Innlent

Kvörtuðu yfir afstöðu Rússa

Árum saman hefur verið tekist á um nýtingu karfa á Reykjaneshrygg. Landhelgisgæslan hafði ítrekað afskipti af skipum sem þar voru að veiðum.
mynd/lhg
Árum saman hefur verið tekist á um nýtingu karfa á Reykjaneshrygg. Landhelgisgæslan hafði ítrekað afskipti af skipum sem þar voru að veiðum. mynd/lhg
Ísland hefur komið á framfæri vonbrigðum vegna afstöðu Rússlands til ráðgjafar ICES um stjórnun úthafskarfa á Reykjaneshrygg. Þetta var gert á 12. fundi samstarfsnefndar Íslands og Rússlands um sjávarútvegsmál sem haldinn var í byrjun október.

Á fundinum var sérstaklega rætt um mikilvægi þess að Rússar yrðu aðilar að samkomulagi sem náðist fyrr á árinu um stjórnun veiðanna. Það er skoðun íslenskra yfirvalda að óhóflegar veiðar Rússlands dragi að óbreyttu úr möguleikum þess að rétta megi við bága stöðu stofnana.

Þá var jafnframt rædd staðan í samningaviðræðum um makríl og lýstu báðir aðilar yfir mikilvægi þess að fyrr en síðar náist samkomulag sem tryggi sjálfbæra nýtingu stofnsins.

Á fundinum skiptust fulltrúar landanna á upplýsingum um framkvæmd Smugusamningsins svokallaða á milli ríkisstjórnar Íslands, Noregs og Rússlands um samstarf á sviði sjávarútvegs. Fjallað var um samstarf á sviði veiðieftirlits, hafrannsókna og veiðistjórnunar sameiginlegra stofna á Norður-Atlantshafi.- shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×