Innlent

Innkalla kjúklinga - grunur um salmonellusmit

Mynd úr safni
Komið hefur upp grunur um salmonella smit í ferskum kjúklingi framleiddum af Matfugli ehf. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að frekari rannsókna sé þörf en þangað til þyki rétt að innkalla vöruna.

Um er að ræða kjúkling með rekjanleikanúmerunum (Rlnr.)

011-11-40-5-34,

011-11-40-6-34,

011-11-40-2-02,

011-11-40-3-41,

011-11-40-4-42.

Dreifing á vörunni hefur verið stöðvuð.

„Hafi fólk ferska kjúklinga heima hjá sér er það beðið um að gæta að rekjanleikanúmerinu, sem er að finna á umbúðunum, og skila kjúklingnum í viðkomandi verslun eða beint til Matfugls ehf., Völuteigi 2, Mosfellsbæ,“ segir í tilkynningu.

Þá er tekið fram, „til að varast óróleika hjá neytendum“, að kjúklingurinn sé hættulaus fari menn eftir leiðbeiningum um eldun kjúklinga, „steiki í gegn og passi að blóðvökvi fari ekki í aðra vöru.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×