Innlent

Reyndi að tæla dreng upp í Landcruiser-jeppa

Tólf ára drengur varð fyrir því í gær að maður reyndi að lokka hann upp í bíl í Grindavík. Lögreglunni var strax gert viðvart um atvikið og að hennar sögn bauð maðurinn drengnum samloku ef hann settist upp í bílinn.

Drengurinn hlaup skelkaður heim til sín. Hann gat gefið greinargóða lýsingu á bíl mannsins, sem er dökkblár eða svartur Toyota Landcruiser-jeppi.

Lögreglan hafði í gærkvöld ekki fundið bílinn. Því er beint til foreldra að brýna fyrir börnum sínum að fara aldrei upp í bíl með ókunnugum. - áp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×