Innlent

Kríuvarpið í Garði ætlar að heppnast óvenju vel í sumar

Kríuvarpið í Garði á Reykjanesi virðist ætla að takast óvenju vel í sumar, sem bendir til þess að þar hafi krían nægilegt æti.

Víkurfréttir greina frá því að þetta sé besa varp síðan árið 2005. Varp. kríunnar á Snæfellsnesi gengur hinsvegar illa eins og undanfarin ár, vegna skorts á Sandsíli.

Hafrannsóknastofnun er nú að kanna útbreiðslu sandsílis, en nú eru þær tilgátur farnar að heyrast að hugsanlega éti nýjasti nytjafiskur okkar, makríllinn, ótæpilega af sansdsíli, á kostnað sjófugla, en Fréttastofan hefur ekki vísindalegar sannanir fyrir því.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×