kjötskortur hækkar lán heimila Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir kjötskort hafa hækkað lán heimilanna um 7,6 milljarða króna. Framleiðendur hafi hækkað verð á allri kjötvöru langt umfram verðlagsþróun. Það hafi áhrif á vísitöluna. 12.11.2011 05:00
Fresta æfingu vegna leitar Umfangsmikil leit að týndum ferðamanni við Sólheimajökul sem staðið hefur yfir undanfarna daga veldur því að fresta þarf flugslysaæfingu á Keflavíkurflugvelli sem átti að fara fram í dag. 12.11.2011 05:00
Áfengisneysla ekki lengur skráð Hagstofa Íslands hætti nýlega að halda saman upplýsingum um sölu og neyslu áfengis með jafn ítarlegum hætti og hefur verið undanfarin ár. Ástæðan er niðurskurður hjá hinu opinbera. 12.11.2011 03:15
Mun boða forstjóra Barnaverndastofu á sinn fund Björgvin G. Sigurðsson, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, ætlar að boða Braga Guðbrandsson, forstöðumann Barnaverndastofu, fyrir nefndina til þess að ræða gagnrýni hans á úrræðaleysi í málefnum kynferðisbrotamanna. 11.11.2011 20:07
Um 60 þúsund Neyðarkallar seldust Sala björgunarsveitanna á Neyðarkallinum í síðustu viku gekk vel, að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Neyðarkallinn var seldur um allt land fyrstu helgina í nóvember og Ólöf segir að menn telji að um 60 þúsund eintök hafi selst. Hver Neyðarkall var seldur á 1500 krónur og því má áætla að tekjur af sölunni hafi numið um 90 milljónum króna. 11.11.2011 20:49
Flestir gefa ekkert upp Meirihluti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins gefur ekki upp afstöðu sína varðandi stuðning við formannsefnin í Sjálfstæðisflokknum. Þrír borgarfulltrúar styðja Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í formanninn. 11.11.2011 20:22
Meintur kókaínsmyglari í gæsluvarðhald Hæstiréttur Íslands úrskurðaði í gær Litháa í gæsluvarðhald til 2. desember vegna meints innflutnings á kókaíni. Héraðsdómur Suðurlands hafði áður hafnað gæsluvarðhaldskröfu lögreglu yfir manninum og dæmt hann til að sæta farbanni. Lögreglustjórinn á Selfossi kærði þá til Hæstaréttar úrskurð héraðsdóms um að maðurinn skyldi sæta farbanni í stað gæsluvarðhalds. 11.11.2011 17:47
Leita fram á nótt Tæplega 200 manns hafa verið við leit á Sólheimajökli í dag, þar af um 50-60 á jöklinum sjálfum. Áhersla er lögð á að fínkemba jökulinn og svæðið í kringum hann og er það verk langt komið. Einhverjar vísbendingar hafa fundist, meðal annars spor og hanski, og verið er að vinna úr þeim. Þær gefa þó ekki tilefni til að breyta stefnu leitarinnar. 11.11.2011 17:20
Sjö börn með kennitöluna 11.11.11. Sjö börn hafa fæðst það sem af er degi á Landspítalanum í Reykjavík samkvæmt upplýsingum frá fæðingadeildinni. 11.11.2011 16:31
Segja að nýr spítali spari þrjá milljarða Í nýrri skýrslu sem unnin hefur verið fyrir Landspítalann kemur fram að bygging nýs spítala á Hringbraut muni spara hátt í þrjá milljarða króna í rekstri árlega. Norska ráðgjafafyrirtækið Hospitalitet as vann skýrsluna en þar voru bornir saman tveir valkostir, að halda áfram núverandi rekstri í Fossvogi, við Hringbraut og víðar, eða að byggja einn stóran spítala við Hringbraut. Í heild sýna útreikningarnir að 2,6 milljarðar sparast árlega. Jafnframt sýna núvirðisreikningar á kostnaði og sparnaði til næstu 40 ára að mun hagkvæmara sé að byggja við Hringbraut. 11.11.2011 16:26
Prófessor á slóðir strippstaða og tugthúsmeistarans Helgi Gunnlaugsson, prófessor við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands, mun fræða áhugasama um stípibúllur, bjórbann, tugthúsmeistarann og fyrsta dómsalinn á morgun. 11.11.2011 15:54
Bjarni og Cameron funduðu í Lundúnum Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fundaði í dag með kollega sínum David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. Þeir hittust í Lundúnum í morgun og ræddu ESB, efnahagsmál og Icesave en Bjarni sækir nú ráðstefnu íhaldsflokka í Lundúnum. 11.11.2011 15:17
Flugslysaæfingu frestað vegna Svíans Flugslysaæfingu sem fyrirhuguð varað halda á Keflavíkurflugvelli á morgun, laugardaginn 12. nóvember, hefur verið frestað en stór hluti viðbragðsaðila er nú við leitarstörf á Suðurlandi, þar sem leitað er Svía. 11.11.2011 14:23