Fleiri fréttir

Benti á Svedda tönn

Sakborningur í stóru fíkniefnamáli bar fyrir dómi í gær að Sverrir Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn, hefði lagt á ráðin um innflutning efnanna, ríflega eins og hálfs kílós af kókaíni. Annar sakborningur viðurkenndi að hafa átt samskipti að undanförnu við Sverri, sem dvelur á Spáni, og millifært á hann þrjár milljónir um síðustu jól.

Ekið á átta ára dreng: Kominn á gjörgæslu

Átta drengur sem varð fyrir bíl við Mjóddina síðdegis í dag er kominn á gjörgæsludeild Landspítalans. Ástand hans er stöðugt, samkvæmt upplýsingum frá spítalanum. Ekki fengust frekari upplýsingar um líðan hans.

Vika í verkfall slökkviliðsmanna

Það er um vika í að slökkiliðs- og sjúkraflutningamenn fari í eins dags verkfall ef fram fer sem horfir, að sögn Finns Hilmarssonar, varaformanns Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutnignamanna. Það slitnaði upp úr kjaraviðræðum þeirra við Launanefnd sveitafélaga í dag.

„Heppnir að sleppa lifandi"

Gunnar Már Ólafsson vélvirki var um borð í þýska togaranum Kiel þegar eldur kom upp í vélarrúmi skipsins fyrr í dag. Gunnar heyrði viðvörunarbjöllur hljóma og sá allt í ljósum logum. Hann segist heppinn að hafa sloppið í tíma.

80 unglingar í fiskvinnslu hjá HB Granda í sumar

Í stað fastráðinna starfsmanna, sem fara í sumarleyfi, hafa tæplega 80 unglingar staðið vaktina hjá HB Granda í Reykjavík og á Akranesi í sumar og reiknað er með því að ráða þurfi fleiri á næstunni.

Fellihýsaþjófur iðinn við kolann

Fellihýsaþjófurinn sem við sögðum frá í gær virðist vera iðinn við kolann og hefur nú stolið tveimur fellihýsum á innan við viku.

AGS tekur ekki afstöðu til skattahækkana

Höfundar skattatillagna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins taka enga afstöðu til þess hvort stjórnvöld eigi að hækka skatta eða skera niður útgjöld til að ná fram jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Oddviti hópsins segir skattahækkanir alltaf sársaukafullar en óstöðugleiki í ríkisfjármálum gæti valdið enn meiri sársauka.

Kostnaður vegna Kroll nemur yfir hálfum milljarði

Kostnaður slitastjórnar Glitnis vegna starfa Kroll nemur nú þegar yfir hálfum milljarði. Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar, vill ekki tjá sig um kostnaðinn en segir að þrotabúið hafi þegar endurheimt tvöfaldan þann kostnað vegna rannsóknarvinnu.

Staða Farice er mjög slæm

Netsamband við útlönd mun ekki rofna, enda þótt Farice verði gjaldþrota segir stjórnarformaður félagsins, sem rekur samnefndan sæstreng. Staða félagsins er mjög slæm. Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur neitar að leggja félaginu til nýtt hlutafé.

Ekið á tvö börn á hjóli

Mikill erill var hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Sex neyðartilkynningar bárust um svipað leyti síðdegis í dag.

Ekið á barn á reiðhjóli

Ekið var á barn á reiðhjóli við Mjóddina fyrir stundu. Ekki er vitað hvort barnið hafi slasast alvarlega. Litlar upplýsingar hafa fengist um aðstæður á slysstað aðrar en þær að miklar umferðartafir eru vegna þessa.

Ákærð fyrir að stela barnapela og barnafötum

Lögreglustjórinn á Selfossi hefur gefið út ákæru á hendur tvítugri stúlku frá Vestmannaeyjum fyrir að hafa stolið varningi úr Krónunni á Selfossi. Í ákærunni kemur fram að stúlkan hafi stungið inn á sig falið 1 barnapela, 8 barnasamfellar og tvennar dömunáttbuxur. Stúlkunni er stefnt fyrir dóm.

Vill rýmka heimildir til makrílveiða

Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, Jón Bjarnason, hefur látið breyta reglugerð um stjórn makrílveiða þannig að fiskiskipum sem hafa leyfi til strandveiða verði heimilt að stunda makrilveiðar á handfæri og línu. Veiðarnar eru háðar sérstöku leyfi og skulu takmarkast af þeim 3000 tonnum af makríl sem ráðstafað var til línu- og handfæraveiða á fiskveiðiárinu 2009/2010.

Búið að slökkva eldinn í togaranum í Hafnarfirði

Svo virðist sem búið sé að ná tökum á eldinum í togaranum sem liggur í Hafnarfjarðarhöfn, samkvæmt upplýsingum frá sjónarvotti sem Vísir talaði við og er við höfnina. Hann segir að nánast engan reyk leggi frá bátnum en fjölmennt lið slökkviliðs er á svæðinu. Sex sjúkrabílar og þrír slökkviliðsbílar.

Kristján Möller valdamesti ráðherrann

„Jú, það er ansi mikið að gera," segir Kristján Möller samgönguráðherra en vegna fjarvera annarra ráðherra gegnir Kristján nú, auk stöðu samgönguráðherra, stöðu félagsmálaráðherra, iðnaðaráðherra og utanríkisráðherra. Það er því ljóst að vinnuálagið á Kristjáni hefur aukist talsvert.

Eldur í togara í Hafnarfirði

Allt tiltækt lið slökkviliðsins er á leið í Hafnarfjarðarhöfn þar sem eldur logar í togara. Ekki er vitað að svo komnu hve mikinn eld er um að ræða.

Jón Ásgeir ætlar að krefjast kyrrsetningar á eignum Steinunnar

Jón Ásgeir Jóhannesson segist hafa selt fasteign í Lundúnum hinn 10. maí vegna skuldauppgjörs við fyrrverandi eiginkonu sína. Þá ætlar hann í persónulegt skaðabótamál á hendur Steinunni Guðbjartsdóttur, formanni slitastjórnar Glitnis banka. Hann ætlar að ganga lengra og krefjast kyrrsetningar á eignum hennar þangað til niðurstaða í skaðabótamálinu liggur fyrir.

Vilja nota áfengislása gegn ölvunarakstri

Rannsóknarnefnd umferðarslysa vill að skoðaðir veðri kostir þess að innleiða svokallaða áfengislása vegna ökumanna sem aka ítrekað undir áhrifum áfengis. Þá vill Rannsóknarnefndin einnig að heimilt verði að dæma síbrotamenn á þessu sviði til áfengismeðferðar sem hluta af viðurlögum við ölvunarakstri.

Kókaínmálið: Lagði 3 milljónir inn á reikning Íslendings á Spáni

Einn af sakborningunum í kókaínmálinu staðfesti fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að hann hefði haft samband við Sverri Þór Gunnarsson á Spáni. Sverrir var á upphafsstigum málsins talinn hafa staðið að kaupum efnisins á Spáni og er eftirlýstur af Europol.

Rannsókn á stærsta amfetamínsmygli sögunnar miðar ágætlega

Rannsókn á innflutningi tveggja þýskra kvenna á 20 lítrum af amfetamínbasa er enn í fullum gangi og miðar ágætlega, að sögn Jóns H.B. Snorrasonar, aðstoðarlögreglustjóra. Hann segir rannsóknina miða að því að upplýsa um öll atvikin sem hér áttu sér stað, uppruna efnanna og ástæður fyrir flutningi þeirra hingað til lands. Það er allt gert í samvinnu við erlend lögregluyfirvöld og stofnanir.

Kókaínmálið: Halda hlífiskildi yfir meintum höfuðpaur

Sakborningarnir í kókaínmálinu sem nú er til aðalmeðferðar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur halda allir hlífiskildi yfir Davíð Garðarsyni, sem sakaður er um að hafa skipulagt innflutninginn. Tveir sakborninganna breyttu framburði sínum verulega frá því í skýrslutökum lögreglu og fyrir dómi í dag.

Játaði aðild að umfangsmiklum kókaíninnflutningi

Jóhannes Mýrdal, einn sakborninganna í svokölluðu Spánarmáli, játaði sök við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Jóhannesi var gefið að sök að hafa tekið að sér að flytja kókaín til landsins en hann var stöðvaður í Leifsstöð.

Stórskemmdu Porsche jeppa

Skemmdarvargar unnu milljóna tjón á bílum og vinnuvélum í Vesturborginni í nótt og komust undan.

Um 1200 börn fæddust

Alls fæddust 1200 börn á öðrum fjórðungi ársins en 530 einstaklingar létust. Íslendingar voru tæpla 318 þúsund í lok ársfjórðungsins.

Stórkostlegar gjaldskrárhækkanir óhjákvæmilegar hjá OR

Á seinni hluta síðasta kjörtímabils virðist hafa ríkt þögult þverpólitískt samkomulag í borgarstjórn Reykjavíkur um að ýta vandamálum Orkuveitu Reykjavíkur fram yfir kosningar. Nú er nýr meirihluti í borginni að láta gera úttekt á gríðarlega erfiðri stöðu fyrirtækisins.

Lögreglan leitar að stolnum hraðbát

Lögreglan í Árnessýslu leitar að hvítum hraðbáti með Susukí utanborðsmótor, sem stolið var á vagni frá sumarbústað á Mjóanesi við Þingvalalvatn nýverið.

Bæjarstjórar misstu af veiði í Elliðaánum

Orkuveita Reykjavíkur nýtti ekki veiðileyfi sem frátekin voru fyrir fyrirtækið í Elliðaánum í gær heldur lét leyfin í hendurnar á Stangaveiðifélagi Reykjavíkur.

Skattbyrðin hér á landi er sögð svipuð og í Danmörku

Skattbyrði Íslendinga er með því mesta sem gerist í aðildarlöndum Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD), samkvæmt útreikningum sérfræðinga Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Þetta kemur fram í skýrslu um íslenska skattkerfið, sem AGS vann að beiðni íslenskra stjórnvalda.

Kópavogur greiðir ekki veitingar

Breiðablik sem leikur á móti skoska liðinu Motherwell hér á landi 22. júlí næstkomandi fær veitingahúsareikninga vegna fyrirhugaðra veisluhalda í tengslum við heimsóknina ekki greidda úr bæjarsjóði Kópavogs.

Áfram mokveiði í Blöndu

Tvö holl sem voru að veiðum í vikunni á neðsta svæðinu í Blöndu veiddu samtals 380 laxa á fjórum dögum. Á þessu svæði er veitt á fjórar stangir.

Þjóðgarðurinn fái hótelbætur

Álfheiði Ingadóttur, formanni Þingvallanefndar, og Ólafi Erni Haraldssyni þjóðgarðsverði hefur verið falið af nefndinni að ræða við fulltrúa forsætisráðuneytisins um að þjóðgarðurinn fái að ráðstafa bótum sem fást eftir bruna Hótel Valhallar fyrir ári.

Flestir trassa að skoða leiksvæði

Innan við fimmtungur leiksvæða á leikskólum á Íslandi er skoðaður árlega eins og reglur kveða á um. Slíkri skoðun er ætlað að tryggja öryggi leikvallatækja og yfirborðsefna.

Sumargotssíld er enn sýkt

Litlar vísbendingar eru enn um að sýking í íslensku sumargotssíldinni sé í rénun. Þetta er niðurstaða leiðangurs Bjarna Sæmundssonar á hrygningarslóðir síldarinnar.

Sjá næstu 50 fréttir