Innlent

Kópavogur greiðir ekki veitingar

Breiðablik sem leikur á móti skoska liðinu Motherwell hér á landi 22. júlí næstkomandi fær veitingahúsareikninga vegna fyrirhugaðra veisluhalda í tengslum við heimsóknina ekki greidda úr bæjarsjóði Kópavogs.

Breiðablik vildi að bæjarsjóður borgaði fyrir „opinbera málsverði með fulltrúum KSÍ og UEFA [Knattspyrnusambands Evrópu], þann fyrri í Turninum og seinni í Smáranum,“ eins og segir í fundargerð bæjarráðs og að bæjarstjóri eða formaður bæjarráðs yrði „viðstaddur þessa málsverði“.

Bæjarráð segir sér ekki fært að verða við erindinu. Karlalið Breiðabliks leikur sinn fyrsta Evrópuleik ytra gegn Motherwell í kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×