Innlent

Ríki og sveitarfélög auglýsa mikið í Morgunblaðinu

Ríki og sveitarfélög birta 65 prósent af öllum prentauglýsingum sínum í Morgunblaðinu.

Margt forvitnilegt er að finna í nýrri samantekt Capacent Gallup um birtingar auglýsinga í fjölmiðlum. Þar kemur t.d fram að Hagar birta nánast eingöngu dagblaðaauglýsingar í Fréttablaðinu og sjónvarpsauglýsingar á Stöð 2 og tengdum rásum, en Morgunblaðið hefur fjallað ítarlega um þetta að undanförnu.

Önnur athyglisverð staðreynd er að hið opinbera, þ.e ríki og sveitarfélög, birta 65 prósent af auglýsingum sínum í prentmiðlum í Morgunblaðinu, hér er miðað við hlutfall af dálksentímetrum. Hið opinbera birtir 33 prósent auglýsinga sinna í Fréttablaðinu og tvö prósent í DV.

Þetta er athyglisvert því lestur blaðsins er umtalsvert minni en lestur Fréttablaðsins. Samkvæmt síðustu lestrarkönnun Capacent lesa 65 prósent Fréttablaðið en 35 prósent Morgunblaðið, miðað við meðallestur á tölublað.

Svo má til gamans geta að Capacent, þ.e fyrirtækið sjálft, sem rannsakar þessar birtingar, telur það skynsamlegt að verja meiri peningum í auglýsingar í Fréttablaðinu því fyrirtækið birtir 67 prósent auglýsinga sinna í Fréttablaðinu en 33 prósent í Morgunblaðinu.

Fréttablaðið er gefið út af 365 miðlum, sem eiga og reka fréttastofu Stöðvar 2 og Vísir.is.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.