Innlent

Skilaði inn tilhæfulausri tjónstilkynningu

Karlmaður var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í dag, fyrir skjalafals, fjársvik og fíkniefnalagabrot. Maðurinn, sem er fæddur 1984, var meðal annars dæmdur fyrir að hafa skilað til tryggingafélagsins Sjóvá-Almennar tryggingar falsaðri og tilhæfulausri tjónstilkynningu um árekstur bifreiða í eigu systur sinnar og annars karlmanns. Maðurinn játaði brot sín skýlaust.

Maðurinn var einnig dæmdur fyrir að hafa haft undir höndum lítilræði af fíkniefnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×