Innlent

Giffords tjáir sig í fyrsta sinn um skotárásina

Mynd/AP
Bandaríska þingkonan Gabrielle Giffords, sem skotin var í höfuðið af stuttu færi af óðum byssumanni í janúar á þessu ári hefur nú í fyrsta sinn tjáð sig við fjölmiðla. Giffords ræddi við sjónvarpskonuna Diane Sawyer í fréttaþættinum 20/20 á sjónvarpsstöðinni ABC en þátturinn fer í loftið í kvöld.

Sex létust og þrettán slösuðust í árásinni sem gerð var á kosningafundi í Arizona. Ótrúlegt þykir að Giffords skuli hafa lifað árásina af en hún segist vera við þokkalega heilsu í dag. Hún þurfti þó að læra flest upp á nýtt, eins og að brosa og ganga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×