Innlent

Erlingur dæmdur í ellefu ára fangelsi í Litháen

Fangelsi í Vilnius.
Fangelsi í Vilnius. Mynd/AFP
Erlingur Örn Arnarson var dæmdur í ellefu ára fangelsi í Vilnius í Litháen í júní síðastliðnum fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Þetta staðfestir utanríkisráðuneytið.

Erlingur, sem er rúmlega fertugur, hefur búið í Litháen síðastliðin ár, en hann var handtekinn þar síðasta sumar með um eitt kíló af fíkniefnum.

Framsalssamningur er á milli Íslands og Litháens, en ekki er ljóst hvort Erlingur hafi óskað eftir að vera framseldur til Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×