Vill eftirlitsheimildir vegna barnaníðinga 14. nóvember 2011 11:15 Bragi Guðbrandsson. Bragi Guðbrandsson, forstöðumaður Barnaverndarstofu, segir knýjandi að Alþingi samþykki lög sem geri kleift að hafa eftirlit með þeim kynferðisbrotamönnum sem hættulegastir séu börnum. „Hérlendis eru engar heimildir til eftirlits með kynferðisbrotamönnum sem hlotið hafa dóma og eru búnir að afplána þá," segir Bragi. Hann kveður Barnaverndarstofu hafa lagt til við endurskoðun barnaverndarlaga í fyrra að slíkt eftirlit yrði gert heimilt með kynferðisbrotamönnum sem metnir væru mjög hættulegir. Það hafi þó ekki fengist í gegn hjá félagsmálanefnd Alþingis. Björgvin G. Sigurðsson, formaður allsherjarnefndar Alþingis, sagðist á visir.is á föstudag vilja Braga á fund nefndarinnar til að ræða þessi mál. Bragi segir að gert yrði áhættumat á þeim sem hlytu dóma fyrir kynferðisbrot gegn barni. „Þeim sem eru metnir með mikla áhættu, það er einstaklingum með barnagirnd á háu stigi, þarf beinlínis að hafa eftirlit með eftir afplánun. Þetta hefur reynst mjög vel í Bandaríkjunum og Bretlandi sem dæmi," segir Bragi. Að sögn Braga yrðu menn heimsóttir reglulega og þeim sett skilyrði. „Til dæmis um að þeir megi ekki dvelja undir sama þaki og börn eða vera einir með börnum. Ef þeir séu staðnir að slíku sé það ígildi brots. Þá væru heimildir til að vara þá við sem byggju í næsta nágrenni við þessa menn," segir Bragi og bætir við að veita yrði viðkomandi strangt aðhald. „Margir þeirra reyna að halda sig á mottunni en þeir ráða ekki við sig sjálfir því þetta er svo sterk árátta. Það eru jafnvel dæmi um að þeir sjálfir séu eftirliti síst mótfallnir." Þótt slíkt eftirlit og skilyrði myndi skerða persónufrelsi manna eftir afplánun segir Bragi það vel réttlætanlegt. Miklir hagsmunir séu í húfi fyrir hugsanlega þolendur. „Ég tel að okkur beri skylda til að gera allt sem í okkar valdi stendur til að varna því að börn verði fyrir barðinu á þessum mönnum. Þessar lagabætur myndu örugglega forða mörgum börnum í framtíðinni," segir hann. Einnig nefnir Bragi að Barnaverndarstofa þurfi að fá upplýsingar um búsetu manna eftir afplánum og heimild til að tilkynna barnaverndarnefnd á þeim stað um búsetuna. „Menn með barnagirnd á háu stigi eru gangandi tímasprengjur; síbrotamenn á þessu sviði og geta ekki stöðvað sig nema með verulegri hjálp," segir Bragi, sem telur að þennan hóp manna fylli á bilinu fimm til tíu einstaklingar hérlendis. „Við getum gert svo miklu betur í þessum efnum og þetta nýjasta mál er mjög gott dæmi um það," segir Bragi og vísar í dóm yfir manni sem braut á ungum dreng í áraraðir þrátt fyrir að lögregla varaði móður drengsins við manninum „Þessi maður er búinn að fá fimm dóma á einum áratug. Það segir okkur að fælingarmáttur refsingarinnar hefur lítið að segja í þessu tilliti," segir Bragi. Dómurinn veki margar áleitnar spurningar sem þurfi að skoða. „En það er eins gott að hrapa ekki að ályktunum." gar@frettabladid.is Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Sjá meira
Bragi Guðbrandsson, forstöðumaður Barnaverndarstofu, segir knýjandi að Alþingi samþykki lög sem geri kleift að hafa eftirlit með þeim kynferðisbrotamönnum sem hættulegastir séu börnum. „Hérlendis eru engar heimildir til eftirlits með kynferðisbrotamönnum sem hlotið hafa dóma og eru búnir að afplána þá," segir Bragi. Hann kveður Barnaverndarstofu hafa lagt til við endurskoðun barnaverndarlaga í fyrra að slíkt eftirlit yrði gert heimilt með kynferðisbrotamönnum sem metnir væru mjög hættulegir. Það hafi þó ekki fengist í gegn hjá félagsmálanefnd Alþingis. Björgvin G. Sigurðsson, formaður allsherjarnefndar Alþingis, sagðist á visir.is á föstudag vilja Braga á fund nefndarinnar til að ræða þessi mál. Bragi segir að gert yrði áhættumat á þeim sem hlytu dóma fyrir kynferðisbrot gegn barni. „Þeim sem eru metnir með mikla áhættu, það er einstaklingum með barnagirnd á háu stigi, þarf beinlínis að hafa eftirlit með eftir afplánun. Þetta hefur reynst mjög vel í Bandaríkjunum og Bretlandi sem dæmi," segir Bragi. Að sögn Braga yrðu menn heimsóttir reglulega og þeim sett skilyrði. „Til dæmis um að þeir megi ekki dvelja undir sama þaki og börn eða vera einir með börnum. Ef þeir séu staðnir að slíku sé það ígildi brots. Þá væru heimildir til að vara þá við sem byggju í næsta nágrenni við þessa menn," segir Bragi og bætir við að veita yrði viðkomandi strangt aðhald. „Margir þeirra reyna að halda sig á mottunni en þeir ráða ekki við sig sjálfir því þetta er svo sterk árátta. Það eru jafnvel dæmi um að þeir sjálfir séu eftirliti síst mótfallnir." Þótt slíkt eftirlit og skilyrði myndi skerða persónufrelsi manna eftir afplánun segir Bragi það vel réttlætanlegt. Miklir hagsmunir séu í húfi fyrir hugsanlega þolendur. „Ég tel að okkur beri skylda til að gera allt sem í okkar valdi stendur til að varna því að börn verði fyrir barðinu á þessum mönnum. Þessar lagabætur myndu örugglega forða mörgum börnum í framtíðinni," segir hann. Einnig nefnir Bragi að Barnaverndarstofa þurfi að fá upplýsingar um búsetu manna eftir afplánum og heimild til að tilkynna barnaverndarnefnd á þeim stað um búsetuna. „Menn með barnagirnd á háu stigi eru gangandi tímasprengjur; síbrotamenn á þessu sviði og geta ekki stöðvað sig nema með verulegri hjálp," segir Bragi, sem telur að þennan hóp manna fylli á bilinu fimm til tíu einstaklingar hérlendis. „Við getum gert svo miklu betur í þessum efnum og þetta nýjasta mál er mjög gott dæmi um það," segir Bragi og vísar í dóm yfir manni sem braut á ungum dreng í áraraðir þrátt fyrir að lögregla varaði móður drengsins við manninum „Þessi maður er búinn að fá fimm dóma á einum áratug. Það segir okkur að fælingarmáttur refsingarinnar hefur lítið að segja í þessu tilliti," segir Bragi. Dómurinn veki margar áleitnar spurningar sem þurfi að skoða. „En það er eins gott að hrapa ekki að ályktunum." gar@frettabladid.is
Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Sjá meira